Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 37

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 37
F A X I '145 - FYRIR YNGSTU LESENDURNA - Litli Eskimóadrengurinn Nigalek „Nigalek“ var lítill Eskimóadrengur. Hann bjó nálægt norðurpólnum, þar sem kalt er nærri því allt árið. En honum var alveg sama, honum varð ekkert kalt. Mamma hans, hún Igliuk, bjó til mikið af hlýjum fötum á hann. Þau voru gerð úr feldum, sem pabbi hans kom með, þegar hann kom af dýraveiðum. Húsið, sem Nigalek átti heima í, leit út eins og risastór kúla, sem hefir verið brotin í tvennt, og um miðjuna lögð á jörðina. Svona hús kalla Eskimóar „iglo“. Pabbi hans hann Kipmak, byggði húsið úr ísklumpum, sem hann auðvitað varð að laga til áður, rétt eins og múrstein- arnir, sem við hérna á Islandi notum. Til að komast inn og út úr húsinu, varð Nigalek að skríða gegnum ísgöng, sem pabbi hans hafði byggt við húsið, sem og kemur í stað inngangs hjá okkur. Nigalek litla myndi vafalaust ekki finnast mikið til okkar húsa koma, svo hrifinn var hann af heimilinu sínu. A miðju gólfi hússins var gerður stór flötur, sem pabbi hans Nigalek setti stóran flatan stein ofan á. 1 steininn gerði hann dæld, sem hann svo notaði fyrir ofninn til að hlýja upp húsið. Þegar þau kveiktu upp, helltu þau hvallýsi á eldiviðinn í stað steinolíu eins og við myndum gera. Á þessum ofni var allur maturinn eld- aður, en þá batt hún Igliuk pottinn á stoðir, sem skorðaðar voru þannig, að þær mynduðu þríhyrning yfir ofninum. Kjöt og fisk og ekkert annað borðuðu Eskimóarnir á veturna. Jafnvel á sumrin var lítið annað að borða. Kartöflur kærðu þeir sig ekkert um, af því þær voru ekki til. Einu sinni kom hvítur maður í heim- sókn, hann gaf Nigalek litla mislita mola, sem voru svo góðir á bragðið, þetta sagði hvíti maðurinn að kallað væri brjóstsykur. Nigalek litla fannst hann aldrei hafa fengið nokkuð svona gott fyrr, en þetta var í fyrsta sinn, er hann smakkaði á sælgæti, enda voru allar tennurnar hans hvítar, sterkar og heilar. Svo fór hvíti maðurinn eftir nokkra daga, þá var það úr sögunni. Mörgum sinnum óskaði hann sér þess, að fleiri hvítir menn kæmu í heimsókn, með meira af þessum góðu, mislitu mol- um. Þá hló pabbi hans bara. Hann lofaði honum að hann skyldi færa honum sæl- gæti næst er hann færi í ferðalag, en hann var vanur að fará latiga leið til selja skinnin, eftir að hann var búinn að vera á veiðum. En það var óralangt þangað sem hann fór með skinnin. Dag nokkurn kom Kipmak með góðar fréttir. Skip hafði skrúfast fast í ísnum. Nágranni þeirra hafði verið á staðnum, og sagði þeim að hvítu mennirnir, sem á skipinu voru vildu ólmir kaupa skinn- feldina, sem Eskimóarnir áttu, og þeir borguðu fyrir þá með rifflum og hnífum og ýmsum hlutum, sem Eskimóarnir þurftu að nota við veiðarnar. „Hafðu þig til strákur“, sagði Kipmak við Nigalek. „Igliuk, þú kemur auðvitað með.“ Nigalek var fullur tilhlökkunar. Hann hljóp marga hringi kring um húsið af eintómri tilhlökkun. Pabbi hans varð reiður og skipaði stráksa að hætta öllum skrípalátum og hjálpa heldur til við að komast af stað. Ahnars var hann ekkert reiður við Nigalek, hann vildi bara kom- ast sem fyrst af stað. Matnum var pakkað í skinnfeldi, það var auðvitað kjöt og lýsi. Eldivið tóku þau líka með sér, því að þetta var langt ferðalag og þau þyrftu áreiðanlega að tjalda næturlangt. Tjaldið var úr skinni, hlýtt og sterkt. Ollum farangrinum var nú vel fyrir komið á sleðanum. Ekki mátti Kipmak gleyma rifflinum sínum, alltaf gat skeð að þau kæmust í færi við bjarndýr, en þau eru nú engin lömb að leika sér við, þegar þau eru svöng. Nú var allt tilbúið. Nigalek litli settist ofan á allan farangurinn, pabbi stýrði sleðanum og ýmist hljóp eða gekk. Mamma hljóp á eftir, en stundum stóð hún aftan á sleðanum líka, þá hljóp pabbi enn hraðara, mikið fannst honum Nigalek gaman. En það voru auðvitað hundar, sem drógu sleðann, pabbi varð bara að stýra þeim. Þau höfðu nú ekið í marga klukku- tíma og voru að komast niður bratta brekku, þegar Kipmak allt í einu hróp- aði „Nanook“, Nigalek vissi að það þýddi, að nú var ísbjörn einhversstaðar ekki langt frá. Allt í einu kom hann auga á L stóra hvíta skepnu, sem glennti upp ginið og urraði. Nigalek litli var óttalega hræddur, hann vissi hve sterkur og grimmur björninn var. Nú seildist Kip- mak eftir rifflinum sínum, miðaði vand- lega og skaut. „Nanook“ datt dauður niður. Öllum þrem létti, því þau vissu svo sannarlega hvað það getur þýtt, að komast í klærnar á þessari risaskepnu. Nú var mikið um að vera, Kipmak fláði skinnið af skepnunni, og skar kjötið í stóra bita. Hundarnir voru svo kátir eins og litlir krakkar, að þeir hlupu og geltu, nú vissu þeir að þeir myndu fá nýtt kjöt til kvölds. „Við verðum að geyma kjötið hérna,“ til að byrðin verði ekki of þung fyrir blessaða hundana okkar,“ sagði Igliuk, „svo tökum við það þegar við komum til baka.“ „Fáum við ekki steik í kvöld,“ spurði Nigalek litli. „Jú, jú,“ sagði mamma hans og brosti að ákafanum í litla drengnum sínum. Pabbi var að virða fyrir sér þennan stóra feld, sem nú blasti við honum og sagði: „Það er bezt að hann Nigalek litli fái að selja þennan stóra feld, fyrst við vorum svona heppin, að veiða björninn á þess- ari fyrstu bæjarferð hans. „Það verður gaman, hvað ætlarðu nú að fá fyrir þetta stóra skinn,“ spurði mamma. „Eg ætla að fá marga, marga mislita mola,“ sagði Nigalek. Þá hló pabbi hans að honum. Ferðinni var nú haldið áfram, fram á kvöld, þá var tjaldað yfir nóttina og farið af stað aftur í býti um morguninn. Þau náðu til skipsins á hádegi daginn eftir. Þar voru margir Eskimóar að selja skinn. Nigalek bættist nú í hópinn og af því að hann var yngstur í hópnum, kepptust hvítu mennirnir við að kaupa af honum, en hann var mesti kaupmaðurinn líka, svo að fyrir húðina af birninum fékk hann stóran veiðihníf, fallegan sleða og allt það sælgæti, sem hann gat borið og í sig látið. Allir voru ánægðir og var svo haldið af stað aftur heimleiðis. Það getið þið verið viss um, að Nigalek varð seinna, þegar hann var orðinn fullorðinn, einn allra bezti veiðimaðurinn við norðurpól. Lausl. þýtt. G. Þ.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.