Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 5

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 5
F A X 1 101 Marfa Valgerður Jónssdóttir: Minningar frá Keflavík Spölkorn fyrir vestan hús Guðnýjar Ólafsdóttur (sjá Faxa XVI, 2. tbl.) var fornfálegur torfbær. I þeim bæ hafði búið um nokkur ár Magnús Guðnason, nafn- kenndur formaður og sjósóknari og kona hans Rannveig Sveinsdóttir. Höfðu þau flutt til Reykjavíkur 1898, var bærinn í eyði frá því að þau fluttust þaðan og fram yfir aldamót. En Rannveig fluttist eiginlega aldrei úr Keflavík. Vinir hennar og grannar sáu um það. Hennar var minnst seint og snemma og þannig kynntist ég henni þótt ég sæi hana aldrei. Það stóð sérstakur ljómi um nafn Rannveigar, hver sem hana nefndi og allar voru þær minningar um hana á einn veg. Hún var bæði glöð og góð, ráðsnjöll, starfsöm og vel gefin, en um- fram allt hin fórnfúsa kona, sem allra vandræði vildi leysa. Minningarnar um hana vöktu góðvild og gleði, er speglað- ist svo fagurlega í svip og yfirbragði sögu- manna. Þannig lærði ég að dá hana og sakna hennar. Allir söknuðu hennar, jafnvel gamli bærinn hennar hlaut að hafa orðið svona hrörlegur eftir að hún fluttist burtu. Eða svo fannst mér. Það lætur að líkum að órofa vinátta hélst milli Rannveigar og keflvískra vina hennar allt til endadægurs, og eftir að samgöngur við Reykjavík urðu greiðari, einkum eftir að bílarnir komu til sög- unnar urðu fundir tíðari. Guðný Olafsdóttir var sambýliskona Rannveigar er hún bjó í Keflavík, stóðu bæir þeirra saman, voru þær tryggðavin- konur alla ævi síðan. Guðný sagði mér eitt sinn frá yndis- legri skemmtiferð, er þær fóru saman vinkonurnar. Hafði Rannveig boðið henni °g fleiri vinkonum sínum í Keflavík út að Gerðum í Garði einn fagran sumar- dag. Kom Rannveig í einkabíl innan úr Reykjavík til Keflavíkur, sótti þær vin- bonurnar og var svo haldið sem leið lá ut í Garð. Sveinn sonur Rannveigar var þa kaupmaður í Gerðum. Var þeim búin þar ríkuleg veizla og nutu þær dagsins t rikum mæli um leið og þær röktu minn- ingar liðinna daga. Með barnslegri hrifn- ingu og djúpri nautn sagði Guðný frá þessum skemmtilega degi, sem hún taldi einn með beztu dögum ævi sinnar. Svona var þessari kynslóð lagið að skemmta sér og njóta. Rannveig var Skaftfellingur að ætterni, stóðu að henni ágætar ættir þar eystra. Hún var fædd 20. des. 1850 á Eskifelli í Lóni. Voru foreldrar hennar Sveinn Pétursson bóndi þar og kona hans, Sól- veig Bjarnadóttir bónda á Fossi og Heiði á Síðu, Einarssonar. Fluttust þau hjón, Sveinn og Sólveig, nokkrum árum síðar suður til Keflavíkur og bjuggu þar síðan. Sólveig var ljósmóðir í Keflavík og Garði, f. 17. sept. 1828, d. 20. apríl 1899 í Reykjavík. Hún var mikils metin kona, sem allir þar syðra dáðu sakir mannkosta og ágætra hæfileika. Alsystir hennar var Gróa, kona Sveins í Bárugerði á Miðnesi, dóttir þeirra var Olöf kona Þórarins Arna- sonar sýslumanns í Krísuvík Gíslasonar. Þau Ölöf og Þórarinn bjuggu lengi í Herdísarvík. Olöf var fyrsta kona hér á landi, er lærði esperanto, og á því máli skrifaðist hún á við fjölda fólks víðsvegar um heim. Sveinn, maður Sólveigar, var einnig Skaftfellingur að ætterni, sonur Péturs bónda og handritaskrifara á Bæ í Lóni, Sveinssonar prests og prófasts síðast í Berufirði, Péturssonar spítalahaldara á Hörgslandi, Sveinssonar. Þau hjón, Sól- veig og Sveinn, voru þremenningar að frændsemi og í þann ættlegg komi'n frá nafnkenndum ágætishjónum, Gísla Þor- steinssyni bónda á Arnardrangi og Geir- landi á Síðu um og eftir Skaftárelda og fyrstu konu hans, Rannveigu Þorgeirs- dóttur bónda á Arnardrangi, Oddssonar. Er þeirra beggja að góðu getið í ævisögu Jóns prófasts Steingrímssonar. Um Rann- veigu segir hann að hún — „og kona mín sæla voru einar þær beztu vinkonur til dauðadags.“ Það er mikill og merkilegur ættbogi kominn frá þeim Rannveigu og Gísla og þó ekki síður frá Rannveigu og Salomon, fyrri manni hennar, en Salomon var bróðir Gísla og þurfti konungsleyfi til síðara hjónabands Rannveigar þar eð Gísli var mágur hennar. Dóttir Rann- veigar af fyrra hjónabandi var Sigríður móðir Eiríks sýslumanns Sverrissonar. Börn þeirra Rannveigar Sveinsdóttur og Magnúsar Guðnasonar voru sex, eru þrjú á lífi: Sveinn, áður nefndur, er var um skeið kaupmaður í Gerðum í Garði, Sólveig iðnaðarkona og Friðrik, stórkaup- maður, öll í Reykjavík, hin þrjú voru: Páll, lézt á barnsaldri, Magnús, lærði stýrimannafræði, var í siglingum á erlend- um skipum, hann drukknaði við Kali- forníuströnd, og Guðrún, andaðist í Winnipeg. Rannveig Sveinsdóttir andaðist í Frú Rannveig Sveinsdóttir, Sveinn, Sólveig, Friðrik, Magnús Guðnason.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.