Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 17

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 17
F A X I 125 Helgi S. Jónsson: Skátafélagið Heiðabúar 20 ára Helgi S. Jónsson félagsforingi skáta- félagsins Heiðabúa, flutti þessa ræðu í afmælishófi skátanna nú í sumar eins og getið er um í októberblaðinu. Það þykir rétt að segja nokkuð frá ævi- ferli félagsins, sem í dag minnist 20. af- mælisdagsins. — Sti frásögn fellur í minn hlut að þessu sinni, vegna þess að ég hefi í þessi liðnu ár borið mesta virðingatitil félagsins — en hversu oft ég hefi kafnað undir því nafni — ætla ég að hlífa sjálf- um mér við að segja frá. Ur því sem komið er, verður miklu notalegra að orna sér, á elliárunum, við þann ljóma og söma, sem hefur överðskuldað fallið á mig — fyrir störf og framkomu skátanna í Heiða- húum. — Það eru flokkarnir og sveit- irnar, foringjar þeirra og óbreyttir liðs- menn, sem hafa gert það sem gert hefur verið og skapað félaginu veg þess og virð- ingu. Það er erfiðara en ætla mætti að stikla starfssögu félagsins, það er svo margt sem kemur í hugann. Ef því væri öllu sleppt lausu, þá mundi ekki nægja nótt með degi. — Oll þau ævintýr, öll sú gaman- semi, öll vináttan, allt rifrildið og mis- klíðin, sem skapazt hefur í slóð áranna. — Allar minningarnar frá gönguferðum um fjöll og heiðar — allt sem hent hefur við félagsvinnu — við húsbyggingu, við heillaskeyti og skemmtanir — við undir- húning og þátttöku í margháttuðu sam- starfi við aðra skáta. — Hvert skátamót, bæði innlend og erlend, eru heimur og saga út af fyrir sig. Það má enginn halda að skátar séu englar, sem vanti ekkert nema vængina. — Sem betur fer eru þeir í flestu eins og annað fólk, enda synir og dætur fólks af öllum stéttum og stigum — aðeins meira sjálfbjarga, máske þarfari og hjálpsamari, stúlkur og drengir, sem reyna að vera vaxandi í starfi og framkomu — en að ekki geti slegið í drengilega brvnu, það skal enginn halda — það hefur fylgt okkar hópi, allt frá því að málfundafé- lagið „Þögli“ leystist upp í hressilegu rifrildi. Það er á svo margan hátt, sem hið óhlutkennda hugtak — skátaandi — mótar efnivið sinn — um þá mótun drengja og stúlkna er öll Heiðabúa saga, sem lýkur hér í kvöld sínu 20. bindi. Eg ætla að taka af handahófi fáar setn- ingar úr sögunni, sem sýna ýmsar hliðar á góðum skátum, en góðir skátar eru auð- legð og sparisjóður Heiðabúa. Eg minnist þess að eitt sinn vorum við á fjallgöngu. Þá sinnaðist deildarforingj- anum og sveitarforingjanum, Gunnari Þ. og Marteini, út úr því hvort sniðganga skyldi skaflinn eða fara beint upp bratt- ann. Sinnaðist þeim svo freklega að Marteinn neitaði með öllu að vera undir sama himni og Gunnar — en áður en niður af fjallinu var komið, voru þeir í mesta bróðerni að skipta á sig nokkru af byrðum þeirra yngstu, sem þreyttir voru orðnir. Eitt sinn minnist ég skemmtilegra slags- mála, þegar Gunnar Eyjólfs barðist við óvígan strákaher á Klapparstígnum, stráka, sem voru að gera at í þekklu góð- menni, sem var illa fyrirkallaður þá stundina. — Eg var ekkert að slást — ég var bara að hjálpa honum til að losna undan strákunum — þeir voru að hrekkja hann. Eitt sinn sá ég ungan skáta sitja laumu- lega bak við horn og miða steini á strák sem var að reyna að grýta ritur á flugi. — Eg spurði hann hvort hann væri að henda grjóti í fuglana. — Nei, ég ætla að henda í strákinn, ef hann hittir, svo að hann finni líka til. Eg minnist þess þegar stúlkurnar úr lll.-sveit fóru með skóflur um öxl, til að stinga upp kálgarða fyrir nokkur gamal- menni — og aldrei spratt betur í görð- unum en þá. Þetta er hættuleg braut fyrir mig að leggja út á, því skátar eiga að baki sér margar líkar sögur, og þeim hefur lærzt að láta ekki bera á því — eða segja frá því, þó að þeir rétti hjálparhönd — eða eins og það er kallað á skátamáli að gera sitt daglega góðverk — þar eiga allir þeir hlut að máli, sem skapað hafa Heiðabúa- sögu. — Það er eitthvert afl — einhver sameiginleg bönd sem hafa gefið Heiða- búum 20 starfsár. — Það er ef til vill vel orðað að kalla það háleitar hugsjónir og smáleit hugðarefni. Ég hygg að rétt sé nú, að hverfa um stund frá hinu innra lífi og minningu liðins tíma og stikla á stóru um yfirborðið. Félagið er stofnað 15. september 1937, stofnfundurinn var haldinn í Ungmenna- félagshúsinu. Fundargerðin var stutt — þar var ákveðið að stofna skátafélag, sem starfaði eftir skátalögunum og grund- vallarreglum Baden Powell. Samþykkt var einnig, að félagið skyldi heita Heiða- búar og sælcja strax um inngöngu í Banda- lag íslenzkra skáta. Undir þessa fundargerð skrifuðu allir stofnendur, þeir Gunnar Þ. Þorsteinsson, Marteinn Árnason, Alexander Magnús- son, Olafur Guðmundsson, sem nú er farinn heim, Helgi Jónsson, Stapakoti, Óskar Ingib., Arnbjörn Ölafsson og Helgi S. Jónsson. Strax var tekið til óspilltra málanna við skátastörf, við prófin og allt það sem nýstofnuðu félagi fylgir og fylgja ber. A næsta vori bættust 5 nýir við, þeir Ingimar Einarsson, Björn Stefánsson, Guðjón Jóhannsson, Eggert G. Þorsteins- son og Gunnar Eyjólfsson. — Af þessum

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.