Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 25

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 25
F A X I 133 Kristinn Pétursson opnar listkynningarsal ávegum Bókabúðar Keflavíkur Laugardaginn 16. nóv. s.l. opnaði Kristinn Pétursson bóksali, listsýningar- sal í húsi sínu við Hafnargötu í Kefla- vík, að viðstaddri bæjarstjórn, fréttamönn- um og fleiri gestum. Salur þessi er á neðri hæð hússins til hliðar við bókabúðina og er samgengt þar á milli. Salurinn er vel bjartur og snýr glugginn út að Hafnar- götunni, svo auðvelt er að sjá sýningar- munina utan frá götunni, enda má segja, að fyrir þann er sýnir hverju sinni, skipti þetta engu máli fjárhagslega, því aðgang- ur að sýngngarsalnum er ókeypis hvort eð er. Sá listamaður, sem við þetta tækifæri átti málverk sín í salnum, var tónskáldið Sigfús Halldórsson. Sýndi hann þarna 16 vatnslitamyndir, sem allar eru frá Kefla- vík. Þóttu myndirnar mjög fallegar og vel gerðar. Hafði listamaðurinn dvalið hér á s.l. sumri að áeggjan og í boði Helga S. Jónssonar. Við þetta tækifæri ávarpaði Kristinn Pétursson viðstadda. Gat hann þess, að frá örófi alda hefði prentlistin og málara- listin, — bókin og myndin — íylgzt að og væri svo enn. Hefði það snemma vakað fyrir sér að koma upp þessum sýningar- sal og fá hingað suður sýnishorn af öllu því sem gerðist á sviði málaralistar í land- inu. Hann þakkaði listamanninum, Sig- fúsi Halldórssyni, er fyrstur hefði verið til þess að opna hér málverkasýningu. Taldi Kristinn að málverkin, sem þarna voru sýnd og öll voru af húsum, bátum og stöðum í Keflavík, mundu í framtíð hafa sögulega þýðingu fyrir Keflavík. Listamaðurinn, Sigfús Halldórsson tók næstur til máls og ávarpaði gestina nokkr- um orðum og flutti þeim kveðju mennta- málaráðherra, er eigi gat verið viðstaddur. Að síðustu sagði bæjarstjórinn, Valtýr Guðjónsson, nokkur orð og þakkaði þeim Kristni og Sigfúsi framtakssemi þeirra og þann skerf er þeir með þessu hefðu lagt til menningarstarfsemi bæjarins. Birtast myndir af nokkrum þessara listaverka, sem flest munu hafa selst á skömmum tíma. Ritstj. Frá Keflavíkurhöfn. „Gamla húsið“. Hús í Keflavík.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.