Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 1

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 1
 1. tbl. • XX. ár JANÚAR 1960 Útgefandi: Málfundafélagið Faxi Keflavík 070 Hörmulegt sjóslys Sá hörmulegi atburður gerðist í byrjun þessa árs, að vélskipið Rafnkell, GK 510 frá Garði, sem fór í sinn fyrsta vertíðar- róður frá Sandgerði aðfaranótt mánudags- ins 4. janúar, fórst með allri áhöfn, 6 vöskum og þrautreyndum sjómönnum. Rafnkell mun hafa lagt af stað í róður- inn kl. 2, ásamt 6 bátum öðrum, en þar sem veður var mjög hvasst og illt þessa nótt, sneru 4 bátanna aftur, en hinir 3 héldu áfrarn út á miðin og byrjuðu að leggja línur sínar. Bátarnir frá Sandgerði, sem á miðin komust auk Rafnkels, voru þeir Mummi og Víðir II. Allir frá sama útgerðarmanni, Guðmundi Jónssyni á Rafnkelsstöðum í Garði. Klukkan 5 á mánudagsmorguninn hafði skipstjórinn á Víði II., Eggert Gíslason, talsamband við Rafnkel. Var þá allt með eðlilegum hætti á skipinu. Skipstjórinn á Garðar Guðmundsson skipstjóri. Mumma, Sigurður Bjarnason, sá einnig til bátsins nokkru síðar, en hann mun hafa verið sá síðasti, sem til bátsins sá. Þegar Rafnkell var ekki kominn að á eðli- legum tíma, var tekið að óttast um bát- inn og.var strax á mánudagskvöld hafin leit að honum af Sandgerðisbátum. Leit- inni var síðan haldið áfram næstu daga. Var leitað á landi, sjó og úr lofti, en öll leit var án árangurs. Hins vegar hefir brak úr bátnum og eitthvað af veiðarfær- um fundizt rekið á fjörur. Rafnkell var tveggja ára gamall austur- þýzkur stálbátur, 75 tonn að stærð. Mennirnir sem fórust með skipinu voru: Jón Garðar Guðmundsson skipstjóri, 41 árs að aldri. Hann lætur eftir sig konu, Ásu Eyjólfsdóttur, og 9 börn á aldrinum 4—17 ára. Garðar var dugmikill og vin- sæll skipstjóri, sonur hjónanna á Rafnkels- Vélskipið Rafnkell, GK 510 frá Garði. Myndin var tekin á síldveiðunum fyrir Norðurlandi s.l. sumar, þegar báturinn kom til hafnar drekkhlaðinn af síld. LANtlSöuiiÁSAlN 231200 ÍSLAHDS

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.