Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 4

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 4
4 F A X I S. E. Hlíðar: Nokkrar Árnesingaættir bls. 88). Séra Þorvarður faðir Skúla alþm. varð prestur í Holti undir Eyiafjöllum 1847—62, varð þá prestur að Prestsbakka á Síðu og hélt því kalli til æviloka. Hann var þrí- kvæntur, var Skúli alþm. af fyrsta hjóna- bandi hans. Hálfbróðir Skúla alþm. var séra Þorvarður prestur í Vík í Myrdal f. 1863, d. 1948, en hann var sonur Val- gerðar, síðustu konu séra Þorvarðar. Synir séra Þorvarðar Þorvarðarsonar eru svo sem kunnugt er þeir Kristján læknir í Reykjavík og séra Jón, prestur í Háteigs- prestakalli í Reykjavík. Er þetta mikil prestaætt, sem rekja má á ýmsa vegu. Högni Ketilsson var fæddur 9 .apríl 1857 á Skála undir Eyjafjöllum, það er á Ásólfsskála, en þar bjuggu foreldrar hans þau Ketill Eyjólfsson og kona hans Ólöf, f. 12. okt. 1829, Jónsdóttir í Mið- skála, f. 1801, Jónssonar bónda á Mið- skála, f. um 1755, Jónssonar bónda í Tungu í Landeyjum, f. 1718, Guðmunds- sonar. Móðir Ólafar var Halla Högna- dóttir, f. 1. júní 1796 í Neðradal undir Eyjafjöllum, líklega dóttir Högna Þor- leifssonar, er bjó í Neðradal 1801. Ketill, faðir Högna, var albróðir Ólafs á Náströnd í Keflavík, þess mæta manns (sjá Faxa XV, 2. tbk). Hann var fæddur 7. ágúst 1827 í Hvammi undir Eyjafjöll- um en þar bjuggu foreldrar þeirra bræðra, Eyjólfur, f. 1804, d. 1842, Ketilsson bónda á Sauðhúsvelli, f. 1765, Valdasonar. Eyjólfur Ketilsson fékk þann vitnisburð hjá presti sínum, er andlát hans var fært inn í prestsþjónustubók, að hann hefði Skúlj Högnason. verið „einstakur blíðlyndismaður, greið- vikinn til allra handtaka — iðjusamur og kappsamur, duglegur erfiðari"). Kona Eyjólfs í Hvammi var Jórunn, f. 1804, Ólafsdóttir bónda í Hvammi, f. 1760, Tómassonar og konu hans Ólafar Sveinsdóttur ljósmóður, er bjó í Hvammi eftir mann sinn og kom upp mörgum börnum þeirra. Alsystir Högna var Jórunn Ketilsdóttir, amma Þórarins Guðnasonar læknis í Reykjavík. Mun mikil ætt vera komin frá því Hvammsfólki. Þeim Önnu og Högna varð fimm barna auðið, en þau voru: 1. Helgi, ólst upp hjá móðurfólki Onnu. Dó uppkominn og ókvæntur. 2. Skúli, f. 31. júlí 1887, d. 4. júlí 1936. Var fyrirtaks trésmiður og byggingameistari í Keflavík, frábær verk- maður og vandaður maður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Kona hans var Guð- rún Jónsdóttir útvegsbónda í Kothúsum í Garði, Helgasonar (Faxi XIX, 5. tbk). Synir þeirra hjóna eru Jón verkfræðingur í Reykjavík og Rósant bifreiðastjóri í Keflavík. 3. Jón, f. 17. jan. 1889, d. 10. febr. 1889. 4. Þorvarður, f. 19. júlí 1893. d. 4. ágúst 1893. 5. Severína Petrína, f. 11. nóv. 1895, kona Ólafs Bjarnasonar út- gerðarmanns í Keflavík. Rína var hún kölluð, er hún var að vaxa upp i Keflavík, hin elskulegasta stúlka í sjón og raun, hæglát og prúð og öllum góð. Einkadóttir þeirra Severínu og Ólafs er Elín, kona Marteins Árnasonar skrif- stofustjóra í Keflavík. Anna Skúladóttir andaðist 30. apríl 1940, Högni Ketilsson 13. okt. 1942. Severína Petrína Högnadóttir. Sigurþór Guðfinnsson. Fimmtugur: Sigurþór Guðfinnsson útgerðormaður Þann 14. jan. s.l. var Sigurþór Guð- finnsson útgerðarmaður fimmtugur. Sigurþór er borinn og barnfæddur Kefl- víkingur, sonur hjónanna Þorgerðar Þór- oddsdóttur og Guðfinns Eiríkssonar, sem bjuggu alla tíð í Keflavík. Var Guðfinnur þekktur sjósóknari og lengi í félagsskap um útgerð við mág sinn, hinn kunna út- gerðarmann, Árna Geir Þóroddsson, sem um langt skeið setti svip sinn á athafna- líf þessa bæjarfélags. Bræður Sigurþórs eru þeir Sigurgeir og Guðmundur, en hann hefir verið .skip- stjóri á bátum þeirra bræðranna, ávallt aflahár og farsæll í starfi. Sigurþór er vin- sæll og duglegur útgerðarmaður, kvæntur er hann Kristjönu Magnúsdóttur, ættaðri frá Patreksfirði. Hún var áður gift Þórði Sigurðssyni vélstjóra, sem lézt af slysför- um. Með honum átti hún 4 börn og hefir Sigurþór reynzt þeim sem sínum eigin börnum, en þau hjónin eiga 2 efni- legar dætur. Blaðstjórn Faxa. Verkaskipting innan blaðstjórnar verður hin sama á þessu ári og hún var s.l. ár. Formaður blaðstjórnar er Hallgrímur Th. Björnsson, varaform. Margeir Jónsson og Kristinn Pétursson ritari. Ritstjóri verður Hallgrímur Th. Björnsson, eins og undan- farin ár.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.