Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1957, Blaðsíða 3

Faxi - 01.10.1957, Blaðsíða 3
F A X I 87 Enn um Eg hefi nokkrum sinnum áður rætt um ráðhiis Keflavíkur, nauðsyn þess og stað- setningu, bæði í Faxa og annarstaðar. Greinar þessar hafa ekki orðið til þess að vekja umtal eða áhuga á málinu, frekar en ýmislegt annað, sem brotið hefur verið upp á hér í blaðinu, þó það hafi verið um merkar tillögur og framfaramál að ræða. Ef til vill kann mörgum að virðast að ráðhúsbygging í Keflavík sé fjarstæða ein, cða skýjaborg, en svo er ekki, og skulu nú nefnd nokkur dæmi og rök því til stuðnings. Með ráðhúsi er ekki meint neitt ónotað skrauthýsi, heldur miðstöð bæjarstjórnar, skrifstofur bæjarins og allra hans fyrir- tækja, einnig aðsetur athafnanefnda og embælla bæjarins og annarrar opinberrar þjónustu, sem hlýtur að aukast að fjölda og umsvifum með hverju ári. Starfsemi sú sem nú er rekin á einni skrifstofu hlýtur að greinast fljótlega í sjálfstæðar heildir, og er þegar byrjuð að dreifast um bæinn, en þarf að sameinast öll í ráð- húsinu. I þessu sambandi má nefna Rafveit- una, byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirlitið, bæjar, sem er tvímælalaust frægasti sögu- staður Færeyja, um hálftíma akstur frá Þórshöfn. Þarna var biskupssetur til forna og einskonar höfuðstaður eyjanna frá um 1100 og fram á miðja 16. öld, er biskup- inn fluttist til Stavangurs í Noregi vegna ásóknar sjóræningja. 'Fornminjarnar tala sínu máli og yrði það of langt mál hér að lýsa því, sem þarna er að sjá. Var þarna vel á móti okkur tekið af Páli Paturssyni kóngsbónda þar, er sýndi okkur staðinn og lýsti öllu vcl og skemmtilega fyrir okkur, enda er hann allra manna fróðastur um sögu staðarins. Þar hafa forfeður hans búið um margar aldir. Aður en við skyldum við Pál bónda, afhentum við honum myndabók frá Is- landi er við liöfðum skrifað nöfn okkar í, en Páll gaf okkur sitt eintakið hverj- um af leikriti eftir sig, er nefnist „Sverrir konungur“. Munnmæli herma, að hann sé fæddur í Kirkjubæ um miðja 12. öld. Frh. í næsta blaði. r r • \ aoliusio áætlunarbílana, skattstofuna, verkstjórn og vélar. — Innan skamms kemur bæjar- verkfræðingur, hitaveitustjórn (hitavcita frá Réykjanesi), grjótnám og steypustöð, barnavernd og framfærslufulltrúi og margar aðrar greinar, sem allar þurfa sitt húsnæði í ráðhúsinu. Auk þessa þarf að vera á neðslu hæð bóka- og skjalasafn bæjarins, byggðasafnið og salur til funda og móttöku opinberra gesla og lil list- sýninga. Sá salur þyrfti ekki að vera stór, cn veg- legur, og bera svipmót byggðarlagsins svo sem kostur væri á og góðar hugmyndir legðu til. Margt getum við Keflvíkingar lært af Reykjavík, sumt til fyrirmyndar, annað til varnaðar. Ráðhúsvandræði Reykjavík- ur eru sannarlega víti til varnaðar. Þar er allri starfsemi borgarinnar drcift í leigu- húsnæði frá enda til enda um það víð- áttumikla svæði sem Reykjavík tekur yfir, frá Grandagarði og innundir Elliðaár. Svo er einnig með ríkisstofnanir allar og meira að segja stjórnarráðið sjálft er á tætingi út um alla borgina. Ráðhús er því að verulegu leyti skrif- stofubygging, sameining opinberrar þjón- ustu á einum stað til hagræðis fyrir fólkið og mikils sparnaðar fyrir bæjarfélagið. Ennþá getum við spyrnt við og komizt hjá tætingi bæjarfyrirtækja út um allan bæ, til að búa þar við leiguhrakhóla og flutninga stað úr stað — með því að byggja ráðhús. Sumar borgir og bæir leggja mikið upp úr að skreyta ráðlnis sín með listaverk- um og flúri eins og Osló„ sem varið hefur tugum milljóna til að gera sitt ráðhús öðrum þræði að listasafni, svo og einnig um Stokkhólm, Kaupmannahöfn og Arósa, og fleiri bæi og borgir. — Stærsta „ráðhús“, sem byggt hefur verið hin síðari ár er hús Sameinuðu þjóðanna í New York. Það cr byggt á hagrænan hátt, flúr eða skreytingar eru þar ekki, en fagurt og stílhreint umhverfi og neðstu hæðirnar sem það rís af að gefa því tignar- legan svip. — Að sjálfsögðu mundu okkar færu teiknarar keppa um ráðhús Keflavíkur, frá öllum sjónarmiðum, en J)ó frekast þeim hagkvæmu. Hvar á ráðhús Keflavíkur að vera? Það er eðlileg spurning. Um það hefi ég gamla ákveðna skoðun. Staðurinn er sunnanmegin Tjarnargötu, á öllu óbyggða svæðinu milli Sólvallagötu og Suðurgötu. Suðurhliðina á að fella inn í skrúðgarð- inn (Minjagarðinum, sem áframhald og úti henta byggðasafns) á einhvern fallegan hátt. Fyrir framan húsið, hinumegin við Tjarnargötu verður Ráðhústorgið, því þar er raunverulega mikið autt svæði, því á öllu svæðinu norður að Aðalgötu standa ennþá færanleg smáhýsi. Þar er einnig staður fyrir samkomuhús með nægum bílastæðum fyrir báðar þessar stórbygg- ingar. Allt veltur á framsýni [reirra manna sem þessum málum stjórna, að láta ekki skammsýna kröfuhörku einstaklinga, setja steinsteypu íbúðarhús á þessi svæði sem litlu gömlu húsin hafa verndað til þessa dags. Við skulum ekki lenda í rifrildisforaði um ráðhúsið eins og Rcykvíkingar, þegar jafn ágætur staður er til eins og þessi. Við skulum heldur ekki láta Reykvíkinga (skipulagsbáknið) segja okkur um of fyrir verkum. Það er ekki rúm hér til að telja upp allar skipulags yfirsjónir í Keflavík, sem allar eiga sameiginlegt skammsýni og þröngsýni — og eru nú smátt og smátt að koma í ljós, með niðurbrotnum görð- um og tröppum mjóum götum og skökk- um húsum,, og algjöru plássleysi fyrir farartæki og fólk. Ég vil hér með skora á bjartsýna menn í bæjarstjórn að skipa nú þegar sérstaka ráðhúsnefnd, af framsýnum áhugamönn- um, er taki málið strax upp; og vinni rösklega að því í umboði bæjarstjórnar- innar. Hclgi S. Keflavík - Suðurnes Hef opnað trésmíðavinnu- I: stofu á Hringbraut 81. — ; Smíða innréttingar, hurðir, I; glugga o. fl., á mjög hag- |l stæðu verði. Einar Þorstcinsson Sími 681.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.