Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1957, Blaðsíða 5

Faxi - 01.10.1957, Blaðsíða 5
F A X I 89 Akranes - Keflavík 4:2 Sunnudaginn 22. sept. s.l. var háður knattspyrnuleikur á grasvellinum í Njarð- vík milli Islandsmeistaranna frá Akranesi og Keflvíkinga. Akurnesingar mættu til leiks með alla Islandsmeistarana að ein- um undanskildum, en Keflvíkingar tefldu fram úrvalslyði I. B. K. I fyrri hálfleik voru Akurnesingar meir í sókn en þó náðu Keflvíkingar hættu- legum sóknarlotum. Staðan í hálfleik var sú, að Akurnesingar höfðu skorað 3 mörk en Keflvíkingar 1 mark. Tvö af mörk- unum, sem Keflvíkingar fengu í fyrri hálfleik, voru mjög slysaleg og hefði mark- maður átt að verja þau auðveldlega. I síðari hálfleik sóttu Keflvíkingar sig mjög og voru þeir meirihluta hans í sókn. Þó tókst þeim ekki að skora, nema einu sinni, þrátt fyrir góð tækifæri. Akurnesingar settu einnig eitt mark í þessum hálfleik. Urslit leiksins urðu því 4:2 fyrir Akra- nes og voru það sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. Hiklaust má telja þennan leik þann bezta, sem Keflvíkingar hafa nokkru sinni leikið og þrátt fyrir það þó hinir sigursælu Akurnesingar sigruðu, nia telja þennan leik stórsigur fyrir kefl- víska knattspyrnu. (Þess má geta hér til gamans að hálfum mánuði seinna léku Akurnesingar við úrvalslið Reykjavíkur og sigruðu Akurnesingar þá með 5 mörk- um gegn engu). Sólarlagsvísur vorið 1957 Er að síga í útnorðri eygló fögur þessa dagsins. Allir menn á íslandi elska dásenid sólarlagsins. Geisla prýðir gullslituð guðs af náðar sprottin fræi. Alvalds dýrðin uppmáluð, er í þessu sólarlagi. Sigurður Magnússon Sóleyjan Sóley túna litar lönd — ljómi fægir náltúrunnar Inn lil dala og út við strönd eru breiður hennar kunnar. Það er blíður þjóðhátíðar þessi dagur æ hér ríkir unaðsbragur eflist Keflavíkur hagur. S. M. Stórbruni í Keflavík. A sunnudagsmorguninn, þ. 6. okt., varð stórbruni í Keflavík, er Hraðfrystistöð Kefla- víkur varð fyrir miklum skemmdum af eldi. Kl. 8 um morguninn var Slökkviliðið í Kefla- vík kvatt á vettvang og kom það með einn bíl og dælu, auk þess sem slökkvilið Kefla- vikurflugvallar kom á staðinn með tvo stóra bíla. Þegar slökkviliðið kom að Hraðfrystistöð- inni, hafði sýnilega logað lengi, enda var eldurinn kominn út um glugga hússins. Skömmu síðar féll svo húsið. Vinnusalur og móttökusalur voru orðnir alelda og líka hafði eldur komizt í vélasalinn. Var dælt vatni í vélarnar og tókst þannig að bjarga þeim frá stórskemmdum. Slökkviliðinu heppnaðist að verja frysti- klefa, en þó urðu allmiklar skemmdir af vatni. Verður að öllum líkindum að rífa þá að mestu, þar sem vatn mun hafa komizt í ein- angrunarkerfið. Ein frystivélin, sem frystir stærsta klefann, er komin í gang að nýju og teljandi skemmdir urðu ekki á hinum frystivélunum. Slökkvistarfið stóð yfir mest allan sunnu- daginn, enda tafði stormur nokkuð. Hins vegar var nægur sjór til að dæla á eldinn fyrir hendi. Ovíst er um upptök eldsins. Enginn maður var í húsinu frá því á laugardagskvöld er vinnu var hætt. Engar vélar voru heldur í gangi og mun málið vera í rannsókn. Tjón er talið vera mjög mikið. Gagnfræðaskólinn í Keflavík var settur í kirkjunni 2. okt. Um 220 nem- endur verða í skólanum í vetur, en það er allmiklu fleira en síðastliðinn vetur. Skól- inn starfar í 9 deildum og er ein þeirra til húsa i Sjálfstæðishúsinu. Helztu breytingar á kennaraliði skólans eru, að þeir Gunnar Gunnlaugsson, Hermann Guðmundsson og Guðmundur Norðdahl létu af störfum, en að skólanum komu Sigfinnur Sigurðsson, Björn Guðnason og Jens Tómasson. Gerður Sigurðardóttir kennir nú aftur við skólann í stað Þórveigar Sigurðardóttur, sem ann- aðist handavinnukennslu fyrir Gerði síðast- liðinn vetur. Séra Björn Jónsson mun nú aftur kenna kristinfræði. Að öðru leyti er kennaraliðið óbreytt. Skólinn mun starfa með sama hætti og verið hefur, en gert er ráð fyrir, að kennsla í leikfimi geti byrjað í vetur, er íþróttahúsið við barnaskólann verð- ur fullgert, en það hefur verið í smíðum undanfarin ár. Utsölustaðir Faxa utan Keflavíkur: Keykjavík: Söluturninn við Arnarhól. Hafnarfjörður: Verkamannaskýlið. Grindavík: Útibú Kaupfélags Suðurnesja. Sandgerði: Kaupfélagið Ingólfur. Á Vatnsleysuströnd annast Viktoría Guð- mundsdóttir, fyrrverandi skólastjóri, útsölu blaðsins. I Garði og Lciru: Sigurður Magnússon í Valbraut. I Keflavík fæst Faxi á eftirlöldum stöðum: Bókabúð Keflavíkur, Verzlun Danivals Danivalssonar, Verzlun Þórðar Einarssonar, í bryggjuviktarskúrnum og í Matstofunni Vík. Umdæmisstúkan. Akveðið hefir verið, að haustþing Um- dæmisstúku Suðurlands verði haldið í Kefla- vík þann 10. nóvember. Samnorrænu sundkcppninni lauk 15. sept. Þátttaka í keppninni var minni en síðast. I Sundhöll Keflavíkur syntu 662 Keflvíkingar og 377 utanbæjarmenn eða alls 1039 manns. Innlónsdeild Kaupfélags Suðurnesja greiðir yður 6V2% innlánsvexti. Avaxlið sparifé yðar hjá okkur. Kaupfélag Suðurnesja Innlánsde'ld. HEKLU barnaúlpur í miklu úrvali. Grillon Mcrinó ullargarn. — Lopi. — Band. Kaupfélag Suðurnesja vefnaðarvörudeild.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.