Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 12

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 12
72 F A X I NÝ BÓK: í Tjarnarskarði „í Tjarnarskarði“ heitir nýútkomin ljóðabók eftir Rósberg G. Snædal, en hann er ungt skáld, sem nú á síðustu árum hefir verið all stórvirkur á rit- vellinum. Fyrsta bók hans kom út árið 1949 og nefndist A annara grjóti. Þá kom út bókin Hringhendur, nokkru síðar. Næsta bók hans: Nú er hlátur ný vakinn, kom út árið 1954. — Eru það gamansögur og lausavísur. Sama ár gaf hann út bókina: Eg og þú, en það er safn smásagna. Þá hefir Rosberg G. Snædal safnað og séð um útgáfu Húnvetningaljóða, sem út kom í fyrra og tímaritsins Húnvetnings og nýskeð kom á markaðinn lítil bók, er nefnist Vísnaþver. Hin nýja ljóðabók Rósbergs, I Tjarnar- skarði, er skemmtileg bók, 26 ljóð, sem öll eru vcl ort, hressileg og blæbrigðarík. Höfundurinn virðist hafa gott vald á máli 'og hugsun, býr yfir ríkri kýmnigáfu, og hittir naglann oftast á höfuðið. Hann hefir þó hjartað alltaf á réttum stað. Nátt- úrulýsingar hans eru nokkuð frumlegar stundum en sannar og heillandi og ef samanburður er gerður á bókum þessa unga og efnilega höfundar, dylst ekki, að hér er á ferð vaxandi skáld, sem við má tengja glæsilegar vonir. Eg óska Rósberg G. Snædal til hamingju með þessa nýju ljóðabók og birti hér að lokum fyrsta kvæðið, sem er samnefnt bókinni. Ritstj. Kvæðið er svona: Sefgrænir bakkar, silfurgáruð tjöm. Sundfuglakvak og mosabrúnar skriður Valllendisgrundir, steinabyrgi og böm. Búsmali í hlíðum, foss og Iækjamiður. Bcrgmál í hömrum, burnirót á snös. Burkni í skúta undir Háuklettum. Brúða og Surtla sækja á efstu grös. Sandurinn rýkur undan fótum Iéttum. Fögur er hlíðin, friðsælt Tjarnarskarð. Flögra í Iyngi glaðar ungamæður. Asthrifum vorsins angar laut og barð. Æskan á næsta leik og hjartað ræður. Sólvermdur blærinn blómahörpur sló. Brumknappar litlir sprungu fyrr en varði. Fífillinn kyssti fjólu í Steinamó fermingarvorið uppi í Tjarnarskarði. FAXl Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST- INN PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. Auglýsingastjóri GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 10,00. — Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni. ISú er sumar í bœ Eins og sjá má á auglýsingu frá heilbrigðis- nefnd á öðrum stað hér í blaðinu, þar sem hún hvetur borgarana til þess að hrcinsa í kring um hús sín, sem er gott og nauðsyn- legt, má hinu þó ekki glcyma, að margar lóðir eru óbyggðar hér í bæ, sem enginn hirðir um og setja þær óneitanlega mjög Ijótan blæ á umhverfið. Má þar til dæmis nefna hinar svokölluðu tjamir við Vatnsnestorg, sem um fjölda ára hafa verið hálffullar af fúlu vatni og allskonar óþverra, sem þar hefir safnast saman. Er að þessu hin mesta bæjarskömm og verða eigendur tafarlaust, eða þá bæjar- yfirvöldin á þeirra kostnað, að malarfylla tjarnirnar, ef Ióðin verður ekki strax notuð undir byggingarframkvæmdir. Litlu betra er umhvorfs hinu megin við götuna. Þar hefir á sínum tíma verið byggð spennistöð og hefir nú verið klastrað við hana, en þá um leið skildir eftir háir hólar af hvers konar bygg- ingarefnisleyfum, líkast því sem þessir menn hafi haldið, að svæði þetta væri á skipulagi bæjarins ætlað fyrir ruslahauga. Er ekki und- arlegt þótt einhvers staðar gangi illa að fá einstaklinga til þess að þrífa lóðir sínar, þcgar opinberum aðilum líðst að ganga þannig um bæjarlandið.. Þó aðcins þessi tvö dæmi séu hér nefnd, eru til mýmörg önnur slík hér í bæ, t. d. mætti nefna ruslahauga, sem mynd- ast hafa í kring um fiskaðgerðarhúsin og vinnslustöðvarnar. Allt það rusl, sem þar hefir safnast saman, þarf að fjarlægja, því þá yrði athafnarsvæði hafnarinnar og þessara fyrirtækja snyrtilegra og sýndi meiri menn- ingarbrag, heldur en nú er. Verkefni heilbrigðisncfndar nær engu síður til þessara aðila og annara, sem ráða yfir óbyggðum lóðum, eða vanhirtum athafna- svæðum, heldur en til hinna byggðu lóða í bænum. Oll störf hennar, sem miða að auknu hrcinlæti, eru þakkarverð, en þar má heldur enginn undan sleppa. Fiskaðgerðarhús Alberts Bjarnasonar brennur. Klukkan eitt, þriðja júní s.l., kom upp eldur í fiskaðgerðarhúsi Alberts Bjarnasonar útgerðarmanns í svokölluðum bás í Keflavík. Enginn var nú í húsinu, en á vertíðinni höfðu tveir bátar haft þar bækistöð sína og jafn- framt hafði vertíðarfólk búið þar. Slökkvilið Keflavíkur kom fljótlega á staðinn en eld- urinn var þá orðinn all magnaður og öll aðstaða mjög slæm. Slökkviliðinu tókst ekki að varna því að húsið eyðilegðist og geysi- mikið magn af útgerðarvörum, veiðarfærum o. fl., en hins vegar tókst því að verja önnur nærliggjandi hús skemmdum, en þarna er mikið af gömlum timburskúrum, sem enn eru notaðir til fiskaðgerðar og veiðarfæra- geymslu. Hús og veiðarfæri munu hafa verið vátryggð, en samt er talið, að eigandinn hafi orðið fyrir miklu og tilfinnanlegu tjóni. Ekki er kunnugt um eldsupptök. 17. júní. Eins og auglýsing 17. júní-nefndar ber með sér, virðist að þessu sinni vera mikill undir- búningur að hátíðahöldum dagsins og ekkert til sparað að þau megi verða með miklum glæsibrag. Hefir nefndin og aðstoðarmenn hennar lagt á sig mikið erviði og fyrirhöfn við þennan undirbúning. Auglýsingin ber það með sér, að ýmsar nýjungar verða að þessu sinni uppteknar, t. d. skemmta hér þjóðkunnir listamenn, svo eitthvað sé nefnt. Allur þessi viðbúnaður kostar að sjálfsögðu mikið fé, þó öll undirbúningsstörf nefndar- innar sé ólaunuð. Þetta ber bæjarbúum að hafa í huga, þegar þeir, hver og einn, gera það upp við sig, hvort dagsins skuli notið hér heima, eða t. d. í Reykjavík. Öll hljótum við að óska þess, að Keflavík geti haldið upp á 17. júní með sambærilegum myndarskap við aðra bæi landsins, en þá verðum við líka að sjá sóma okkar í því að vera heima þenna dag og taka virkan þátt í hátíðahöldunum, annað er blátt áfram til skammar, enda mun þessi viðleitni til hátíðahalda hér 17. júni, lognast útaf og hætta með öllu, ef áfram heldur eins og verið hefir undanfarin ár, að þorri Keflvíkinga fari burt úr bænum þenna dag og njóti lífsins annarsstaðar Þetta er næsta áþekkt því, ef við hættum að vera heima hjá okkur á sjálfum jólunum. Nei, nú skulum við stíga á stokk og strengja heit, að láta það vera laun okkar til hinna ágætu 17. júní-nefndar, fyrir hennar mikla og fórn- fúsa starf, að vera öll heima þenna dag, taka þátt í skemmtunum dagsins og þó alveg sér- staklega vera minnug þess, að koma niður á hafnargötu, þegar dansinn þar L> dansa þar af lífi og sál. Reykvíkingar gera þetta, jafnvel hvernig sem viðrar, og skemmta sér konunglega. Þurfum við endilega að vera eftirbátar þeirra? Kjörorðið er: Skemmtum okkur heima 17. júní, látum Hafnargötuna duna af danssporum ungra og gamalla.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.