Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 43

Faxi - 01.12.1957, Blaðsíða 43
F A X I 151 ÁSABRAUTARBÚÐIN SELUR: Ódýrar og góðar hreinlæitsvörur í sjálfsölu. — Allskonar matvörur. — Kex og kökur. — Góðar kartöflur, gullauga og fl. teg., í heilum og hálfum pokum. Nýtt dilkakjöt og þvegin svið. — Reykt hrossakjöt. — Osta og allskonar ofaná- legg. — Búðinga, allskonar krydd, og allt í jólabaksturinn. Avexti og allskonar jólasælgæti. Gerið jólainnkaupin tímalega, því lítið er af sumum vörutegundunum. Nágrannar og aðrir Keflvíkingar, það er gott og þægilegt nú fyrir jólin, eins og endra nær að verzla í Asabrautarhúðinni. DAGLEGA: Nýr og saltaður fiskur frá Nýju Fiskhúðinni. Munið þjóðarréttinn á Þorláksmessu. Skötuna góðu og hamsatólg útá. Sendum heim. ÁSABRAUTARBÚÐIN SÍMI 520 Keflvíkingar í Færeyjum Faxa hefur borizt íþróttablað Færeyinga, sem nefnist „Ítróttatíðindi". Er þar sagt frá ferð íþróttabandalags Keflavíkur til Færeyja í sumar. Þar sem búast má við því, að marga langi til að heyra, hvað Færeyingar hafa að segja um ferð Keflvíkinga, birtir Faxi hér greinina úr „ftróttatíðindi" í lauslegri þýð- ingu: Hinn 4. ágúst kom Hermann Eiríksson kennari ásamt 14 leikmönnum frá Keflavík til Þórshafnar til að leika knattspyrnu. Her- mann var fararstjóri og hinn gamli góði kunningi okkar, Hafsteinn Guðmundsson, var fyrirliði hðsins og þjálfari. Keflavík hefur um 5000 íbúa og eru tvö félög þar, Knattspyrnufélag Keflavíkur og Ungmennafélag Keflavíkur. Bæði félögin mynda svo eitt bandalag, Iþróttabandalag Keflavikur, sem keppir í II. deild í íslands- mótinu í knattspyrnu. Keflvíkingar höfðu góðar vonir um að vinna sína deild og flytj- ast upp í I. deild næsta ár. Miðvikudagurinn 6. ágúst léku þeir móti gestgjöfum sínum, B-36, og unnu Keflvík- ingar létt með 5 gegn 2. í Klakksvík léku þeir 8. ágúst og unnu þeir Færeyjameistarana með 2 gegn 1. Þann 10. ágúst léku þeir svo við bæjarlið Hafsteinn Guðmundsson. Þórshafnar. Var þetta mjög góður leikur og endaði með jafntefli 1:1. Síðasti leikurinn var leikinn 12. ágúst móti H.B., sem styrkti hð sitt með tveimur leik- mönnum úr B-36. Um þennan leik er enn talað hér í Þórshöfn, vegna þess hve góður hann var. H. B. hefur ekki í mörg ár leikið svo jafngóðar 90 mín. Endaði leikurinn með 2:0 fyrir H. B. Þessi úrsht í leikjum Keflvíkinga voru góð, þau voru engin tilviljun, því Keflvíkingar léku betri knattspyrnu, bæði hvað viðvíkur knattmeðferð og samleik, en okkar menn. Hafsteinn var bezti maður hðs Keflvíkinga. Líkamlegur styrkleiki var okkar sterka hlið nú sem fyrr móti útlendingum. Það reyndist íslendingum of erfitt að leika annan hvem dag. Sandgerðingar voru fljótari en við en munurinn á okkar mönnum og Keflvíking- um var enn meiri. Við eigum nokkra góða menn, en þeir eru svo seinir að komast í gang. Okkar menn eiga að leggja meira upp úr spretthlaupum á æfingum. Keflvíkingar voru frábærir menn og var ánægja að hafa þá sem gesti, því þeir gátu kennt okkur mikið í knattspyrnu og þeir voru vinsælir og viðkunnanlegir menn. KEFLVÍKINGAR! Styrkið gott málefni. Kaupið happ- drættismiða Iþróttabandalags Keflavíkur. Dregið 23. des. n.k.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.