Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 26

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 26
134 F A X I FAXI stjóm: HALLGR. TH. BJORNSSON, MARGEIR JONSSON, KRIST- INN PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. Auglýsingastjóri: GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins i lausasölu kr. 12,00. — Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni í rétta átt Þrátt fyrir margskonar óáran í mannfólk- inu og sambýlisháttum þess, hefur Kefla- vík fetað áfram sína menningar- og fram- farabraut, á því ári sem nú Iýkur scnn. Fet eru það en ekki stökk, og sum þcirra hcfur tekið meira en árið að fara. Bókasafnið fer nú senn að opna, með fullri starfrækslu fyrir allt héraðið og mun það vissulega bera þann ávöxt, sem því er ætlað, þcgar fram líða stundir. Leikfimihúsið langþráða er nú að taka til starfa. Þar er líkamsræktinni búin hin beztu skilyrði í hvívetna, hrcyfing, ljós og vatn. Reisulegt hús sem markar tímamót á sínu sviði. Elliheimilið er að fæðast. Höfðingskapur hratt því úr vör og vel hefur verið tekið í árar, svo að því leyti er sóma Keflavíkur borgið. Stór sambýlishús eru risin og þau gömlu vanheilu hús Ieggjast til varanlegrar hvíldar, eftir lokið hlutverk. Nýja símastöðin, sjálfvirka, sprettur upp úr hlaðvarpa þeirrar gömlu, og vitnar um að hér er átakabær, sem jafnvel Landssími Islands verður að sinna. Stöðvarhús áætlunarbílanna, sem einnig hýsir skrifstofur bæjarins, vitnar um fram- tak og framför — eitt ánægjulcgt fet líðandi árs. Þetta eru allt þróttmiklir drættir í ásjónu Kcflavíkur, drættir sem eru að skapa nýtt andlit, í samvinnu við fólkið í bænum og vaxandi snyrtimennsku þess. Það má cinnig finna smágerðari drætti í ásjónu ársins, sem þó gegna sínu hlutverki í nýju svipmóti. Hér hefur verið stofnað tónlistarfélag, og fyrir þess atbeina tónlistarskóli með yfir 40 nemendum. Það var nauðsyn, sem of lengi í Iáginni var. Sýningarsalur fyrir hverskonar list, cr nú til og varð Keflavík þar á undan öðrum bæjum. Ungmennafélagið hcfur stigið fyrsta skrcfið að tómstundaheimili unglinga — og virðist nú einnig ætla að fara eigin götur í skemmt- analífinu — meira hcimatilbúið — það er sannari svipur, sem það gcfur bænum. Margt fleira mætti telja í þessa átt, sem Iítið fer fyrir á yfirborðinu, en stcfnir allt að því sama — að fegra og bæta bæjarsvip- inn. Nú höfum við gott veitingahús. — Nýja kirkju sérsafnaðar, sem venjulega vinna gott starf þar sem þær cru, því dugnaðarfólk fyllir jafnan þá hópa. Ef svo heldur fram, sem þctta ár skilar, þá verður meira gaman við næstu sólstöður. Allar vonir glæðast og margar rætast, með hækkandi sól. Jólakveðjur. I nýkomnu bréfi til ritstjóra Faxa frá sr. Valdimar J. Eylands, fylgja innilegar jóla- og nýárskveðjur til Suðumesjamanna frá prestinum og fjölskyldu hans. Er Faxa einkar ljúft að flytja þessar kveðjur, enda eiga þau hjónin stóran hóp aðdáenda og vina frá dvöl þeirra hér, er áreiðanlega senda þeim hlýjar hugsanir nú um jólin. —----— ------------------—+ i I Húsgagnaverzlun G. Sigurfinnssonar i Húsgögn í fjölbreyttu úrvali: Svefnherbergissett Sófasett Svefnsófar í borðstofu Borðstólar og skápar Dívanar Klæðaskápar Stofuskápar Innskotsborð Rúmfataskápar Kommóður Bókaskápar Barnarúm og dínur Sófaborð Skrifborð Vegghillur Útvarpsborð Dívanteppi, margar gerðir Plötuspilarar Gólfdreglar og mottur og margt fleira. Gítarar Komið, sjáið og sann- færist. Húsgagnaverzlun G. Sigurfinnssonar Hafnargötu 39. Frú Verkalýðs- og Sjómannafélagi Keflavíkur 4». Kaup verkamanna fyrir tímabilið 1. des. 1957 til 1. marz 1958 verður óbreytt frá því, sem nú er og vísast því til auglýsingar félagsins í síðasta októberblaði Faxa. Félagar gegta fengið gildandi kaupskrá í skrifstofu félagsins, Alþýðuhúsinu. Keflavík, 30. nóv. 1957. STJÓRNIN

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.