Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 5

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 5
F A X I 113 Sjötíu og fimm ára: Sigríður S. Sveinsdóttir stundum í heilan mánuð eða lengur. Núna var það ekki við völd nema í tæpa viku, en veðrið var alveg dásamlegt, hitinn um 30 stig á C. í skugganum, logn og blíða. En svo var draumurinn úti og í morgun er hitinn kominn niður í 5 stig og frost var í nótt. Þetta Indíánasumar er nokkurs- konar íslenzkur „fátækraþurkur“, átti kuldakaflinn að minna Indíánana á að byrja að búa sig undir veturinn, en góð- viðriskaflinn að gefa þeim tækifæri til þess. Vona ég bara, að veturinn verði hvorki mjög langur né strangur. Síðasti vetur var alveg ágætur. Ekki mikill snjór og ekki heldur mjög kalt, en frost getur orðið 40 sig hér, að sögn, það mesta, sem komið hefur, síðan við komum, er, held ég, 36 stig á C. Jæja, Hallgrímur minn, þetta fer nú að verða alltof mikil langloka, og fer þig nú sjálfsagt að iðra, að nokkurn tíma skild- urðu hafa ymprað á því að fá frá mér iínu. En eftir langa þögn er hætt við of miklum orðaflaum. En nú skal ég fara að hætta, bæði sökum þess, að ég er sann- færður um, að þetta er farið að reyna alltof mikið á þolinmæði þína og eins hitt að nú „neyðist“ ég til að fara að horfa á sjónvarpið. Núna stendur nefnilega yfir baseball-meistarakeppnin. Og hef ég aldrei vitað önnur eins læti, það er vart um annað talað. Ég var t.d. á stjórnarnefndarfundi á Elliheimilinu í gær og voru allir yíir sig spenntir, að ég tali nú ekki um yngra fólk- ið. Lið frá New York og Wisconsin eru að keppa, hefur hvort liðið unnið þrjá leiki og er nú úrslitaleikurinn að koma á kl. 10:45 f.h. Mér þótti þessi „basball“ fjarska heimskulegur fyrst, hef samt leikið hann með unglingunum héðan, bæði í sumar- frísskólum, sem ég hef hér og eins í sumar- búðum, sem ég kenndi við í sumar, en var aldrei of hrifnn af honum. Ákvað samt að skrúfa frá sjónvarpinu hérna, þegar þeir hyrjuðu að spila, og viti menn, ég er orðinn mjög spenntur! Ekki kannski alveg eins og ég hefði verið, ef ég hefði horft á þá Kefl- víkingana og ísfirðinga spila, en svona næstum því. Vona ég fastlega, að liðið frá Milwaukee, Wisionsin vinni. Er þetta fyrsta meistarakeppnin, sem þeir taka þátt í, en hinir hafa unnið langoftast allra liða og eru stórríkir. Allt eru þetta auðvitað at- vinnumenn, sem spila, og er kaupið ekki skorið neitt við neglur sér. Ert þú nokkuð að hugsa til vesturfarar? Mér finnst orðið alltof langt, síðan ég sá Keflvíking eða Suðurnesjamann, ekki síð- Sigríður S. Sveinsdóttir. Sigríður S. Sveinsdóttir varð sjötíu og fimm ára 2. des. s.l. Sigríður er fædd í Grindavík, dóttir hjónanna Astríðar Guð- mundsdóttur og Sveins Einarssonar. Hún fluttist 1905 til Keflavíkur og hóf þar búskap með manni sínum, Júlíusi Rjörns- syni, ættuðum frá Hafnarfirði. I Kefla- vík bjuggu þau allan sinn búskap og eignuðust þar 6 börn, sem öll eru á lífi og hefur Sigríður undanfarin ár haft heimili hjá elzta syni sínum, Elintínusi skipstjóra, á Túngötu 16 í Keflavík. Allir sem til þekkja, vita, að Sigríður er góð og vönduð kona, hjálpsöm, barn- góð og greiðvikin. En umfram allt mun hún þó hafa verið trúuð og góð móðir, sem innrætti börnum sínum í æsku reglu- semi og dyggðugt líferni. Eitt af aðaláhugamálum Sigríðar er an hún Móeiður systir mín var hér hjá okkur. Við höfðum mjög gaman að heim- sókn biskupsins og hinna þriggja klerka og prestskvenna. Það færði okkur svo miklu nær landinu góða norður í Atlands- hafi. Landinu, sem okkur verður kærara með hverjum deginum, sem líður. Alltaf var það okkur náttúrlega kært, en aldrei sem nú. Nafnið eitt hefur töfraljóma, sem er eins og yndislegasta hljómlist í eyrum okkar. Það er heilagt og allt, sem því er tengt. Erum við enda búin að kenna dóttur okkar að finna það á landakortinu, bindindismálið. Seytján ára gekk hún reglunni á hönd og hefir æ síðan starfað innan vébanda hennar. Hefir hún þar löngum gegnt þýðingarmiklum störfum, löngum verið þar Kapilán, sem er eitt af áhrifamestu störfum reglunnar. Hún er ein af stofnendum stúkunnar Vík, sem nú starfar í Keflavík, og þar eins og allsstaðar annars staðar, hafa störf hennar einkennzt af skyldurækni og frá- bærri trúmennsku. A sjötíu og fimm ára afmæli Sigríðar dvaldi hún á heimili Einars sonar síns, umkringd af börnum sínurn, barnabörnum, venzlafólki og öðr- um frændum og vinum, sem færðu henni gjafir og kepptust um að gera henni af- mælisdaginn ógleymanlegan. Einnig bár- ust henni fjöldi skeyta. Nokkrir reglu- félagar úr stúkunni Vík heimsóttu Sig- ríði á þessum merkisdegi og færðu henni blóm og góða bók að gjöf sem þakklætis- og virðingarvott frá stúkunni. Við þetta tækifæri flutti æðstitemplar, Hallgr. Th. Rjörnsson, henni nokkur hlvleg orð og þakkaði henni tryggð hcnnar við regluna og mikið og fórnfúst starf í þágu bind- indismálsins. Sonur hennar, Sverrir Júlíus- son, tók einnig til máls, en hann var um eitt skeið æðstitemplar í Keflavík. Las hann kveðjur og skeyti, er móður hans höfðu borizt, er hann þakkaði og ávarp- aði síðan afmælisbarnið fyrir hönd barn- anna og annarra ástvina. Voru orð Sverris þrungin sonarlegum hlýhug. Faxi óskar Sigríði til hamingju í tilefni af þessum merku tímamótum í ævi henn- ar og vonar, að Keflavík eigi eftir að njóta starfskrafta hennar fyrir góðum málefn- um enn um langt skeið. það er það minnsta, sem við getum gert fyrir hana, úr því hún er ekki búin að sjá það sjálf. Hef ég enda nægar sannanir fyrir því að það er ekki hægt að gleyma því. Og er ég þó ekki að kasta neinni rýrð á önnur lönd með því að segja þetta. Þau geta fyrr verið góð en þau taki Islandi fram. Eg kveð þig, kæri vinur og bið þig fyrir kveðjur frá mér og fjölskyldu minni til fjölskyldu þinnar og annara vina nær og fjær. Rlessaður ævinlega, þinn Ólafur Skúlason.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.