Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 21

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 21
F A X I 81 Aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York og næsta umhverfi. Afmarkaða svæðið er um- ráðasvæði Sameinuðu þjóðanna. Það er riki út af fyrir sig óháð löggæzlu eða stjóm New York borgar. — Stærð skýjakljúfanna getum við dálítið séð, ef við athugum, að ofan á mörgum þeirra eru byggð sérstök íbúðarhús, sem við teldum sæmilegar „villur". Þar eru líka blóma og trjágarðar. búist, því hér, ekki síður en heima, vill málþófið ganga úr hófi, og hann varð sögulegur, fyrst og fremst vegna þess að hér var verið að ræða um kjarnorkuna, þetta undraafl, til friðsamlegra nota mannkyninu til handa, og svo skeði hér atburður, sem nær einstæður var. Er fundur var fyrir nokkru hafinn urðum við varir við að maður nokkur, mikill á velli fór með fasi miklu gegnum áheyr- endabekkina og ruddist inn að borðum fulltrúanna. Þreif þar vatnsglas, er stóð á einu borðinu og kastaði því í áttina að borði Rússanna, um leið og hann hróp- aði á ensku: „Niður með Hvít-Rússana“. Varð nú truflun á fundinum, en þegar komu öryggisverðir stofnunarinnar og fjarlægðu manninn, sem auðsjáanlega var drukkinn eða miður sín. Sagði sendi- herrann að slíkt hefði ekki komið áður fyrir í stofnuninni á þessum stað. Að fundinum loknum buðu sendiherra- hjónin okkur til kvöldverðar og þar kvöddum við þau og þökkuðum ánægju- legan og eftirminnilegan dag. Eftir að við komum aftur til New York ltafði ég oft horft út um hótelgluggann á endalausar raðir bifreiðanna, sem runnu framhjá daga og nætur, og mér hafði fundist umferðin mikil. En hér var líka margra milljóna borg. Eg vissi það ekki fyrr en dag einn, 24. okt., að hér var að- eins lítill hluti umferðarinnar, en þá fórum við með járnbraut neðanjarðar til Brook- lyn. Þá fékk ég að vita, að undir borginni þverri og endilangri liggur net járnbrauta, og ekki aðeins ein braut heldur sumstaðar tvær og jafnvel þrjár brautir, hver niður af annari. Hér eru neðanjarðar heilar borg- ir verzlana og annarar greiðasölu. Þetta er hulinn heimur þeim sem ofan jarðar býr. En nú var ferðinni heitið til Brooklyn, til þess að skoða þar sjómannaheimili eða sjómannahús eins og forstöðumennirnir kölluðu stofnunina. En þessar stofnanir eru auk hér í San Pedro, San Francisco, Baltimore, London, Antwerpen, Casa- blanca og New Orleans, og eru stofnaðar og reknar samkvæmt nýjum norskum lög- um, Er tilgangur þessara stofnana að ann- ast alal fyrirgreiðslu norskra sjómanna á flutninga- og fiskiskipaflotanum og vera þeim heimili á meðan þeir gista þessar borgir. Stofnunum þessum er stjórnað af fulltrúum sjómannasamtakanna, útgerðar- manna og ríkisstjórnarinnar og er kostnað- ur greiddur þannig, að sjómenn og útgerð- armenn greiða sína krónuna hver á mán- uði hverjum og ríkið 2 krónur af hverjum skipverja. I húsi þessu, sem er margar hæðir, eru 63 tveggja manna herbergi og auk þcss nokkur með fleiri rúmum, svo hægt er að hýsa um 140 sjómenn í einu. Hér fá sjó- menn fæði og gistingu mun ódýrari en annars staðar, eða fyrir 3 dollara á dag, en á miðlungs-hótelum er verðið 10—12 doll- arar. Hér er lestrarsalur, þar sem sjómenn eiga kost á að lesa góðar bækur og hér geta þeir fengið tilsögn í tungumálum. Tennis- og bob-salur er í húsinu og við húsið er knattspyrnuvöllur. Töldu forstöðumennirnir að árangurinn af þessari starfsemi væri sá, að aðbúð sjó- manna í erlendum höfnum er betri, og útgerðarmenn telja sig fá betri menn á skipin og telja þeir þennan árangur þegar kominn í ljós. — Sjómenn annara Norð- urlanda eiga þarna einnig vísa fyrir- greiðslu. Við snæddum miðdegisverð í boði stofn- unarinnar og nutum gistivináttu frænda okkar Norðmanna. Bethlehem. Skammt í vestur frá New York er lítil borg er heitir Betlehem, með um 65 þús. íbúa. Þessi borg er fræg fyrir stálverk- smiðjur sínar, er bera nafn borgarinnar og heita Bethlehem Steel. Þangað fórum við 25. október og skoðuðum verksmiðjurnar. Suðurnesjamenn! Myndið sundhópa og ykkur verður séð fyrir sundtíma í SundhöII Keflavíkur. '<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><^^

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.