Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1957, Blaðsíða 7

Faxi - 01.10.1957, Blaðsíða 7
F A X I 91 Nætur- og hclgidagalæknar í Kcflavíkur- Iicraði í októhcr 1957: 30. sept til 4. okt. Guðjón Klemensson. 5.—G. okt. héraðslæknir. 7.—11. okt. Bjarni Sigurðsson. 12.—13. okt. Guðjón Klemenzson. 14.—18. okt. Björn Sigurðsson. 19.—20. okt. Bjarni Sigurðsson. 21.—25. okt. héraðslæknir. 26.—27. okt. Björn Sigurðsson. 28. okt til 1. nóv. Guðjón Klemenzson. Síldvciðarnar fyrir norðan. Þann 19. júní bárust fyrstu síldveiðifregn- irnar frá Norðurlandi, að Norðmenn. væru að fylla skip sín þar nyrðra og sigla þeim hlöðnum til Noregs, meðan Islendingar væru enn í rólegheitum að útbúa sín skip til síld- veiðanna. Við fregn þessa varð uppi fótur og fit í verstöðvunum hér sunnanlands og allir þeir bátar, sem tilbúnir voru, lögðu strax á stað norður, en við hina var unnið nótt og dag. Fyrstu bátarnir, sem komu á síldarsvæðið, þar sem Norðmennirnir voru að veiðum, fengu tvo til þrjá farma i fyrstu hrotunni, og varð útkoman hjá þeim mun betri á sumrinu en hjá hinum, sem seinna komust til veiðanna og misstu af fyrstu síldinni, enda varð aldrei framar á sumrinu jafn góð og almenn veiði. Mæltum við af þessu læra, að nauðsynlegt er að hefja síldar- leit með flugvélum mun fyrr og kappkosta, að hafa bátana einnig fyrr tilbúna en verið hefir fram að þessu. Fjárhirðing. I sumar lét Keflavíkurbær girða af bæjar- landið fyrir ágangi búfjár, sem fram til þessa liefir leikið hér lausum hala í húsa- görðum almennings og eyðilagt vilja hans og viðleitni til þess að koma sér upp trjá- og blómareitum kring um hýbýli sín. Það er því mikið gleðiefni, að bærinn skuli hafa komið þessu nauðsynjamáli í framkvæmd, enda vænta mcnn sér mikils af girðingunni þegar hún er fullgerð. Iþróttasvæði vígt. I sumar var vígt íþróttasvæði Njarðvíkur og um leið tekinn í notkun knattspyrnu- grasvöllur, sem talinn er einn hinn bezti sinnar tegundar hér á landi. Við þetta tæki- færi flutti formaður félagsins, Ólafur Sigur- jónsson ræðu, sem verður birt hér í blaðinu síðar. Ilcilbrigðisfulltrúi. Fyrir skömmu tók til starfa hér í Kefla- vik ný grein hinnar opinberu þjónustu. Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisnefndar og bæjarstjórnar hefir nú tekið til starfa heil- brigðisfulltrúi, er hafi yfirumsjón með heil- brigðiseftirliti bæjarins og sjái um fram- kvæmd þess. Starf heilbrigðisfulltrúa í ört vaxandi bæ cins og Keflavík, sem vissulega hefur í mörg horn að líta, er viðtækt, þýð- ingarmikið og nauðsynlegt. Helgi S. Jóns- son, sem um langt skeið hefir unnið að þess- um málum í hjáverkum, hefir nú verið ráð- inn heilbrigðisfulltrúi Keflavíkur og er hann nú tekinn til starfa. Aðspurður segir Helgi, að alll það, sem verða megi til fegrunar bæjarins heyri undir starf fulltrúans og því séu sér allar tillögur þar að lútandi mjög kærkomnar. Skrifstofa heilbrigðisfulltrúa er að Hafnar- götu 27, uppi, og er siminn þar 420 B, Verður skrifstofan fyrst um sinn opin frá kl. 9—12 og kl. 17—19. Trcsmiðavinnustofa. Einar Þorsteinsson hefir opnað nýja tré- smíðavinnustofu á Hringbraut 81 í Keflavík. Flatarmál verkstæðisins er um 100 fermetrar og er þar rúmgóður vinnusalur, nýr og skemmtilegur vélakostur og má þar m. a. nefna brýningarvél til þess að brýna hjól- sagarblöð og tennur í þykktarhefla. Ætti að verða mikill hægðarauki að þessari vél hér í Keflavík, því að fram að þessu munu menn hafa þurft með slík tæki til Reykja- víkur, ef þau þurftu að brýnast. Nú geta menn fengið þessi tæki sín brýnd á verk- stæðinu hjá Einari Þorsteinssyni. Eins og auglýsing frá fyrirtækinu á öðrum stað hér í blaðinu ber með sér, þá eru þar aðallega smíðaðar eldhúsinnréttingar, hurðir og gluggar. Kominn licim. Sóknarpresturinn, sr. Björn Jónsson, er nú kominn heim frá þýzkalandi, en þar hefir hann dvalizt við nám síðan í október í fyrra. Lætur presturinn mjög vel af dvöl sinni í Þýzkalandi, er hann segir að hafi verið í alla staði hin ánægjulegasta. Bréf scnt Faxa. Vill blaðið gjöra svo vel að koma eftir- farandi fyrirspurnum á framfæri: 1. Er leyfilegt að ala upp hunda, sem ganga lausir á götum bæja eins og Keflavík? Sé svo ekki, hvers vegna er þá ekki reynt að koma í veg fyrir þetta, og menn látnir sæta ábyrgð lögum samkvæmt. Eða getur það verið, að hvorki lögregla eða heil- brigðiseftirlitið komi auga á þessa hunda, sem æða hér um göturnar með háværu gjammi jafnt á degi sem nóttu. Þessi hundaeign hér í Keflavík virðist nú fara ört vaxandi, en sem sagt, er ekkert við þetta að athuga? 2. Hvað segir lögreglusamþykkt Keflavíkur um kattaeign bæjarbúa og alla þá villi- kattamergð, sem hér er að verða til, og undir þennan lið mætti einnig nefna þá herskara af dúfum, sem hér fylla loftin og svífa yfir vötnunum. Þarf ekki eitthvað að gera í þessum málum nú hið skjót- asta? I sumar var mér oft gengið fram lijá barnaleikvellinum milli verkamannabú- staðanna í Keflavík. Má segja, að völlur þessi hafi verið vel staðsettur og tillölu- lega vel hafi verið að honum búið. Hann hefir líka um árabil komið í góðar þarfir, þar sem fjölmörg barnaheimili hafa verið búsett þar í nágrenni, enda hefir oft mátt sjá þar stóra hópa af frjálslegum börn- um, sem hafa kunnað að meta gildi vall- arins til alls konar leikja. En sem sagt, þannig var þetta, en í sumar fanns.t mér þetta vera með allt öðrum blæ og það er einmitt þess vegna að ég vil gera þetta að umtalsefni. Nú sýnast mér smábörnin hafa orðið að víkja af þessum blessaða leikvelli sínum, vegna uppivöðslusamra unglingsdrengja, sem virðast hafa lagt undir sig þennan vígða reit smábarnanna, eru þar löngum í knattspyrnu eða fara um leikvöllinn á reiðhjólum hópum saman og einu sinni sá ég þar stálpaða drengi á mótorhjólum og virtist mér enginn hafa neitt við þessu að segja. Nú langar mig að biðja Faxa að koma þessum fyrirspurn- um mínum á framfæri, ef það mætti verða til þess, að einhver leiðrétting fengist á þessum málum. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Bæjarmaður. Frainkvæmdir á vcgum Kcflavíkurbæjar Þann 17. ágúst skoðuðu fréttamenn útvarps og blaða nýjar framkvæmdir á vegum Kefla- víkurbæjar. Skrifstofur bæjarins eru nú fluttar í nýtt og vistlegt húsnæði, sem er öll efri hæðin í hinu nýja húsi Aætlunarbifreiða Kefla- víkur, er reist var í fyrra, en eins og kunn- ugt er á bærinn það fyrirtæki, og rekur það sem sjálfstæða stofnun. Er húsið 135 ferm. að flatarmáli á tveimur hæðum. Neðri hæðin öll er notuð fyrir áætlunarbifreiðarnar, en eins og fyrr segir eru skrifstofur bæjarins á efri hæð hússins og er þar einnig skrif- stofa sjúkrasamlags Keflavíkur. Allt tréverk er unnið á verkstæði Þórar- ins Ólafssonar og er það allt smekklegt og vandað. Teikningar gerði Gunnar Þ. Þor- steinsson. Ónnur vinna við bygginguna er unnin af keflvískum fagmönnum, sem allir virðast hafa leyst verk sitt vel af hendi hver á sínu sviði. Næst var skoðað áhaldahús bæjarins sem er ný og nokkuð stór bygging. Er þar undir sama þaki viðgerðarverkstæði véla og vinnutækja bæjarins og geymsla annarra áhalda, og svo steina og rörasteypan, þar sem t. d. eru framleiddir hellusteinar í gangstéttir bæjarins og svo skólprörin. Verkstjóri bæjarins, Guðni Bjarnason út- skýrði fyrir bæjarstjóm og blaðamönnum þá starfsemi, er þarna fer fram.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.