Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 11

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 11
F A X 1 119 Jón Dan: Það er Höfundur þessarar sögu er ungur Suðumesjamaður, ættaður af Vatns- leysuströnd. Hefir hann að undan- fömu fengizt nokkuð við sögugerð og ■getið sér hið bezta orð, sem efnilegur rithöfundur, og hefir hann nú fyrir skömmu hlotið verðlaun í smásagna- samkeppni Samvinnunnar. Jón varð góðfúslega við tilmælum Faxa um smá- sögu þessa til birtingar í jólablaðinu. Loksins þegar klukkan var langt gengin í sjö á sunnudagskvöldið hringdi hann. Auðvitað komið myrkur. Sunnudagurinn var einn af þessum heiðu vetrardögum, þegar sólin skín myrkrana á milli, stilla frá morgni til kvölds og frostið jaðrar við núll. Hann hefði átt að leggja miklu fyrr af stað. Nú var hann búinn að sitja af sér laugardaginn og sunnudaginn, og loksins þegar komið var kvöld, var hann tilbúinn. Eg hafði lofað að aka honum suðureftir, og þó ég hefði að sjálfsögðu frekar kosið ljósan dag en dimma nótt til ferðalagsins, fékk ég bílinn gamla mannsins óðara að láni, og við rukum af stað. Það var ekki um annan dag að velja, á morgun áttum við að sigla til Englands. Þegar ég hafði skammað hann talsvert og var farið að líða betur, sérlega vegna þess að hann bar aldrei hönd fyrir höfuð sér eða reyndi á nokkurn hátt að verja sig — svo að ég var jafnvel farinn að fá sam- vizkubit af óvægni minni, — tók samtalið að færast í friðsamara horf. Og gat ég þó varla hætt að býsnast yfir þessari kynlegu suðurför hans. Þess vegna fór ég að spyrja hann í þaula: Hvaða nauðir reka þig til að heim- sækja þessa kerlingu? spurði ég fyrst. Það er nú helzt ræktarsemi, svaraði hann, ég hef ekki séð hana í ein tíu ár. Þú sagðir nú fimm í gær. Fimm eða tíu, hvaða máli skiptir það. Hitt er aðalatriðið að kannski fer hún að deyja; svo görnul, og ég ætla að heilsa upp á hana áður . Gömul? sagði ég, í gær sagðirðu hún væri um fimmtugt. Jæja, sagði hann, þú þrasar. Fimmtug eða áttræð, er þér ekki alveg sama? Þú átt ekki að sofa hjá henni — og ég ekki heldur. Hún er of gömul til þess, hvort eð er. erfitt Jón Dan. Þú færir nú varla að sofa hjá henni, sagði ég, er hún ekki föðursytir þín? Móðursytir. I gær sagðirðu föðursytir. Skrifaðirðu hjá þér allt, sem ég sagði í gær ? Það er naumast þú hefur áhuga á því sem ég segi. Skiptir það nokkru máli hvað ég sagði í gær? Erum við ekki að fara suðureftir í dag? Eg hélt að þú værir ekki sá sagnfræðingur, að þú lifðir allur í for- tíðinni. Eg hélt kjafti og ók eins og vitlaus maður, sár og gramur. Hvern andskotan var maðurinn eiginlega að fara? Gat hann ekki sagt mér eins og var? 1 Kúagerði stanzaði ég og teygði úr mér. Við fengum okkur reyk, og þegar við stigum inn i bílinn á ný, hafði slaknað töluvert á spennunni milli okkar. Jæja, sagði ég, þá er það blátt strik suður í Garð. Suður í Garð? spurði hann undrandi. Já, eða Leiru. Um hvað ertu að tala? spurði hann. Sagðirðu ekki í gær —? spurði ég. Já, var það? flýtti hann sér að segja, nei, suður í Njarðvík. Ég sleit og snarhemlaði. Ég læt ekki hafa mig að fífli, sagði ég. 1 gær nefndurðu Garðinn eða Leiruna, sem áfangastað, og þangað ek ég. Agætt, ágætt, sagði hann, en þú ert las- inn. Reyndu að sjá það sjálfur hvað þú ert lasinn. Þú getur til dæmis alls ekki munað, hvort það var Garðurinn eða Leiran. En það er svo sem von. Það er nefnilega Njarð- víkin. Ytri eða innri? Innri. Eg ók af stað með fullum ljósum, og smám saman sjatnaði mér bræðin. Þrátt fyri allt var hann fyrirtaks félagi, og hegð- un hans í kvöld var algjört einsdæmi. Eg komst að raun um að það væri hann, sem var lasinn. Þegar suður fyrir Voga kom, bað hann mig að aka hægar. Hann dró niður rúð- una og stakk höfðinu út um gluggann til þess að sjá betur. Eg reyndi að koma auga á það, sem hann einblíndi á, en varð einskis vísari. Undir Stapanum, út með sjó, blikaði ljós í bæ, sem virtist umflotinn. Helzt sýndist mér hann mæna þangað. Hálfur máni glotti yfir Reiðskarði og lýsti upp veginn, en þegar við fórum um Ess- ið, faldi hann sig bak við Fálkaþúfu. Ég herti sprettinn unz við nálguðumst Lyng- brekkurnar, þá bað hann mig á ný að hægja á ferðinni. Til hvers? spurði ég. Eigum við ekki að stanza og fara út? spurði hann. Til hvers? spurði ég aftur. Langar þig ekki í reyk ? Ég get reykt hér ef mig langar, sagði ég og fleygði í hann pakka. Þorirðu ekki að stoppa, maður? spurði hann snöggt. Þori? sagði ég, af hverju ætti ég ekki að þora það? Þú þorir ekki að stoppa fyrir draugnum, sagði hann, þú ert grút, skít, hvínadi hræddur við Stapadrauginn. Þá það, sagði ég, hafðu það eins og þú vilt, en ég álít að okkur veiti ekki af tím- anum, ef þú ætlar að ná kellu fyrir hátta- tíma. Og þrátt fyrir háðsglósur hélt ég áfram vestur Stapann, herti heldur á ferðinni og létti ekki fyrr en á móts við Stapakot. Þá sagði ég: Mér er ómögulegt að hanga úti í bíl ef þú verður lengi inni. Þú verður að bjóða mér með þér. Ég verð ekki lengi, svaraði hann. Mér er alveg sama, sagði ég, ég fer með þér. Er þetta ekki vegurinn niður í þorpið? Jú sagði hann, niður í Innri Njarðvík, en hún á heima í Ytri Njarðvík. Hversvegna ekki í Keflavík? spurði ég og lá við að ég gnísti tönnum.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.