Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 2

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 2
98 F A X I Svar við hréfi Ólafur Sigurjónsson. látið sér skiljast, að örvandi hönd þeirra hvetur hina yngri til starfa, í félagsmál- um sem þessum. Það er í rauninni viður- kenning á starfi þeirra. Iþróttasjéjður mun leggja fram 30% af kostnaðarverði, en alls munu vallarfram- kvæmdirnar kosta nú um 450 þúsund kr. Stærð grasvallarins er 105 metra langur og 70 metra breiður með 400 metra langri hlaupabraut, 5 metra breiðri, auk þess stökkgryfjur, einnig malarvöllur í bygg- ingu 60X100 metrar, búið er að keyra ofan í hann aðal undirlag. Gísli Halldórsson arkitekt teiknaði vellina og hafði tæknilega yfirumsjón verksins. Olafur Sigurjónsson sá um framkvæmd og verkstjórn. Eg vil fyrir hönd Ungmennafélagsins færa Þorsteini Einarssyni íþróttafulltrúa sérstakar þakkir okkar fvrir hjálpfvsi hans og velvilja í þágu þessa verks. Iþróttavallarnefnd og öllum þeim er hér hafa verið nefndir og öðrum, sem á einn eða annan hátt hafa greitt götu þessa verks og unnið hér virkum höndum, vil ég færa innilegustu þakkir. Kvenfélagið í Njarðvík hefur nú fyrir skömmu afhent okkur að gjöf kr. 10.000,00 til íþróttavallarins. Ég hef í stórum dráttum rakið tildrög þess að við nú fjölmennum hér. Einum áfanga, eins og ég gat um áðan, í starfi Ungmennafélagsins, er náð, að vissu marki og við fögnum því í dag. Við mína Ungmennafélaga vil ég segja þetta: Bætt íþróttaskilyrði krefjast aukins íþrótta- í síðasta blaði Faxa, er nokkrum spurn- ingum heint til heilbrigðiseftirlitsins í Keflavík, varðandi hunda, ketti og dúfur. Það er bæði sjálfsagt og kærkomið að svara þessum fyrirspurnum svo greinilega sem verða má og veita frekari upplýsingar um fyrirhugaðar aðgerðir. I heilbrigðissamþykkt fyrir Keflavíkur- kaupstað segir svo, í VII. kafla, 35. gr.: „Allt hundahald er bannað i Kefla- víkurkaupstað". Nokkur önnur ákvæði eru um húsdýr og alifugla til nytja, en engin sérstök ákvæði um ketti eða dúfur. 1 lögreglusamþykkt fyrir Keflavíkur- kaupstað, VIII. kafli, 70. grein, segir svo: „Hundahald er bannað í Keflavík, nema með sérstöku leyfi. Skyldur er hver hundaeigandi að hafa helsi á hundum sínum með áletruðu Kvík og tölu. Bæjarsjóður útvegar merkispjöldin, en lögreglustjóri afhendir þau eigend- um hundanna, gegn greiðslu andvirðis þeirra, sem rennur í bæjarsjóð. Hver hundur, sem ekki ber slíkt helsi eða fylgir utanbæjarmanni, er réttdræpur, ef eigandi hirðir hann ekki og greiðir áfallinn kostnað innan viku eftir að hundurinn hefur verið aug- lýstur.“ I fjórum greinum öðrum, í sama kafla lögreglusamþykktar, eru nánari ákvæði um hunda og meðferð þeirra, svo sem sektarákvæði fyrir brot á settum reglum. 1 lögreglusamþ. eru nokkur önnur ákvæði um húsdýr og meðferð þeirra, en engin bein ákvæði um ketti og dúfur. Hvað hundunum viðvíkur verður leit- ast við að framfylgja settum reglum svo fljótt sem geymsluhúsiiæði fyrir lausgang- andi hunda er fengið. Öllum þeim sem lífs, og færa fram þá ósk, að við verðum öll samtaka um það, að halda þessum íþróttavelli í góðri hirðu sjálfum okkur, íþróttunum og byggðarlaginu til sóma. Að svo mæltu afhendi ég Ungmenna- félagi Njarðvíkur íþróttavöllinn og lýsi því yfir að íþróttaleikvangur Ungmenna- félagsins er tekinn til starfa. Æska Njarðvíkur, já, æska Suðurnesja, vertu velkomin til leiks, hér á þessum stað, um ókomin ár. ætla sér að eiga hunda her því að merkja þá og láta skrásetja og kynna sér nánari ákvæði um meðferð þeirra. Allir hundar sem ekki hafa góða eigendur, eða enginn sinnir um, verða því teknir úr umferð. Um ketti eru engin bannákvæði finnan- leg. Frá heilbrigðis- og siðferðilegu sjónar- miði er ekki unnt að láta heilan skara umhirðulausra katta, alast upp í útihús- um og á flæking um bæinn. Fjölgun katta er svo ör að til vandræða getur horft áður en varir. „Bæjarmaður“ og aðrir bæjarmenn ættu að hafa það í huga að það er vandaverk að dæma ketti til dauða, sumir fóðra ketti um tíma í útihúsum bæði af góðvild og til rottuvarna, og oft er erfitt að ákveða hvort um húskött í ævintýraleit er að ræða eða flækingskött. Reynt verður að fara bil beggja, lofa fólki sem hirðir um ketti sína að hafa þá, en láta flækingskettina hverfa. Mikilsverð að- stoð í þessu er að tilkynna lögreglunni dvalarstaði flækingskatta, þegar fullvissa er fengin um að svo sé. Verra er við dúfurnar að eiga. Fjöldi unglinga elur upp dúfur og fara margir vel með þær og gæta þeirra vel, en aðrir verða kærulausir og missa þær úr vörslu og þannig myndast flækingsdúfur. Sum- um þvkja dúfur skaðræðisgripir mestu og geta þær verið það. I Reykjavík hefur herferðin gegn dúfunum reynst erfið og kostnaðarsöm og árangur ekki þar eftir. Til gamans má geta þess að í stórborg- unum London og Róm, eru heil torg, þar sem er arðvænlegur atvinnuvegur að selja vegfarendum korn til að gefa umhirðu- lausum dúfum. I Keflavfk höfum við ekkert dúfnatorg og ef til vill önnur sjónarmið á þessum friðarins fugli. Að sjálfsögðu mun lögreglan og heilbrigðis- eftirlitið kynna sér árangur og aðferðir annarra og framkvæma það sem tiltæki- legt þykir. Rétt er að brýna það fyrir unglingum þeim, sem eiga dúfur að gæta þeirra vel, annars getur svo farið að heimt- urnar verði slæmar einhvern daginn. Ég vil svo fyrir hönd heilbrigðiseftir- litsins þakka „Bæjarmanni" fyrirspurn- ina og vinsamlegar ábendingar. Allar ábendingar eru með þökkum þegnar og allt samstarf við fólkið í bænum, til að bæta úr því sem miður fer, er sérstaklega kærkomið. Helgi S. Jónsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.