Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 13

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 13
F A X I 73 Naetur- og helgidagalæknir í Keflavíkur- héraði í júní 1957: 8. til 9. júni Björn Sigurðsson. 10. til 14. júní Guðjón Klemenzson. 15. til 16. júní Einar Astráðsson. 17. til 21. júní Bjarni Sigurðsson. 22. til 23. júní Guðjón Klemenzson. 24. til 28. júní Björn Sigurðsson. 29. til 30. júní Bjarni Sigurðsson. Skólablaðið Stakkur. Baxa hefir borizt 4. tbl. 5. árg af blaðinu Stakkur, sem er skólablað Gagnfræðaskólans í Keflavík. Ritstjóri blaðsins er Ólafur J. Sig- urðsson, nemandi í 4. bekk gagnfræðaskól- ans. Blað þetta er fjölritað og gefið út af nemendunum sjálfum og er efni þess allt skrifað af þeim, en það er m. a. rigerðir, ljóð, stuttar greinar um ýmiskonar efni, viðtöl, ritstjórnarrabb og blaðamannaþankar, auk fastra þátta, s.s. íþróttaþáttar, þáttarins „Úr ýmsum áttum“, „Kvennasíðu“ og „Dægra- dvalar“. Blaðið er prýtt teiknimyndum eftir ritstjórann og Erling Jónsson, handavinnu- kennara skólans. Stakkur er myndarlegt blað og vel sam- bserilegur við önnur skólablöð sinnar tegund- ar- Það er áreiðanlegt, að blaðaútgáfa sem bessi, hefir heillavænleg áhrif á skólalíf og skólabrag og flýtir fyrir andlegum þroska uemendanna. Vitanlega mæðir allt svona ahugastarf fyrst og fremst á forustumannin- um og öðrum þeim, er eitthvað vilja á sig leggja í þessum efnum, — og hjá þeim verður þá líka uppskeran mest, hvað snertir þjálfun hugans og andlegan þroska. En hvað sem um þetta mætti nú segja meira, þá óskar Faxi hinum ungu blaðamönnum til hamingju með framtak þeirra og dugnað, sem er bæði skóla þeirra og byggðarlagi til sóma. Vorvísa. Eru svanir oftast hér einhverntíma vor og haustin. Unun veitir ætíð mér og ýmsum fleiri þeirra raustin. SigurÖur Magnússon. Skógræktarfélag Suðumesja hélt aðalfund sinn 23. maí s. 1. í bamaskóla- húsinu í Keflavík. Formaður félagsins, Sigur- ingi Hjörleifsson, setti fundinn og stjórnaði honum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa sýndi Snorri Sigurðsson skógræktarráðunaut- nr, kvikmynd af skógrækt frá ýmsum stöðum hér á landi. Mynd þessa gerði Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri og fleiri. Er hún í litum °g mjög fögur og fróðleg. A fundinum var kosin stjórn fyrir félagið, sem er þannig skipuð: Siguringi Hjörleifsson formaður, Huxley Ólafsson varaformaður, Ragnar Guðleifsson ritari og Þorsteinn Gísla- son, Gerðum, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Gísli Guðmundsson Hvalsnesi og væntanleg- ur fulltrúi úr skógræktarfélagi Grindavíkur, sem enn er naumast formlega stofnað. I varastjórn voru kosnir: Hermann Eiríks- son, Sólveig Ólafsdóttir og Ingvar Guðmunds- son. Endurskoðendur fyrir félagið voru kosn- ir: Rögnvaldur Sæmundsson og Karl Björns- son. Fullrúar til að mæta á aðalfundi Skóg- ræktarfélags íslands, sem að þessu sinni verð- ur haldinn að Kirkjubæjarklaustri: Sigur- ingi Hjörleifsson og Ragnar Guðleifsson og til vara Þorsteinn Gíslason og Árni Hallgríms- son. Þann 4. júní s. 1. varð áttræð Gróa Erlendsdóttir, ekkja Þórð- ar heitins Helgasonar, en hann var einn af Faxafélögunum. Gróa dvelur nú á elliheimil- inu Grund í Reykjavík. Faxi árnar henni allra heilla í tilefni af áttræðisafmælinu. Ókeypis skólavist. Jóna Margeirsdóttir er ein þeirra fimm ís- lenzku gagnfræðanema, sem hlotið hafa leyfi til ókeypis dvalar við skóla í Bandaríkjunum um eins árs skeið. Námsstyrk þennan veitir íslenzk-ameríska félagið í Reykjavík og er reiknað með að nemendurnir fari út í ágúst næst komandi. Eins og getið var um í síðasta blaði hófu nokkrir bátar vorsíld- veiði með reknetum, þegar vetrarvertíð þeirra lauk. Hefir aflinn verið góður og t. d. aflaði Vonin II, skipstjóri Gunnlaugur Karlsson, röskar 2000 tunnur í maí mánuði. Síld þessi var fryst í pappaöskjum til útflutnings. Ari Einarsson húsgagnasiníðameistari á Klöpp í Sandgerði hefir rekið þar tré- smíðaverkstæði undanfarin þrjú ár. Hefir þetta verið til mikilla hagsbóta fyrir fólk i Sandgerði, enda hafa þar verið að undan- förnu mjög miklar byggingarframkvæmdir eins og annars staðar hér suður frá. Þar til trésmíðaverkstæði Ara tók til starfa, þurftu Sandgerðingar og aðrir nærsveitarmenn, að fá alla slíka vinnu aðflutta, sem skiljanlega var mun óhagkvæmara og miklu dýrara. Útsölustaðir Faxa utan Keflavíkur: Reykjavík: Söluturninn við Arnarhól. Hafnarfjörður: Verkamannaskýlið. Grindavík: Utibú Kaupfélags Suðurnesja. Sandgerði: Kaupfélagið Ingólfur. Á Vatnsleysuströnd annast Viktoría Guð- mundsdóttir, fyrrverandi skólastjóri, útsölu blaðsins. f Garði og Leiru: Sigurður Magnússon í Valbraut. í Keflavík fæst Faxi á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Keflavíkur, Verzlun Danivals Danivalssonar, Verzlun Þórðar Einarssonar, í bryggjuviktarskúrnum og í Matstofunni Vík. Friðrik Ólafsson. Sunnudaginn 26. maí tefldi skákmeistarinn Friðrik Ólafsson fjöltefli hér í Keflavík. Var teflt á 35 borðum og vann Friðrik 27 skákir, gerði 5 jafntefli og tapaði 3 skákum. Þeir sem unnu Friðrik voru: Skúli H. Skúlason, Þór- hallur Þorsteinsson og og William Bills, sem er amerískur maður. Um fjöltefli þetta sá Taflfélag Keflavíkur og var auk þátttakenda fjöldi áhorfenda, sem fylgdist með af lífi og sál, enda er mikill skákáhugi nú ríkjandi hér í Keflavík. Skógræktarfélag Keflavíkur hélt framhaldsstofnfund sinn i barnaskól- anum í Keflavík 21. maí s. 1. I stjórn félagsins voru kosnir: Huxley Ólafsson formaður, Ragnar Guðleifsson, Sólveig Ólafsdóttir, Her- mann Eiríksson, Sveinn Sigurjónsson. Vara- menn í stjórn: Skafti Friðfinnsson, Ólafur Ormsson og Bjarni Jónsson. Endurskoðend- ur: Hallgrímur Th. Björnsson og Jón Tómas- son. Öll stjórnin var kosin til að mæta sem fulltrúar á aðalfundi Skógræktarfélags Suð- urnesja og einnig þeir Jón Guðbrandsson og Ingimundur Jónsson. Nýtt skógræktarfélag. Skógræktarfélag Miðnesinga var stofnað í Sandgerði sunnudaginn 19. þ. m. fyrir atbeina Skógræktarfélags Suðurnesja. — I stjórn voru kjörin: Gísli Guðmundsson formaður og með- stjórnendur: Halldóra Thorlacius og Páll Páls- son. Varastjórn skipa: Aðalsteinn Gíslason, Einar Axelsson og Guðjón Valdimarsson. End- urskoðendur voru kosnir: Ólafur Vilhjálms- son og Hannes Arnórsson. Og til vara: Gunn- laugur Jósepsson og Svava Sigurðardóttir. — Snorri Sigurðsson, skógræktarráðunautur, sýndi skógræktarkvikmyndina í fundarbyrj- un. Samnorræna sundkeppnin 1957. Samnorræna sundkeppnin 1957 'hófst 15. maí. Þátttaka hér í Keflavík hefur verið ágæt. 1. júní höfðu synt 340 Keflvíkingar í Sund- höll Keflavíkur og er það svipað og í síðustu keppni. Alls syntu þá 933 Keflvíkingar. Til þess að ná sömu prósenttölu og síðast, en þá synti rúmlega 31% Keflvíkinga, þurfa nú 1200 Keflvíkingar að synda 200 metrana. Keflvíkingar eru kvattir til þess að duga vel í þessari keppni og draga ekki fram á síðustu stund og synda þá. Keflvíkingar! Munið 200 metra sundið. Tékst Keflvíkingum að sigra Akurnesinga í Samnorrænu sundkeppninni. f síðustu keppni sigruðu Akurnesingar með litlum mun.. Hvað skeður nú?

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.