Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 31

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 31
F A X I 139 Eitt dauðaslysið enn, milli Ytri Njarðvíkur og Keflavíkur! Á veginum milli Ytri-Njarðvíkur og Keflavíkur hafa nú, með ekki löngu millibili, orðið fjögur dauðaslys, fyrir utan minni slysfarir af völdum umferðar- innar, en sumum þó það miklum, að það veldur viðkomendum ævilöngum örkuml- um. Þar að auki veit enginn, hve hurð hefir oft skollið nærri hælum, að slys yrði á þessum vegarkafla, en sem tekizt hefir að afstýra á síðustu stundu. Það er eins og það þurfi að gerast undur og stórmerki til að vekja menn til meðvitundar um það sem gera þarf. Það er þó ekki af því að það sé ekki oft búið að vara við þeirri hættu, sem stafar af þeirri geysilegu umferð, sem er á þess- um vegarkafla frá flugvallarhliðinu og út í Keflavík, en það mun vera um 3—4 kílómetrar. Eg efast um, að það sé nokkur vegur á landinu fjölfarnari —, og undanskil ég þá ekki veginn milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Auk þess er mjög fjölferð- ugt milli Ytri-Njarðvíkur og Keflavíkur, bæði gangandi og hjólandi fólk, því menn stunda vinnu á báðum stöðum gagn- kvæmt, eins og síðasta dauðaslysið sýnir. Undanfarandi þrjú ár í röð hefir að tilhlutan hreppsnefndar Njarðvíkurhrepps og sýslunefndarmanns hreppsins verið samþykktar á sýslufundum Gullhringu- sýslu eftirfarandi tillaga í 5 liðum: 1. Að þjóðvegurinn frá flugvallarheiði til Keflavíkur verði malbikaður. 2. Að þjóðvegurinn frá flugvallarhliði til Keflavíkur verði upplýstur. 3. Að hámarkshraði ökutækja verði á þessum vekarkafla sami og innanhæja. 4. Að hlutast verði til um að ríkislög- reglan á Keflavíkurflugvelli sjái Njarð- víkurhreppi fyrir lögregluaðstoð eftir því, sem þörf krefur og tilefni gefst til hverju sinni, vegna ríkjandi ástands í varnarmálunum. 5. Að athugaður verði möguleiki á því, að beina hinni miklu flugumferð að og frá flugvellinum frá flugi yfir íbúðarhverfi hér á skaganum, þó sér- staklega yfir Njarðvíkurnar; því að það mun vera alls óþekkt fyrirbæri annars- staðar í heiminum, að slíkt flug, sem hér á sér stað yfir bæina, þekkist. Þessi tillaga var samþykkt með öllum atkvæðum í sýslunefndinni —, öll árin, og oddvita sýslunefndarinnar falið að koma henni á framfæri við viðkomandi stjórnarvöld; og það var gert, er mér sagt, en alveg án árangurs. Þó skeði það merki- lega, að oddviti sýslunefndar Gullbringu- sýslu, sem á sínum tíma stóð að sam- þykkt þessarar tillögu, varð á tímabilinu varnarmálaráðherra, sem þessi mál senni- lega heyra undir; það var sama, enginn árangur sýnilegur. Það mun rétt að gera grein fyrir þess- ari tillögu og hverjum lið hennar. Það mun sízt líta svo út að fyrsti liður tillögunnar dragi úr slvsahættunni, þar sem farið er fram á að umræddur vegar- kafli verði malbiþaður, en samhliða því að hann verði lýstur —, og hraði öku- tækja verði ákveðinn sami og innanbæja, ætti slysahætta af þeim sökum ekki að verða meiri. Nú stendur svo á, eins og kunnugir vita, að nokkuð langur kafli af umrædd- um þjóðvegarkafla liggur í gegnum byggð- ina í Ytri-Njarðvíkum, er því ástandið, eins og það er í þessum efnum, alveg óboðlegt og óviðunandi. A sumrin, þegar allir vegir eru þurrir, og umferðin eins og hún er, eða hefir verið, má segja, að varla sjáist á milli húsa, sem næst eru veginum, fyrir moldroki við umferðina, þar við bætist svo það, að á þessum slóð- um er mjög sjaldan logn, og því dregst rykskýið alveg yfir hyggðina til beggja liliða, íbúum til hrellingar og heilsuspillis. 2. liður tillögunnar um lýsingu á veg- inum, er bein ráðstöfun til öryggis veg- farendum. 3. liðurinn, um hámarkshraða öku- tækja, er einnig ákveðinn til öryggis veg- farendum, þó hann sé, því miður, oft brotinn. 4. liðurinn, um lögregluaðstoð. Sýslu- maðurinn upplýsti það á fundinum, er mér sagt, að um lögregluaðstoð til Njarð- víkurhrepps geti ekki orðið að ræða frá flugvallarlögreglunni því hún hefði ærið nóg að starfa á flugvellinum, ekki fjöl- mennari en hún er, og geti alls ekki sinnt öðru en því, sem þar færi fram, en benti þess í stað á, jafnframt því, að viður- kenna nauðsyn á lögreglu í Njarðvíkur- hreppi, vegna fjölmennis, sérstaklega á vissum tímum árs, þá yrði hreppurinn að verða sér úti um lögreglu eftir öðrum leiðum, sem vafalaust líka verður gert, því þörfin er mjög brýn og aðkallandi. Eg vil leyfa mér að fullyrða, að allir viðkomendur þessara mála gerðu sér miklar vonir um að þcssar tillögur sýslu- nefndarinnar, svo sanngjarnar sem þær eru og aðkallandi, fengju fljótan og góðan endir, en svo hefir ekki samt orðið raunin á, enn þá. Ekki hvað sízt byggðu menn vonir á því, er svo bar undir, að sýslumaðurinn, sem að þessum málum stóð í sýslunefnd Gullbringusýslu á sínum tíma, var og er uppbótarþingmaður Gullbringusýslu og varð svo á sama tíma ráðherra í ráðu- neyti Hermanns, sem þessi mál einmitt heyra undir og honum því vafalaust mjög innan handar, að koma þeim á framfæri, hver svo sem endirinn yrði. Sú hefir samt ekki orðið raunin á enn þá. Telja má víst að það sé af öðrum ástæðum en af umhyggju fyrir háttvirt- um kjósendum, að svo hefir tekizt til, að þetta áhugamál sýslunefndar Gullbringu- sýslu hefir ekki enn þá fengið neina áheyrn, þó ráðherrann væri á sínum tíma með að samþykkja framanritaða tillögu í sýslunefndinni. Eg vil leyfa mér, í nafni allra þeirra, sem þessi mál varða, að skora á varnar- málaráðherra að nota aðstöðu sína til al- varlegrar athugunar og leggja það tafar- laust fyrir það þing, sem nú situr, til meðferðar og afgreiðslu, og sýna með því fulla viðleitni, hver svo sem úrslitin verða. Dauðaslys það, sem nú síðast varð á umræddum vegarkafla, hrópar til þeirra, sem þessi öryggisinál heyra undir, að gera tafarlaust einhverjar þær ráðstafanir, sem gætu miðað að því, að svona slys komi ekki fyrir þarna aftur; og einmitt, ef sú tallaga, sem að framan getur, yrði samþykkt, og svo framkvæmd, mætti segja að þeir, sem þessi mál heyra undir, hafi gert skyldu sína, en fyrr ekki. Stefán Sigurfinnsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.