Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 6

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 6
102 F A X I Reykjavík 4. apríl 1939 en Magnús maður hennar lézt 24. febrúar 1927, en hann var fæddur 29. ágúst 1851 í Reykjavík, sonur Guðna formanns í Miðholti í Reykjavík, Einarssonar og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur. Rétt eftir aldamót fluttist í bæ þeirra Magnúsar og Rannveigar Hjörtur Ey- steinsson og með honum ráðskona hans, Jóhanna Jónsdóttir, bjuggu þau þar til æviloka. Hjörtur var f. 6. ágúst 1859 á Gljúfri í Olfusi. Voru foreldrar hans Eysteinn Hjartarson bóndi þar og kona hans, Mál- fríður Guðmundsdóttir. Hjörtur, afi Hjartar i Keflavík, hafði einnig búið á Gljúfri, hann var Eysteinsson og hafði sá Eysteinn búið á Bakka í Ölfusi, var hann fjórði maður í beinan karllegg frá Magnúsi lögréttumanni á Arbæ í Holt- um, bróður Þorleifs lögmanns. Málfríður móðir Hjartar flutti á efri árum suður í Keflavík til sonar síns og dvaldist hjá honum til æviloka. Hún var myndarleg kona í sjón, hæglát og stilli- leg í framkomu. Hún mun hafa kynnst örfáum þar syðra. Hún var fædd 6. okt. 1832 á Torfastöðum í Grafningi. For- eldrar hennar voru Guðmundur Jónsson og kona hans Vigdís Olafsdóttir, er síðar bjuggu í Tungu í Grafningi. Málfríður andaðist í Keflavík 10. júlí 1915. Hjörtur mun hafa verið vel greind- ur, átti hann talsvert af bókum. Veit ég það af því að faðir minn fékk stöku sinn- um lánaðar bækur hjá honum. Faðir minn leit inn til hans öðru hvoru, en aldrei man ég eftir að Hjörtur kæmi á heimili foreldra minna. Eg held að hann hafi verið einrænn og fáskiftinn. Hann kvæntist ekki og átti ekki börn. Hjörtur andaðist á Hafnarfjarðarspítala 16. febr. 1939. Jóhanna Jónsdóttir ráðskona Hjartar var fædd 8. júlí 1849 í Laxárdal í Eystri- hrepp. Foreldrar hennar voru Vilborg Einarsdóttir bónda í Laxárdal, Jónssonar og Jón Jónsson systursonur Gests á Hæli, Gíslasonar. Þau bjuggu síðar í Litlagerði og víðar í Grindavík. Jóhanna var alsystir Einars hreppstjóra á Hofi í Garði, síðar um skeið kaup- manns í Keflavík. Voru þau systkin að mörgu ólík því sem fólk er flest, undarleg í háttum og nokkuð hrjúf í daglegri um- gengni, einkum Einar. En greind munu þau hafa verið bæði tvö. Einari tókst það, sem svo fáum hefur tekizt, að koma boðum yfir landamæri lífs og dauða og þar með sanna tilveru sína eftir líkamsdauðann. En það tel ég hiklaust að honum hafi tekizt. Get ég ekki stillt mig um að segja þá sögu hér. Einar varð fyrir bíl á Hafnargötunni í Keflavík, þann 28. apríl 1920 og dó sam- stundis. Síðla sumars 1920 kom hingað til lands enskur miðill Peters að nafni. Hann hélt nokkra fundi í Iðnó fyrir fullu húsi og lýsti þar fjölda fólks, er dáið var og könn- uðust þar flestir við nána vini og vanda- menn. A einum fundinum í Iðnó segir hann eitthvað á þessa leið: ,,Hér kemur maður gangandi inn gólfið, hann ætlar ekki að finna neinn hér, en hann hefur samt brýnt erindi.“ Tekur hann nú að lýsa mann- inum, segir hann hafa haft einkennilega takta og hermir um leið eftir honum svo vel, að ég þekkti þar á augabragði Einar Jónsson fyrrum hreppstjóra. Einn var sá kækur hans, að er hann talaði við einhvern og hafði þótt sér vel takast í orðræðu eða tilsvörum hló hann við og stökk þá eða hóf sig á loft aftur á bak. Voru þessi stökk stundum furðu löng. Mun þessi kækur vera sjaldgæfur ef ekki einsdæmi. Miðillinn hermdi þennan kæk svo vel eftir, að engu var líkara en Einar væri þar sjálfur. Sagði miðillinn að þetta stökk hefði orðið hans bani, því að hann hefði stokkið fyrir bílinn á þennan hátt. Væri hann hingað kominn til þess að segja frá þessu því að ekki mætti falla neinn skuggi á bílstjórann, hann hefði ekki getað afstýrt þessu. Lýsti miðillinn umhverfi Hafnargötunnar í Keflavík svo vel að betur varð það ekki gjört. Síðan spyr miðillinn: „Kannast nokkur hér við þennan mann?“ Eg æd- aði að svara ,því játandi, en heyri þá rödd Þórðar Sveinssonar læknis. „Já, cg þekki hann vel, þetta er hárétt.“ Prófessor Þórður talaði um þetta við mig eftir fund- inn, kom okkur saman um að betur væri ekki unnt að sanna sig eftir líkamsdauð- ann, enda var sönnunargildið þeim mun ágætara þar sem miðillinn var útlendur maður, sem kunni ekki orð í íslenzku. Við réttarrannsókn út af slysi þessu kom í ljós af framburði sjónarvotta, að Einar hafi gengið fyrir bílinn á þann hátt er miðillinn lýsti. Gott drengjahjól til sölu. Upplýsingar á Brekkubraut 7, Keflavík. ÆÐARDÚNSÆNGUR Hinar vönduðu og vinsælu æðardúnsængur á dún- hreinsunarstöð Péturs Jónssonar, Sólvöllum, Vogum, eru ávallt fyrir hendi til sölu. Dúnn og léreft alveg fyrsta flokks. Verðið mun lægra en annarsstaðar. Sendi gegn póstkröfu hvert á land sem er. Æðardúnsængur eru góð gjöf — gullsígildi. SÍMI 17. UM HÁBÆ. TILKYNNING FRA SKRIFSTOFU KEFLAVIKURBÆJAR Utsvarsgreiðendur í Keflavík eru minntir á að greiða útsvarsskuldir sínar og fasteignaskatta nú þegar. Samkvæmt lögtaksúrskurði er upp hefur verið kveðinn verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara fyrir ógreiddum útsvörum og fasteignaskatti þeirra, sem ekki greiða reglulega af kaupi eða hafa samið um lokagreiðslu fyrir ákveðinn dag. BÆJARGJALDKERINN

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.