Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 21

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 21
F A X I 129 4>l— II— M M M M M M M M ■■• -M M-M M M ——— —« • KEFLVÍKINGAR - KEFLVÍKINGAR sS Önnumst alla stærri og smærri vöruflutninga. Höfum á boðstólum fullkomna bíla og dug- mikla bílstjóra. Einnig höfum við ódýrast fáanlegt steypuefni og bruna * Hringið í síma 80 eða 334 og reynið viðskiptin. * Vörubílastöð Keflavíkur hafa innlend og erlend mót, munu vera mér sammála. Heiðabúar hafa alltaf sett sér markið nokkuð hátt, þótt smátt hafi stundum miðað. — Húsbyggingin kom fljótt til umtals, því fyrstu árin vorum við á skemmtilegum flæking — fyrst í Ungó — og ávallt síðan í Ungó, með okkar stærri skemmtanir og fundi — þótt nú í kvöld hafi það því miður verið of lítið. — Eitt sinn fengum við herbergi á 2. hæð í Klampinborg, sem þá var að mestu í eyði — þaðan var farið í hænsnakofann — Hvíta húsið — og svo í skemmuna — það var kjallarinn í Friðmundarhúsi við Túngötuna — þar vorum við kallaðir skemmtilega hávaðasamir leigjendur — því oft var sungið fram á kvöld — leigj- endur vorum við kallaðir, þó mér sé nær að halda að húsaleigan hafi aldrei verið borguð. Bygging hússins okkar var mikið bjart- sýnisátak, þá vorum við févana og ekki fjölmennur hópur, en talsvert kjarngóður. — Gunnar Þorsteins teiknaði húsið, var yfirsmiður og valdi húsinu stað og mældi út allt sem mæla þurfti. Við vorum allir sammála að hafa húsið svona langt út úr bænum, upp við svokallaða öskuholu — þá hét Skólavegurinn Öskuvegur og þá var engin Vatnsnesvegur til — aðrir fundu húsinu það helzt til foráttu að það væri svo langt út úr bænum — alla leið fyrir ofan Verkalýðs-garða! Svo var bjartsýnin mikil að gert var ráð fyrir 2 hæðum og 4 sinnum stærri gólffleti en nú er. — Það kann að vera að húsið kornist í fulla stærð þegar það er orðið í miðbænum. — Öll vinna við bygginguna var framkvæmd af skátunum sjálfum. Marteinn skipulagði og skipti í flokka, Það var smíðaflokkur, sem í voru allir þeir lagtæku, núverandi húsasmiðir, þeir Gunnar Þorsteinsson, Maggi Dóru, Svenni Sæm. og fleiri snill- ingar — svo var efnisflokkur, sem útveg- aði allt efni, timbur, sement, sand og möl, þar trúi ég að Birgir Þórhalls og Marteinn hafi haft forustuna. Svo voru hinir óæðri flokkar — grafarar og naglhreinsarar — í þeim flokkum báðum fékk ég að vera — svo var fjármálaráðuneytið ofar öllu, við höfum átt okkar Eystein — fæddan fjármálaráðherra — Jón Tómasson, hann hefur verið gjaldkeri félagsins, frá því að það fór að eignast nokkurn eyri, og til þessa dags, að undanskildum þrem árum, sem Kristinn Sigurðsson var gjaldkeri. Gjaldkerastarf Jóns er eitt af þessum lítið áberandi en ómetanlegu störfum, og því fylgir einnig að vera í stjórn félagsins. Stjórnin er mjög hreyfanleg. Kosnir eru aðeins félagsforingi og gjaldkeri — aðrir í stjórn eru starfandi deilda- og sveita- foringjar á hverjum tíma. Okkar fyrsta fjáröflun var að helga okkur fyrsta sumardag, gera hann að skáta og barnadegi, en til þess tíma hafði enginn dagamunur verið gerður á þess- um þjóðlega og fegursta hátíðisdegi árs- ins. — Það er sérstakur kafli í Heiðabúa- sögu, undirbúningur og framkvæmd sumardagsins fyrsta — oft var teflt á tæp- asta vaðið — en aldrei brást liðið — þó stundum væri haft á orði að æfa skemmti- atriðin daginn eftir. — Eitt sinn minnist ég þess að við vorum 12 í kirkjunni — Björn Stefáns og ég stóðum með fána í kór, og einn bekkur var setinn skátum, þá var öldudalur, en í vor unnu 66 skátar heit sitt í kirkjunni, sem hvergi nærri rúmaði þá, sem vildu fagna sumri. Sumardagurinn fyrsti gaf okkur nokkrar tekjur til að koma húsinu upp. — Svo hófum við útgáfu fermingaskeytanna og hefur sú starfsemi lánast svo vel að undr- um sætir — þar höfum við notið hins mesta trausts og velvilja fólksins í Kefla- vík, svo mikils, að við fáum það aldrei að fullu þakkað. — Fermingardagarnir eru einu dagarnir, sem haft er horn í síðu gjaldkerans, því að hann er nefnilega símastjóri líka og keppir við okkur á mark- aðnurn. Ef hann hefur reynt að forvitn-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.