Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 35

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 35
F A X I 143 Eins og sjá má af þessu þá eru raf- virkjarnir gáfaðastir, eiga 4 af 10 en mál- ararnir komast ekki á hlað. Eg læt þetta lauslega yfirlit um rekstur skólans nægja, en vil fyrir hönd félagsins þakka öllum sem hafa lagt þessu máli lið, bæði félagsmönnum sjálfum og einnig bæjarstjórum, bæjarfógeta, skólanefndum, kennurum og síðast en ekki sízt Her- manni Eiríkssyni, sem verið hefur skóla- stjóri frá 1943 og rækt það starf með mikilli prýði. Það er sem sagt tuttugu og einu ári eftir stofnun þessa félags, sem eitt af aðaláhuga- málum þess hefur fengið viðunandi lausn. Það er ekki þar með sagt, að Iðnaðar- mannafélagið þurfi ekki að skipta sér af þessum málum meir. Jú, við þurfum að hafa vakandi áhuga á að bæta menntun, bæði þeirra, sem lokið hafa tilskildum prófum og eins hinna, sem eru að byrja. Það er álit þeirra, sem lengst hafa starfað að málum iðnskólans hér, að það sé nauð- synlegt fyrir Iðnaðarmannafélagið að byggja félagsheimili þar sem skólinn gæti haft aðsetur, því fyrr verði ckki hægt að reka hann sem dagskóla, en það mun allavega verða í framtíðinni. Ég gat þess áðan, að á fyrsta starfsári þessa félags hafi verið haldnir 11 fundir. Því miður hefur dregið mikið úr funda- höldum og seinni árin verið haldnir 1 og 2 fundir milli aðalfunda. Það virðist vera sama sagan í þessu félagi og flestum öðr- um, að fundarsóknin er mest fyrst en fer svo dvínandi með árunum. Það mætti kannske slá því föstu að áhugi í félagi eins og okkar gæti haldizt óskertur, þar sem félagið er stofnað til að bæta kjör okkar og auka getu okkar til að mæta þeim erfiðleikum, sem lífsbar- áttan útheimtir. En þó er það svo, að illa gengur að viðhalda áhuganum nema eitt- hvað sérstakt sé að gerast. Eins og ég sagði áðan, þá þurfti margt að gera eftir að þetta félag var stofnað, og það var gert, en svo er eins og áhuginn fari að minnka eftir að búið er að koma öllu á góðan rekspöl. Það er með kjarabætur eins og matarforðann til vetrarins, (það eyðist allt sem af er tekið), og þó að við höfum góð kjör í dag, þá rýrna þau jafnt og þétt með hækkandi verðlagi og þess vegna þurfum við alltaf að hafa vakandi áhuga fyrir því sem er að gerast í landinu hverju sinni. Eg býst við að allir iðnaðarmenn sem hér eru, hafi heyrt talað um „Fríverzlun Evrópu". Þetta er eitt af stóru vanda- málunum, sem þjóðin í heild stendur and- spænis í dag, og það snertir okkur iðn- aðarmenn ekki síður en aðrar stéttir þjóð- félagsins. Ef úr því verður að felldir verði niður allir tollar milli flestra Evrópu- ríkjanna og skapaður frjáls markaður fyrir um 300 milljónir manna, þá skapazt frjáls samkeppni, sem óhjákvæmilega reynir til fulls á getu og hæfileika iðn- aðarstéttarinnar í landinu og það má búast við að það verði þungt próf. Ég held því að okkur þurfi ekki að skorta áhugamál í náinni framtíð, og sé því jafnvel enn meiri nauðsyn en nokkru sinni fyrr að standa saman. Til athugunar Vikuna milli jóla og nýárs, eða jafnvel fyrr, má sjá stóra hópa af börnum berandi spýtur, pappakassa og hverskins dót, sum hafa jafnvel verið svo heppin að ná í nokkur gömul bíldekk. Og allir stefna í sömu átt, upp í heiði. Það er verið að hugsa fyrir gamlárskvöldinu. Nú skyldum við ætla að börnin væru að safna í eina stóra brennu. En svo er ekki, þau eru að undirbúa fjölda margar smábrennur, nokkur börn eru um hverja. Stundum vill þá henda, að óánægja skap- ast út af efnissöfnun og jafnvel getur komið fyrir að hnuplað sé frá nágrönn- unum ef óvandaðir eiga hlut að máli. Olíkt væri skemmtilegra, og æskilegra á allan hátt, að allir sameinuðust um eina stóra brennu. En það er varla hægt að búast við að börnin hafi svo mikinn fé- lagslegan þroska að þau sameinist um þessi mál án þess að fullorðnir taki stjórn- artaumana. Væri því ekki hugsanlegt að Keflavíkurbær stæði fyrir myndarlegri brennu um næstu áramót og óskaði eftir þátttöku allra áhugasamra barna. Ef þetta tækist mundu börnin verða miklu ánægð- ari og öllum þykja meiri skemmtun að horfa á slíka brennu en allar hinar til samans. Barnavinur. KEFLVÍKINGAR! GóS tómstundaiðja er gulli betri. HvetjiS æskuna til íþróttaiSkana. I.B.K. —.— Orðsending 1 Skrifstofa Kaupfélagsins er flutt FRÁ SAMVINNUTRYGGINGUM að Faxabraut 27. Sími 500. Skrifstofan er flutt að Faxabraut 27. SAMVINNUTRYGGINGAR KAUPFÉLAG SUÐURNESJA i* f. 4

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.