Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 41

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 41
F A X I 149 Þannig var kveðið: En frelsishetjan Jón Sigurðsson gnæfir samt alltaf langt upp fyrir samtíðamenn sína. Maðurinn sem kunni að fá menn til að standa saman og skildi þörf landsins, sál þess og hugsun. Um allt Island koma menn saman eins og hér í dag til að fagna á þessum degi og vonandi látum við hann alltaf skipa þann sess, sem honum ber, að vera mesti hátíðisdagur þjóðarinnar. Við Keflvíkingar höfum valið okkur þennan stað til þessa hátíðahalds. Við höfum verið lánsamir að hyggja hann sögum og minningum og það hefur mikið gildi fyrir okkur og þó sérstaklega fyrir framtíðina. Hér getum við minnst fortíðarinnar, og lagt og undir- hyggt framtíðina fyrir hvern einstakling og fyrir þjóðina í heild. Við höfum hér sögulegt tákn sem gerir staðinn verðmæt- an. Við þurfum að hafa það hugfast í framtíðinni að þessum stað verði ávallt gert mögulegt að rækja sitt hlutverk. Einhversstaðar segir að styrkleiki keðj- unar fari eftir veikasta lilekk hennar. Það eru orð að sönnu. I íslenzku þjólífi, at- vinnulífi og menningu þurfa að vera, sem fæstir veikir hlekkir og þess óskum við öll. Við sem byggjum þennan bæ myndum einn hlekk í íslenzku þjóðlífi, livort hann er sterkur eða veikur erum við sjálfir varla dómbærir um, en Iiitt vitum við, hann verður aldrei of sterkur. Það er nauðsyn- legt fyrir okkur að halda hér saman á þessu afmarkaða svæði til að samstilla hug- ann að ákveðnu marki þjóðlegrar eining- ar, til haráttu fyrir menningu, menntun, djörfung og dug og alls þess góða og at- orkusama er eina þjóð má prýða. Það er eitt stórt mál, sem í dag er rétt að við leiðum hugan að. Eitt stórt mál, sem er snar þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar, en þar á ég við Handritamálið. Islenzk sjálfstæðisbarátta er raunverulega ekki til lykta leidd fyrr en við erum búinn að fá ísl. handritin á íslenzka grund. Islendingar, jafnt háir sem Iágir ,standa sem einn maður í handritamálinu, eins og í sjálfstæðisbaráttuni. Okkar rök eru óhrekjandi. Handritin eru skrifuð af ísl- enzkum mönnum á íslandi og því aðeins eru þau komin til Kaupmannahafnar að á þeim tíma var hún höfuðborg íslands og háskóli Danmerkur jafnframt háskóli Islendinga. Með aðskilnaði ríkjanna og fullkomnu sjálfstæði íslands og stofnun íslenzks Háskóla, er viðhorfið þannig breytt, að við eigum fullkominn rétt á þcim verðmætum er tilheyra íslandi og íslenzkri menningu og þeirra menntastofnun í þessu tilliti. Eða getur nokkur haldið því fram að Arni Magnússon, sá ágæti sonur Islands, hefði flutt handritin úr landi, ef hér á landi hefði verið til háskóli eða svipað mennta- setur, þar sem hann gat verið öruggur um geymslu þessara dýrgripa? Nei, ábyggilega ekki. Tíminn vinnur með okkur í þessu máli. Æ fleiri og fleiri danskir menn við- urkenna rök okkar og rétt til handrit- anna, en við íslendingar þurfum að vera á verði og halda málum vakandi. Krafa okkar um endurheimt handritana, verður að koma fram með endurnýjuðum krafti. Á hverjum þjóðhátíðisdegi verða að streyma kröfur og áskoranir til ráðamanna Dana og okkar um endurheimt hand- ritaana. Það þarf að gneysta frá okkur þrótti og alvöru er veiki hina þó þrákelknis- legu mótstöðu í jafn sjálfsögðu máli, þar til fullnaðarsigur er unninn. Margir sýna samt ka’ruleysi og tómlæti. En tómlæti er versta átumein sanns lýð- ræðis. Ef stór hluti þegnanna lætur sig ekki varða hvað fram fer, skapar það grundvöll fyrir öfgar og eyðileggingu. Hér eigum við að mæta til hátíðahalds. Sumir segja, það er ekki gott veður, eða það verð- ur ekkert gaman. Sama ræðan og í fyrra, allt svo lítið fjarlægt finnst sumum. Flögg á stangli hengd upp á fiskitrönur með troll- tvinna, kannski óhreinn? Alveg eins og það var í fyrra. Allt þetta gat verið satt, en það skipti ekki máli. Eg var á Þingvöllum 1944, og því mun ég seint gleyma. Veðurguðirnir voru ekki hliðhollir. Það var rigning og súld að kveldi sautjánda og á 17. júní. En það virtist ekki hafa nein áhrif. Tjaldhorgin reis, fólk streymdi að úr öllum áttum. Allir voru glaðir og ánægðir. Sátt og samlyndi ríkti. Engin úlfúð engar riskingar. Allir voru góðir og sáttfúsir. Milli tjaldanna harst ánægjulegur kliður glaðværðar og söngs. Eg minnist sérstaklega hljóðfæra- leikara er sat úti í hrauninu í rigningu og spilaði ættjarðarlög á harmoniku, en allir í hring tóku undir. Það var skin og þurr- viðri, en ekki súld og rigning í luiga þess- ara manna. Þeir voru íslendingar á fagn- aðar stund, sem vildu leggja sig alla fram, ekki hluta af sjálfum sér, heldur alla fyrir land og þjóð. Sama er að segja um þessa samkomu og aðrar, hvar sem þær eru haldnar. Ytri út- búnaður er ekkert aðalatriði. Heldur sá þróttur af okkur sjálfum, sem við viljum leggja í hann til að stirkja hvern veikan hlekk í íslenzku þjóðlífi. Þegar við lítum hér í kringum okkur, hlasir við okkur hrjóstugleiki Reykjanes- skagans, sem við byggjum. Grjótið og möl- in skiptast á. Harðgerður gróður hefur náð að lifna í hrjóstrugu umhverfi, og í sævi- barinni Keflavík, hefur lífið og starfið náð að festa rætur. Islendingar misstu frelsi sitt fyrr á öld- um, vegna þess að þeir kunnu ekki að vinna saman. Hrjósugleiki einstaklings hyggjunnar og ósamlyndið varð hinu unga lýðveldi að fjörtjóni. Látum okkur það að varnaði verða. Við höldum okkar 14. þjóðhátíðardag í dag. Ennþá gætir ekki nægilegs þroska hjá okkur til að tak- ast á við erviðleika líðandi stundar til að byggja upp nógu fjárhagslega óháð og sterkt þjóðlíf. Eflaust eru það æskubrek lýðveldisins. Með tímanum lærist okkur að skilja, að aukið frelsi krefst aukinnar ábyrgðar. Þeir tímar eru liðnir er við getum skellt skuld- inni á aðra en okkur sjálfa vegna ósjálf- stæðis. Nú gildir ekkert annað en við stöndum einir óstuddir, ef við eigum ekki að falla á því prófi að geta lifað sem sjálf- stæð þjóð. I dag er sólskin og sumar. Það er bjart yfir. Sólin glæðir allt lífi og yl. Megi þessi dagur og allir 17. júní dagar færa okkar kæru fósturjörð hamnigju, og og þroska þjóðina í samvinnu og samstöðu er á reynir. Og megi þessir og aðrir dagar hennar glæða þann eld innra með hverjum íslending, er heldur vakandi þeim mann- dómi, að til að lifa lífinu, sem sjálfstæð lítil þjóð í stóru hrjóstrugu landi, að til þess að það geti skeð, þarf að leggja eitt- hvað í sölurnar og til þess séum við fúsir, ávallt þegar á reynir. Gunnar Sveinsson. Hvencer lœkkar benzínið í Keflavík? Ýmsir bílaeigendur hér í Keflavík og annarsstaðar á Suðurnesjum velta því fyrir sér, hvort Olíufélagið h.f. muni ekki lækka verð á benzíni hér suður frá, eins og þeir gerðu fyrir nokkru í Reykjavík. Manni skilst, að lögum samkv. eigi að vera sama verð á benzíni um land allt. Eða er einhver munur á að vera við- skiptavinur Olíufélagsins í Reykjavík heldur en í Keflavík?

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.