Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 11

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 11
F A X 1 71 Fyrsta frjálsíþróttamót sumarsins Eins og undanfarin ár var haldið frjáls- íþróttamót á íþróttavellinum í Keflavík á Hvítasunnudag. Var þetta fyrsta frjáls- íþróttamót sumarsins hér í Keflavík og náðist allgóður árangur í flestum greinum. Urslit í einstökum greinum urðu þessi: 100 metra hlaup: 1. Höskuldur Karlsson, Í.B.K. 11,4 sek. 2. Hörður Ingólfsson, U.M.S.K. 11,7 — 3. Helgi Rafn Traustason, K.R. 11,7 — 4. Björn Jóhannsson, Í.B.K. . 12,1 — 1000 metra hlaup: 1. Kristleifur Guðbj.s,, K.R. 2.40,6 mín. 2. Sigurður Gíslason, K.R. 2.49,6 — 3. Margeir Sigurbj.s., Í.B.K. 2.50,0 — Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby, K.R.......... 14,95 m. 2. Friðrik Guðmundsson, K.R. 13,70 — 3. Halldór Halldórsson, Í.B.K. 12,86 — 4. Tómas Jónsson, U.M.F.K. 11,89 — 5. Friðrik Kjarval, K.R. 10,40 — Kringlukast: 1. Friðrik Guðmundsson, K.R. .. 47,07 m. 2. Þorsteinn Löve, K.R........ 46,69 — 3. Gunnar Huseby, K.R. ....... 44,76 — 4. Grétar Ólafsson, Í.B.K..... 34,52 — 5. Björn Jóhannsson, Í.B.K. 34,27 — 6. Halldór Halldórsson, Í.B.K. 34,13 — Spjótkast: 1. Halldór Halldórsson, Í.B.K. 53,57 m. 2. Ingvi B. Jakobsson, Í.B.K. . . 50,60 — 3. Ingvar Hallsteinsson, F.H. . 48,85— Sleggjuhast: 1. Þórður B. Sigurðsson, K.R. 48,20 m. 2. Einar Ingimundarson, I.B.K. 46,39 — 3. Björn Jóhannsson, Í.B.K. 36,59 — Veður var hið bezta meðan mótið fór fram, norðan gola og sólskin. U.M.F.K. sá um mótið. H. G. Syndið 200 metrana! Þær spurningar, sem efst eru á baugi meðal íþróttamanna hér í Keflavík eru, hvenær verður íþróttahúsið tilbúið? Er verið að vinna í þvi? og verður hægt að taka það í notkun í haust? Því miður verður að svara þessum spurningum á þá leið, að allar horfur eru á því, að húsið verði ekki tilbúið í haust, og það má þykja gott, ef hægt verður að hafa eitt- hvað gagn af því næsta vetur. I húsinu hefur lítið verið unnið síðan Sjálfvirkjun Keflavíkur og nágrennis Nú hefur verið pöntuð sjálfvirk símstöð fyrir Keflavík og nágrenni. A Keflavíkur- flugvelli er nú þegar sjálfvirk símstöð, en með hinni nýju framkvæmd má segja, að nærri allur Reykjansskagi fái sjálfvirka síma- afgreiðslu, ekki aðeins sín á milli, heldur og við Reykjavík. Sjálfvirki búnaðurinn í Keflavík er gerður fyrir 1400 númer og er af nýjustu gerð frá L. M. Ericsson í Stokk- hólmi, með svonefndum koordinatveljurum, sem þurfa mjög lítið viðhald. Auk þess er minni háttar búnaður i Gerðum, Sandgerði og Grindavík. Afhendingartími vélanna er 2 ár, svo að ekki má búast við að Keflavíkur- stöðin verði komin upp fyrr en um áramót 1959—1960. I sambandi við sjálfvirka sambandið milli Keflavíkur og Reykjavíkur er þá fyrirhugað að taka upp nýjan gjaldareikning, sem nú er að ryðja sér mjög til rúms erlendis, svo- nefnda Karlsons talningu. Gjald fyrir símtal er þá meira komið undir tíma en áður, þannig að unnt er að tala um langan veg örstutt símtal, e. t. v. brot úr mínútu, fyrir sama gjald og 3 mínútu símtal um stuttan veg. Samtölin verða þá ekki sjálfkrafa slitin eftir tiltekinn tíma, eins og nú er milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. um áramót, og hafi maður innt eftir því, hverju það sætti, hefur ýmsu verið borið við. Allir vita, að bærinn hefur í mörg horn að líta, en því verður ekki trúað, að ekki sé hægt að ljúka þessu verki, ef á annað borð er nægur áhugi fyrir því. íþróttamenn hér í Keflavík búa við hörmulegar aðstæður. Þeir geta hvergi æft sig á veturnar og á sumrin hafa þeir ekkert skýli yfir höfuð, til að skifta um föt, hvað þá heldur, að þeir geti baðað sig eftir æfingar, sem ætti þó að vera frumskilyrði í sambandi við íþróttaiðk- anir. Þrátt fyrir þessar aðstæður, er mikill áhugi fyrir íþróttum hér í Keflavík og keflvízkir íþróttamenn hafa náð furðu- góðum árangri. Lágmarkskrafa allra íþróttamanna hér í Keflavík er því sú, að tafarlaust verði hafist handa með áframhaldandi fram- kvæmdir við íþróttahúsið og að því verki verði hraðað svo, að hægt verði að taka húsið í notkun ekki síðar en um næstu áramót. Hafst. Gtiðmundsson. }><i><Í><t*i><i><}>e<*t><S><}><t><i><i<i><Í><Í><S><t><i><t><S><Í><Í><t><}><Í>^^ Keflvíkingar! Allir syndir, er takmarkið. Nú má engann vanta. Syndið 200 metrana. t><i>^><t><t><><t><t><t><>t><!>^><^t>0<t><^<t><t><!><y!><t><t>^><t><t><t><t><t><^<t><t^^^ Verður íþróttahúsið ekki tilbúið næsta vetur?

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.