Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 29

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 29
F A X I 137 Tónlistarskóli í Keflavik. Sunnudaginn 17. nóvember var hinn nýi tónlistarskóli Keflavíkur settur í barnaskól- anum, en frá aðdraganda og stofnun þessa skóla var sagt í síðasta tbl. Faxa, þar sem einnig var sagt frá stofnun Tónlistarfélags Keflavíkur. Viðstaddir við setningu skólans voru væntanlegir kennarar hans, nemendur og foreldrar þeirra, ásamt fréttamönnum, bæjarstjórn og fieiri gestum. Skólasetningin hófst með því, að formaður tónlistarfélags- ins, frú Vigdís Jakobsdóttir, ávarpaði kenn- ara, nemendur og gesti og bauð þá velkomna til þessarar fyrstu skólasetningar. Ræddi frúin nokkuð aðdragandann að stofnun tón- listarfélagsins og sagði að höfuð markmið þess hefði frá fyrstu tíð verið, að stofna hér tónlistarskóla. Gat hún þess, að nú þegar væru 33 nemendur innritaðir í skólann, sem væri meira en búast hefði mátt við, en sýndi hinsvegar glögglega, hversu hér væri mikil og brýn þörf á slíkum skóla til þess að létta kostnaðinn fyrir áhugasömum ungling- um, sem ella hefðu þurft að sækja slika tilsögn til Reykjavíkur. Hvatti frúin nem- endur til þess að stunda skólann af kost- gæfni. Næstur tók til máls Guðmundur Norð- dahl, framkvæmdastjóri félagsins, en ekki skólastjóri, eins og stóð í grein i síðasta tölublaði Faxa. Lýsti hann tilhögun skólans og skólareglum. Var þá sýnd kvikmynd, þar sem aðalpersónan var frægur trompetleikari, er sýndi tækni sína og afþurða leikni á hljóð- færið. Þá tók til máls skólastjórinn, Ragnar Björnsson, sem er ungur maður og einn af efnilegustu tónlistarmönnum landsins. Er hann nú t. d. stjórnandi karlakórsins Fóst- bræður, hefir stjórnað óperettum í Þjóð- leikhúsinu í forföllum dr. Urbancic og einnig hefir hann stjórnað Symfóníuhljóm- sveit íslands. Ræddi skólastjóri nokkuð um stofnun skólans og tónlistarfélagsins og hvatti nemendur til þess að stunda námið af kappi. Lýsti hann síðan skólann settan. Við þetta tækifæri tók bæjarstjórinn, Valtýr Guðjóns- son, einnig til máls og ræddi um örar fram- farir í Keflavík á sviði tónlistarinnar og færði þakkir bæjarstjórnar þeim, er mest hefðu að þeim unnið. Happdrætti íþróttabandalags Keflavíkur íþróttabandalag Keflavikur hefur nú starfað í tæp tvö ár. Með tilkomu I. B. K. hafa allar íþróttaiðkanir aukizt verulega hér í Kefla- vík og hafa keflvískir íþróttamenn staðið sig með mikilli prýði s.l. tvö ár. Iþróttabandalag Keflavíkur hefur nú hug á að færa enn út kvíamar, m. a. með því að hefja kennslu í fleiri íþróttagreinum, og einnig með því að ráða fastan þjálfara yfir sumarmánuðina, en mest allt þjálfarastarf fram að þessu hefur verið þegnskylduvinna. Til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem af þessu leiðir, hefur Iþróttabandalag Keflavíkur stofnað til happdrættis nú fyrir jólin. Eru vinningar í happdrættinu alls 10 og verðmæti vinninga alls kr. 12.325,00. Meðal vinninga eru: 1. Ferð til Kaupmannahafnar og heim aft- ur fyrir tvo á fyrsta farrými. 2. Reiðhjól (úrvalsteg.). 3. Karlmannsarmbandsúr. 4. Kvenarmbandsúr. 5. Parkerpennasett. Iþróttabandalag Keflavíkur heitir á alla Keflvíkinga að bregðast vel við þegar sölu- menn frá I. B. K. bjóða þeim miða. Með því styrkja þeir gott málefni og stuðla að því, að hér í Keflavík rísi upp tápmikið og dugandi æskufólk, því engin tómstundariðja hæfir æskunni betur en íþróttaiðkanir. Dregið verður í happdrættinu á Þorláks- messu. (Frá f. B. K.). +----------------------------+ HÚSMÆÐUR! Beztu fáanlegar vörar bjóðum við yður fyrir jólin, nú sem endranær. Svo sem: ALLT í JÓLABAKSTURINN Jólaóvextina Jólaölið Jólavindlana Jólakonfektið Jólasp'lin Jóla skrautkerti í miklu úrvali og margt fleira. Á jólaborðið: Urvals hangikjöt og dilkakjöt allskonar. Sendum heim. Síminn er 456 Verzlunin SIGGI & GUFFI Túngötu 12, Keflavík. I ! +——’>—■-——-------------------•+ !•■—■— K 1 D D A B ÚÐ Frá Verkalýðs- og Hafnargötu 27. Sjómannafélagi Keflavíkur ★ Höfum ávallt nýjan fisk, saltaðan 25 ára afmœlis og frosinn. félagsins verður minnst Einnig ýmsar niðursuðuvörur. með afmælishófi 28. des. n\. ★ Nánar auglýst síðar. - SÍMI 733 - Keflavík, 30. nóv. 1957. * STJÓRNIN

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.