Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 6

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 6
114 F A X I Marta ValgerSur Jónssdóttir: Minningar frá Keflavík Vestur á Melnum, nokkurn spöl frá hæ Rannveigar og Magnúsar, var lítið timbur- hús, þar bjó Magnús Jónsson, er í dag- legu tali var nefndur Magnús á Mel, og kona hans, Ingveldur Guðmundsdóttir. I þessu húsi var góð og snyrtileg umgengni bæði utan húss og innan, voru þau hjón samhent um alla snyrtimennsku og bæði voru þau einkar alúðleg við gesti og gang- andi og góðir nágrannar. Vissi ég að faðir minn mat Magnús mikils og þótti gaman að hitta hann. Man ég að þeir ræddu oft um sjósókn og sjóferðir bæði frá verstöð- unum austan fjalla og hér syðra við Faxa- flóa. Sögðu þeir oft hver öðrum sögur af sjóferðum sínum. Magnús sagði ágætlega frá svo að hlustandi hreifst með og þótt- ist vera með í róðrinum. Magnús var fæddur 11. nóv. 1866 í Arabæjarhjáleigu í Flóa. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson bóndi þar og kona hans, Kristín Guðmundsdóttir bónda í Arabæ í Flóa Ketilssonar bónda á For- sæti og Gafli í Flóa Guðmundssonar í Geldingaholti Bjarnasonar. (Sjá Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, eftir dr. Guðna Jónsson, bls. 169). Stefán, faðir Jóns og afi Magnúsar, var bóndi í Króki í Pörtum, Jónssonar bónda í Syðri-Gróf Magnússonar (dr. Guðni Jónsson: Ból- staðir og búendur, bls. 255). Magnús var hæglátur maður í dagfari og einkar góð- mannlegur ásýndum, dugnaðarmaður til verka, ágætur sjómaður og hygginn bú- maður. Hann kom sér upp nokkrum kindum og hirti þær mjög vel, og á síð- ustu árum ævinnar var það hans mesta ánægja að hugsa um kindur sínar og sjá um að þeim liði vel. Ingveldur kona Magnúsar var fædd 1. ágúst 1858. Foreldrar hennar voru Guð- mundur síðar bóndi á Arnarhóli í Flóa Asbjörnsson, bónda í Kolsholti í Flóa, Sæfinnssonar bónda í Helli í Olfusi Þor- leifssonar á Arbæ í Olfusi Asbjörnssonar. Kona Asbjarnar og móðir Guðmundar var Guðrún Vigfúsdóttir bónda í Fjalli á Skeiðum Ófeigssonar og konu Vigfúsar, Ingveldar Helgadóttur. Var Guðrún al- systir Öfeigs bónda hins ríka á Fjalli, Magnús Jónsson á Mel. — Engin önnur mynd er til af Magnúsi, en þessi er tekin nokkru áður en Magnús andaðist. sem afar fjölmenn og merk ætt er frá komin. Hefur Ingvcldur verið þremenn- ingur við þá bræður Ólaf verzlunarstjóra í Edinborg, Keflavík og Ofeig, föður Ofeigs læknis. Móðir Ingveldar og kona Guðmundar var María Lénharðsdóttir bónda í Egilsstaðakoti í Flóa Ölafssonar bónda á Rútsstöðum Lénharðssonar. Ingveldur var dugnaðarkona og helgaði heimilinu starf sitt, hún fór, að ég hygg, örsjaldan út af heimilinu. Hún var festu- leg kona á að líta og bar traust svipmót. Hún andaðist á heimili sínu 18. júní 1908. Börn þeirra hjóna eru þrjú, öll bú- sett í Keflavík. María Magnúsdóttir, kona Karls Axels Guðmundssonar, (Faxi, XVI, 9.—10. tbl.). Þau eiga átta börn, elzt er Ingveldur, kona Sigurðar Bjarnasonar bílstj. Garði, yngst er Karitas, kona Hreggviðar Bergmanns í Keflavík. Jón Magnússon, verkam., Suðurgötu 17, kona bans er Halldóra Jósepsdóttir í Keflavík Oddssonar og konu hans, Gróu Jónsdótt- ur. Þau eiga fimm syni, elztur er Lúðvík bifreiðarstjóri í Keflavík. Guðmundur Magnússon, kona hans er Ingibjörg Jóramsdóttir í Melbæ í Leiru Jónssonar, og konu hans, Ragnhildar Pétursdóttur. Sonur þeirra auk fleiri barna (systkinin eru sex) er Ingvar, kennari við barna- skólann í Keflavík. Magnús á Mel kvænt- ist aftur Margréti Þóroddsdóttur, systur Arna Geirs, áttu þau einn son er Ingvar hét, hann andaðist um tvítugsaldur. Um eða eftir 1920 festi Magnús kaup á húsinu nr. 17 við Suðurgötu og flutti þangað. Þar bjó hann til æviloka og eftir að hann missti seinni konu sína var hann á vist með Jóni syni sínum og Halldóru konu hans í því sama húsi og naut þar góðra ellidaga. Hann andaðist 1951. Fyrir vestan og ofan Magnús á Mel var lítið timburhús er þau Einar Jónsson og Anna Hákonardóttir bjuggu í. Þar var allt framúrskarandi hreinlegt og snyrti- legt innan dyra sem utan og húsráðendur einstaklega alúðleg er gest bar að garði og eins þótt gesturinn væri ekki hár í loftinu. Einar var Skaftfellingur að ætt- erni en fæddur var hann í Suðurkoti í Krísuvíkurhverfi 15. nóv. 1860. Foreldrar hans voru Jón Þórhallason og kona hans, Guðríður Pálsdóttir bónda í Hörgsdal, As- grímssonar hreppstjóra og bónda á Heiði á Síðu, Pálssonar. Þeir voru tveir Jón- arnir Þórhallasynir og albræður, Jón eldri í Suðurkoti og Jón yngri, smiður, er bjó um skeið í Krísuvík, síðar á Skúmsstöð- um á Eyrarbakka, faðir séra Gísla á Mos- felli í Grímsnesi. Faðir þeirra bræðra var Þórhalli Runólfsson bóndi í Mörk á Síðu og í Skálmarbæ í Alftaveri, sonur Runólfs Gunnsteinssonar bónda í Hvammi í Skaftártungu, var Runólfur farinn að búa þar 1816 og hafa niðjar hans búið þar síðan mann fram af manni. Kona Þórhalla var Þuríður Jónsdóttir, bónda í Hlíð í Skaftúrtungu, Jónssonar, og konu hans, Ragnhildar Gísladóttur á Geirlandi, Þorsteinssonar. Var Einar á Mel því þremenningur við Rann- veigu Sveinsdóttur, konu Magnúsar Guðnasonar. (Sjá síðasta blað Faxa, XVII, 8. tbl.). Alsystir Þuríðar, ömmu Einars á Mel, var Ragnhildur, kona Isleifs Guð- mundssonar bónda í Krísuvík, en þau voru foreldrar Guðmundar kaupmanns og bónda á Háeyri, nafnkennds dugn-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.