Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 9

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 9
F A X I 117 hjúkrun sjúkra og mátti segja, að hún væri hjúkrunarkona af guðs náð. Hennar var leitað víða að, er veikindi báru að höndum og hlýddi hún því kalli ævinlega, hvernig sem á stóð með hennar eigin verk. Þótti sjúklingum og vandamönnum þeirra, er nutu hjálpar hennar, ekki verða á betra kosið, hjúkrunin eins og hjá æfðri hjúkrunarkonu. Rósemi hennar var við- hrugðið og þrekið með eindæmum. Er spanska veikin geysaði 1918 var Vil- horg á ferðinni seint og snemma, gekk hún frá einu heimili til annars, þar sem veikindin voru mest og hjúkraði hinum sjúku af mikilli nákvæmni. Sjálf fékk hún ekki veikina, en nærri má geta hve þreytt hún hefur verið, því ekki unni hún sér hvíldar, hvorki nótt né dag, meðan þessi ógnar pest geysaði. Vilborg var hæg í framkomu hversdags- lega og nærri fálát við fyrstu kynni, en er hún var komin að sjúkrabeði var hún elskusemin sjálf og var eins og geislaði út frá henni friði og öryggi. Vilborg and- aðist 13. sept. 1928. Teitur lifði Vilborgu konu sína, og and- aðist 1937. Hann var blindur hin síðustu f ar.. Börn þeirra voru: Halldór Teitsson, alinn upp á Syðri- Rauðalæk í Holturn, hýr í Hafnarfirði, kona hans er Halldóra Jónsdóttir frá Vind- ási í Oddahverfi. Elín Teitsdóttir, giftist Pétri Þórðarsyni frá Glasgow í Reykjavík, bjuggu þau í Rvík á Klapparstíg 24 (B. Þ.: Ættarskrá, bls. 329). Elín andaðist 28 ára gömul, 6. sept. 1916, hafði Vilborg móðir hennar hjúkrað henni í langri sjúk- dómslegu þar til yfir lauk. Einkasonur þeirra Elínar og Péturs er Þórður frysti- hússtjóri í Keflavík, en hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa í Keflavík. Finnbjörg Teitsdóttir, varð kona Kristjáns Jónssonar bónda á Oxnalæk. Finnbjörg andaðist snögglega 1. maí 1922, 32 ára að aldri. Guðrún Teitsdóttir, fyrri maður hennar, ^elgi Sveinsson í Keflavík. Þau skildu. Dætur þeirra Vilborg hjúkrunarkona og Þórey. Seinni maður Guðrúnar er Jón Sveinsson stýrimaður í Hafnarfirði, þau eiga börn. Marta Teitsdóttir, giftist Albert Ólafs- syni útgerðarmanni í Keflavík. Einka- sonur þeirra: Teitur. Nítíu og fimm ára: Sigríður Sveinbjörg Þorsteinsdóttir Þann 18. þessa mánaðar verður ein af elztu konum þessa bæjar 95 ára. Er það frú Sigríður Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Vatnsnesvegi 22, Keflavík. Vissulega þykir það alltaf nokkrum tið- indum sæta, þegar fólk nær svo háum aldri, einkum þó ef heilsan er þá enn sæmileg, er Sigríður í þeim hópi. Tíðindamaður Faxa brá sér núna á dög- unum til þessarar háöldruðu heiðurskonu, til þess að spyrjast fyrir um ýmislegt, sem skeð hefir á hennar löngu ævi, en Sig- ríður er skemmtileg og ræðin kona, er kann frá mörgu að segja, en þó hún vilji sem minnst halda á lofti sínu eigin lífi og starfi, þá vita það allir, sem til þekkja, að hún hefir verið framúrskarandi vinnusöm og starfsglöð, enda hefir hún áunnið sér virðingu og vináttu allra, sem hafa kynnzt henni. Sigríður er fædd 18. des. 1862 að Stóra- Asi í Hálsasveit, Borgarfjarðarsýslu. For- eldrar hennar voru Þorgerður Hannes- dóttir frá Stóra-Asi, er þar bjó um langan aldur og Þorsteinn Ólafsson, norðlenzkur að ætt, og var hann fyrri maðiir Þor- gerðar. Þorstein, mann sinn, missti Þorgerður eftir örstutta sambúð og var Sigríður þeirra eina barn. Þorgerður giftist öðru sinni Jóni Magnússyni frá Vilmundarstöðum í Reyk- holtsdal og bjuggu þau lengi í Stóra-Asi og áttu nokkur börn. Þar ólst Sigríður upp hjá móður sinni og stjúpa. Af þeim hálfsystkinum Sigríðar, börnum Þor- gerðar og Jóns, er nú aðeins eitt á lífi, hið yngsta þeirra. Er það Helga, sem til skamms tíma hefur búið í Stóra-Ási og er hún rúmum 20 árum yngri en Sigríður. Sigríður giftist árið 1889 Einari Jóns- syni frá Skáney í Reykholtsdal og fóru þau þá að búa á Skáney. Þau bjuggu þar og í Skáneyjarkoti og seinna á Refstöð- um í Hálsasveit. Sigríður og Einar eign- uðust alls 7 börn, 2 þeirra dóu nýfædd en hin 5 eru öll á lífi. Einar og Sigríður hættu sveitabúskap árið 1915, enda átti Einar þá við mikla vanheilsu að stríða. Þau dvöldust samt áfram í Borgarfirði næstu árin. Sigríður Þorsteinsdóttir. Haustið 1920 komu þau fyrst til Kefla- víkur til veru, en voru þá lengi aðeins á vetrum, en uppi í Borgarfirði á sumrin. Þau höfðu heimili í Keflavík fyrst útaf fyrir sig, en síðar með Helgu dóttur sinni. Einar andaðist árið 1943. Eins og getið er hér að framan, segir Sigriður, að ævi sín sé svo fábrotin, að ekki taki á hana að minnast og auðvitað er saga hennar um leið saga þúsunda annarra íslendinga, að einhverju leyti. En samt fer nú ekki hjá því, að margs sé að minnast á svo langri leið og því frem- ur, sem þessi síðasta öld nær yfir lang- mest breytingaskeið Islandsbyggðar. Sigríður man eftir fólki, sem var fætt fyrir fyrri aldamót og því eldra en Jónas Hallgrímsson. Lífskjarabreytingin á þessu tímabili er svo gífurleg, að ungt fólk í dag á erfitt með að gera sér þess nokkra grein. Svo mikill er munur á, hversu létt hefur á striti fólksins og hversu aðbúðin hefur batnað í viðurværi, fatnaði og húsa- kynnum. Eins og aðrir unglingar á Sigríðar aldri, var henni ætluð töluverð vinna strax og hún fór eitthvað að geta gert, vaka yfir túni á vorin og vinna jafnvel fleira með vökunni, svo og að vera í fjósi og hjálpa til við ýmis útiverk. Hún segir, að það hafi verið gott og hlessað að venjast fljótt

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.