Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 10

Faxi - 01.11.1957, Blaðsíða 10
106 F A X 1 TILKYNNING Þar sem sérstakt manntal mun ekki fara fram í Keflavík í haust, er brýn ástæða til þess að vekja athygli fólks á eftirfarandi: Skylt er að tilkynna alla flutninga fólks, strax og þeir verða, hvort heldur er: a. flutninga í bæinn, b. fluttninga milli húsa, c. flutniga aðkomumanna úr bænum. Tilkynningarskylda hvílir bæði á þeim sem flytja, svo og á hús- ráðendum sjálfum, ef það bregst að sá, sem flytur, tilkynni sig. Það varðar sektum, ef út af þessu er brugðið. Hefir Hagstofa íslands þegar kært fjölda manns fyrir vanrækslu í þessu efni, og hafa þeir verið látnir sæta sektum. Aríðandi er því, að húsráðendur gæti þess, að þeir sem flutt hafa í húsnæði þeirra, tilkynni sig tafarlaust. Eyðublöð fyrir tilkynn- ingar um aðsetursskipti eru látin í té í skrifstofu bæjarins við Hafn- argötu, þangað ber að senda þau útfyllt. Keflavík, í nóvember 1957. Bœjarstjórinn TILKYNNING FRÁ RAFVEITU KEFLAVÍKUR Eftir samþykkt bæjarstjórnar Kefla- víkur frá 20. maí 1957, má enginn takast á hendur raflagningarvinnu, á eigin ábyrgð, á umráðasvæði Rafveitu Keflavíkur, nema hann hafi áður feng- ið til þess löggildingu stjórnar Rafveitu Keflavíkur. Umsóknir um löggildingu sendist skrifstofu rafveitunnar, Hafnargötu 17, Keflavík, en þar liggja frammi upp- lýsingar um skilyrði til löggildingar. Rafveitustjóri. Auglýsing um sorptunnur í heilbrigðissamþykkt fyrir Keflavíkurkaupstað segir svo: J; IV. kafli, 22. grein. „Hverjum húseiganda er skylt að hafa nægilega !| stór sorpílát, sem komið sé fyrir á þann hátt, að aðgengilegt sé fyrir sorphreinsunarmenn. J Skylt er að ganga þrifalega um sorpílát og skulu !! þau vera með loki. Óheimilt er með öllu að setja í þau mannasaur". !; Við athugun, sem farið 'hefur fram í bænum, ■! kom í ljós að mjög víða vantaði sorptunnur, og ; ennþá víðar vantaði lok á tunnur. Næstu daga !; verður farið með sorptunnur á þá staði, þar sem ■! þær vantaði, svo og lok á tunnur og ber hús- J; ráðendum að greiða þær að kostnaðarverði, sem !; er kr. 130,00 fyrir tunnu með loki, en lok aðeins, kr. 65,00 !; Æski einhver að útvega sér sjálfur sorpílát, er ■ I fullnægir settum skilyrðum, er það að sjálfsögðu ; heimilt. !! Heilbrigðisnefnd Keflavíkur. Heilbrigðisfulltrúinn.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.