Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 4

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 4
100 F A X I MINNING: Guðni Jónsson, vélstjóri Leiðir okkar hér í heimi liggja oftast þannig, að við sjáum skammt fram og sjaldnast lengra en að næsta leiti. Mér var því, er ég ræddi við Guðna Jónsson um hádegisbilið 17. okt. s.l., það fjarri huga, að nú væri okkar skilnaðarstund komin og að við ættum eigi oftar að hittast hérna megin tjaldsins. En sú varð þó raunin. Sá sorglegi atburður gerðist að kvöldi þess sama dags er Guðni var á leið heim frá vinnu á hjóli, að bifreið ók með ofsa- hraða aftan á hann með þeim afleiðing- um, að hann lézt að morgni næsta dags. Guðni Jónsson var fæddur að Steinum undir Eyjafjöllum 3. jan. 1906. Hann var sonur hjónanna Jóns Einarssonar bónda í Steinum og konu hans Jóhönnu Magnús- dóttur. Olst Guðni upp við fátækt mikla og erfiðleika. Börnin voru átta og þar við bættist heilsuleysi föður hans. En hann veiktist í byrjun búskaparára sinna og var farlama maður upp frá því alla tíð. Hér voru því erfiðar heimilisástæður og reyndi nú mjög á þrek og þolgæði hús- móðurinnar. En henni tókst með sér- stæðri þrautseigju og hetjulund að forða því að heimilið yrði leyst upp eins og þá var algengt undir slíkum kringumstæð- um. Og þeim hjónum tókst, þrátt fyrir fátækt, heilsuleysi og aðra erfiðleika að skapa börnum sínum uppeldi, er var þeim hollt veganesti út í lífið og starfið. Föður sinn missti Guðni á ellefta ári, en móðir hans hélt áfram búskap næstu útvega fræga erlenda listamenn sem heim- sækja landið og einnig íslenzkt listafólk. I ráði er að byrja með glæsilegum hljóm- sveitartónleikum í nóvember og að efna til fjölbreyttra kirkjutónleika um jólin. Heitum við á Keflvikinga að styrkja þessi mál eins vel og hingað til, með því að gerast styrktarmeðlimir, svo að tón- listarmál bæjarins haldi áfram að þróast og þroskast, bæjarfélaginu til álitsauka og öllum bæjarbúum til gagns og ánægju. Guðm. Norðdahl. ár. En 1919 fluttist hún til Vestmanna- eyja með heimili sitt. Svo sem að líkum lætur vandist Guðni snemma vinnunni, fyrst heima að Stein- um og síðar er til Vestmannaeyja kom. Sextán ára gamall byrjaði hann sjó- mennsku og snemma varð hann vélstjóri á vélbátum, og síðar formaður nokkur ár. En eftir að hann hætti formennsku gerðist hann vélstjóri á ný og stundaði það starf með dugnaði og trúmennsku til æviloka. Frá Vestmannaeyjum flutti Guðni til Keflavíkur 1933 og átti hér heima síðan. Fyrstu árin hér var Guðni skipstjóri, á v.b. Framtíðinni, en síðan vélstjóri á v.b. Heimi, og þar vann hann síðustu störfin við að undirbúa næstu vetrarver- tíð. Guðni var kvæntur Karólínu, dóttur Kristjáns Jónssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur í Holti í Keflavík. Þau eignuðust fimm börn. Tvö þeirra, Jóhanna og Gunnar, eru búsett í Keflavík, Karl Steinar stundar nám við Kennaraskólann og tvær stúlkur, yngstar barnanna, Selma og Olavía eru heima í foreldrahúsum. Með Guðna Jónssyni vélstjóra er fall- inn í valinn einn af okkar fáu en dug- miklu sjómönnum. Hann hefði að sjálf- sögðu getað fengið störf í landi, en hann kaus þau heldur á sjónum, þar fann hann sig bezt, sjómennskan var honum í blóð borin. Eins og áður er frá skýrt, kynntist Guðni snemma fátæktinni og þeim erfið- leikum, er henni jafnan fylgja. Hann skildi því mæta vel gildi félagslegra sam- taka og skipaði sér snemma þar í raðir, er hann mátti aðstöðu sinnar vegna. Hann var félagi Vélstjórafélags Keflavíkur og tók þátt í störfum þess, einkum hin síðari árin. Við ræddum oft um verkalýðsmálin og gildi þeirra og síðasta samtal okkar, dag- inn sem hann slasaðist var einmitt á þess- um vettvangi. Hann var ekki einn af þeim, sem halda að allar umbætur sé hægt að fá á einum degi. Hann skyldi að þróun góðra hugsjóna þarf sinn tíma og að þær umbætur verða oftast haldbeztar, sem náðst hafa með langri þróun og þraut- seigri baráttu. Um leið og við samferðamenn og fé- lagar kveðjum Guðna Jónsson og þökk- um honum ávallt ánægjulegt samstarf, færum við konu hans, börnum og öðr- um ættingjum innilegustu samúðar- kveðjur. Guðni Jónsson var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 25. okt. .sl. Ragnar Guðleifsson. Meistaraflokkur K.F.K. 1957. Myndin er af liði Knattspyrnufélags Kefiavíkur, sem sigraði í vor- og haustmóti Suðurnesja og Keflavíkurmótinu í knattspyrnu 1957. — Efri röð frá vinstri: Ragnar Árnason, Margeir Ásgeirsson, Gunnar Albertsson, Sig. Albertsson, Þórhallur Helgason, Garðar Pétursson, Stefán Ólafsson. Fremri röð frá vinstri: Stefán Bergmann, Svavar Færseth, Heimir Stígs- son, Páll Jónsson og Skúli Fjalldal.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.