Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 8

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 8
104 F A X I FAXI Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST- INN PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. Auglýsingastjóri GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 5,00. — Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni. Einstefnuakstur, — götulýsing gera 2 mörk í fyrra hálfleik, án þess að við fengjum nokkurt mark skorað. í síðari hálfleik voru okkar menn meira í sókn og sýndu góðan leik á köflum, en tókst ekki að skora. Endaði þannig þessi síðasti leikur okkar með sigri Færeyinga, 2:0. Eftir leiiknn var okkur boðið til veizlu ásamt leikmönnum og stjórnendum beggja félaganna í Þórshöfn, svo og gestgjöfum okkar, bæjarstjórn og bæjarstjóra. Þarna voru þakin föt með smurðu brauði og gómsætu áleggi ásamt drykkjar- föngum, öli gosdrykkjum og kaffi. Voru þarna margar ræður fluttar og skipzt á gjöfum. Að loknu borðhaldi var svo stiginn dans. Á þriðjudag, síðdegis, var okkur boðið í bílferð um eyjuna og svnt nánasta um- hverfi Þórshafnar. Náttiirufegurð er þarna mikil og nutum við hennar í góða veðrinu. Er við komum aftur úr ferð þessari, bauð formaður B-36 okkur öllum heim með sér til kaffidrykkju. Var nú komið að því, að við skildum við þessa vini okkar, því þetta var brott- farardagur okkar frá Þórshöfn. Kl. 8 um kvöldið áttum við að vera komnir um horð í „Drottninguna“, sem átti að skila okkur heim aftur. Gestgjafar okkar flestra fylgdu okkur til skips, og þar skildum við þetta ágæta fólk, sem hafði í alla staði reynzt okkur sem beztu vinir og munum við lengi minnast þess með þakklæti. Ég hefi nú í stórum dráttum greint frá leikjunum og minnst á nokkur atriði utan þeirra. Þótt margt sé enn ósagt af því, sem við sáum og kynntumst, mun ég fara fljótt yfir sögu með það sem eftir er. Á heimleiðinni var komið við í Klakks- vík og hittum við þar kunningja okkar, frá því í fyrri vikunni. Einnig var komið við í Trangilsvogi og Vogi, sem eru all- stórir bæir á Suðurey. Um hádegisbil föstudaginn 16 ágúst var lagst að bryggju í Reykjavík. Allir vorum við sammála um, að þessi för okkar hefði verið hin ánægjulegasta, og er það von okkar, að við getum á næsta sumri endurgoldið Færeyingum gestrisni þeirra og endurnýjað góð kynni. Að lokum þakka ég félögum mínum úr ferð þessari ánægjulegar samveru- stundir. Hermann Eiríksson. „Enn er andlátsfregn í blöðunum, og að auki svífur fórnarlamb tækninnar í milli heims og helju. I árekstrum og limlestingum er skráð íslandsmet þessa síðustu daga, kann- ske heimsmet, ef miðað er við gamla fólks- fjöldamælikvarðann. — Enginn borgari er svo harðsoðinn, að hann finni ekki til í þcss- um þrautum samtímans; enginn getur heldur horft fram hjá þeirri staðreynd, að umferðin er orðin þjóðfclagsvandamál, sem yfirskyggir sjúkdómsvandræði síðustu áratuga. Menn verða að horfast í augu við stað- reyndirnar. Þær eru, að í skammdcginu, við illa lýstar götur og sálrænt viðhorf öku- manna, er vcgfarandi í lífshættu, þjóðfélagið er hinsvegar ábyrgt fyrir ökutækninni.“ Framanritað stóð í einu dagblaðanna nú fyrir skemmstu og svipaðar frásagnir eru nú daglegt lestrarefni Islendinga, enda ekki óeðlilegt, þa r sem umferðaslysunum fjölgar með liverjum deginum sem líður, og er þessi óhugnanlega staðreynd að verða eitt mesta alvöru- og vandamál þjóðarinnar, sem, eins og í greininni segir, yfirskyggir jafnvcl sjúk- dómsvandræði síðustu áratuga. Sem dæmi um tíðni banaslysa af völdum iingþveitis umferðamálanna, má hér ncfna. að fyrir nokkrum dögum voru 2 minningar- greinar hlið við hlið í einu og sama dagblað- inu um 2 miðaldra menn, sem báðir létu lífið með örstuttu millibili af völdum um- ferðarslysa. A öðrum stað hér í Faxa er minningargrein eftir miðaldra mann, Guðna Jónsson vélstjóra, sem lézt af völdum um- ferðarslyss, er átti sér stað á hinum óupp- lýsta hluta Suðurnesjavegar milli Lands- hafnarhúsanna í Ytri-Njarðvík og Keflavík- ur, en þessi vegarspotti er með réttu talinn einn fjölfarnasti vegur landsins, um það ber öllum saman, er til þekkja. Nú er það svo, að þcssi mikla umfcrðaæð hefir aldrei fengist upplýst. Götulýsing Keflavíkur nær að landamerkjum bæjar- landsins og lengra ekki, eftir það liggur vegurinn um Njarðvíkurland, fram hjá flug- vallarhliðinu og áfram til Reykjavíkur og er engin lýsing á þeirri leið fyn’ en kemur til Hafnarfjarðar. Nú kynnu ókunnugir að spyrja, hvers vegna þurfi fremur að lýsa upp þann hluta vegarins, sem liggur milli Njarðvíkur og Keflavíkur, heldur en veginn í heild. Er þessu fljótsvarað. Þrátt fyrir að Suðurnesjavegur er almennt talinn vera fjöl- farnasti þjóðvegur Iandsins, þá er þó um- ræddur hluti hans langsamlega fjölfarnastur, vegna samgangna milli flugvallarins við Keflavík og nærliggjandi þorp. Lágmarks- krafa ætti því að vera, að vegurinn sé lýstur upp inn fyrir flugvallarhlið og á þeirri leið verði tekinn upp einstefnuakstur. En þá vaknar spurningin, hver eigi að kosta þetta verk. Ymsum mun finnast, að Njarðvíkingar eigi að gera það, þar sem þetta er í þeirra landi, eins og Keflvíkingar gerðu hjá sér. Ekki er þetta óeðlileg tilgáta, en þó hygg ég að liér komi við sögu þriðji aðili og sé honum málið skyldast, en það er ríkið sjálft. Auðvitað telst Suðurnesjavegur til þjóðvega og ætti því ríkið að hafa veg og vanda af honum. En þar sem hins vegar er sannað mál, að einmitt þessi fjölfarni vegur hefir á undan- förnum árum verið hornreka hjá vegamála- stjórn landsins, nokkurskonar Oskubuska hennar, hvað snertir fjárframlög til vega- gerðar og viðhalds vega, þá þarf cnginn að kippa sér upp við það slcifarlag hennar, að láta það bara drasla, og hafa veginn óupp- lýstan meðan annars er ekki bcinlínis kraf- izt. Nú er það hins vegar staðreynd, að á þcssum stutta vegi, frá bæjarlandi Kcfla- víkur til flugvallarhliðsins hafa á tiltölulega skömmum tíma átt sér stað um 20 umfcrða- slys, þar af 2 banaslys. Er liér því um svo alvarlegt mál að ræða, að tafarlaust verður að ráða bót á þessu óhappaástandi. Og hvort sem það nú er hreppur, bær eða ríki, ber ábyrgð á þcssu, þá er það skýlaus krafa almennings til forráðamanna Keflavíkur og Njarðvíkurhrepps að þeir nú þegar láti endurbæta veginn samkvæmt framanskráðu, áður en fleiri sorgartíðindi gerast þar, og komi síðan kostnaðinum yfir á herðar rétt- um aðila. Kuldaúlpur á börn og fullorðna. Ytra-byrði á kuldaúlpur. Kaupfélag Suðurnesja Vefnaðarvörudeild.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.