Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 5

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 5
F A X I 5 „Við bara gerum það“ Ritstjóri 30 ára afmælisblaðs U.M.F.K. óskaði eftir því við Þorstein Einarsson íþróttafulltrúa, að hann skrifaði grein um Ungmennafélögin í afmælisritið. Þorsteinn varð við þessari ósk, en vegna misskilnings barst grein hans svo seint, að hún komst ekki í blaðið. Þar sem ég hefi áhuga fyrir því, að hin athyglisverða grein Þorsteins Ein- arssonar birtist almenningi, hef ég beðið Faxa að birta hana. Hafsteinn Guðmundsson. Það hefur löngum þótt bera vott um lélegt innræti hjá krökkum, sem segja í hvert sinn er þeim er eitthvað bannað: „Við bara gerum það“. — En það þarf eigi að vera sprottið af óþægð, þó kveði við í hópnum: „Við bara gerum það“. Hópur ungra manna, sem hyggst hrinda í framkvæmd fyrirætlun en hindrast af féleysi og öðrum raunverulegum eða ímynduðum erfiðleikum á án efa til vilja og hugsjón, ef þar kveður við: „Við bara gerum það“. — Þessi upphrópun á oft að hafa kveðið við í hópnum, sem réðst í það að stofna fyrsta ungmenna- félagið á Akureyri 7. janúar 1906. Sá hóp- ur hopaði ekki fyrir áreynslu, erfiði né fyrirhöfn, hvort sem hún var andleg eða líkamleg. Félagshópurinn veitti þeim líka þroska — en fyrst og fremst vegna þess, að hin sögðu orð voru ekki inntóm hugtök. Tilgangur þessa litla hóps, sem ýtti ungrnennafélögunum úr vör á Akureyri var: 1) Að reyna að safna æskulýð landsins undir eitt merki, þar sem þeir geti barizt sem einn maður, með einkunnarorðun- um „Sannleikurinn og réttlætið fyrir öllu“. I sameiningu gætu þeir aflað sér líkam- legs og andlegs þroska. „Vér viljum reyna að vekja æskulýðinn af hinum þunga svefni hugsjónaleysis og sljóleika fyrir sjálfum sér, til einingar og framsóknar, vekja lifandi og starfandi ættjarðarást í brjóstum íslenzkra ungmenna, en eyða flokkahatri og pólitískum flokkadrætti“. 2) Að reyna af alefli að vekja löngun hjá æskulýðnum, á aldrinum 15—30 ára, til þess að starfa fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð. 3) Að temja sér að beita starfskröftum sínum í félagi og utan félags. 4) Að reyna af fremsta megni að styðja, Þorsteinn Einarsson. viðhalda og efla allt það sem er þjóðlegt og rammíslenzkt og horfir til gagns og sóma fyrir hina íslenzku þjóð. Sérstak- lega skal leggja stund á að fegra og hreinsa móðurmálið. Hópurinn setti sér lög og gekk undir svohljóðandi skuldbindingu: „Eg undirritaður lofa því, og legg við drengskap minn, að meðan ég er í þessu félagi, skal ég ekki drekka neina áfenga drykki, né valda því vísvitandi, að öðrum séu þeir veittir. Eg skal vinna með alhug að heill þessa félags, framförum sjálfs mín, andlega og líkamlega, og að velferð og sóma þjóðar minnar í öllu því, sem er þjóðlegt, gott og gagnlegt. Lögum og fyrirskipunum vil ég hlýða í öllu, og leggja fram sérplægnislaust krafta mína til allra þeirra starfa, er mér kynni að verða falið að inna af hendi fyrir félagið." Á grundvelli þessara skráðu orða var ungmennatfélagshópurinn stofnaður. Mörg félaganna hafa síðustu 3 ár minnst 50 ára aímæla og samtök þeirra U.M. F.l. efndu til 50 ára hátíðamóts á Þingvöllum 1957. Hreppar á Islandi eru taldir 214 og kaup- staðir 14. Ungmennafélög í sveitum og kauptún- um eru 195, svo nærri má segja, að ung- mennafélag sé í hverri sveit, en ungmenna- félög eru aðeins í 3 kaupstöðum — Kefla- vík, Kópavogi og Reykjavík. Það félagsform, sem ungmennafélögin hafa myndað sér á rúmlega 50 árum er án efa hið hentugasta og frjálslegasta, sem til er. Innan þess rúmast hvað eina, sem stuðlar að andlegum og líkamlegum þroska. Félögin eru misjafnlega fjölþætt í félags- starfinu. Þið góðir ungmennafélagar í Keflavík hafið hin síðari ár mest tengzt saman til starfa af íþróttalegum verkefnum. Störf félags ykkar hafa sett svip á bæinn og skal þá fyrst telja mannvirkin, sem félagið hefur reist, Ungmennafélagshúsið og sundhöllina. Iþróttastörf ykkar hafa vakið athygli í Keflavík. Athygli, sem ekki binzt við fisk, skip og flugvöll. Tími geimferðanna er skollinn á. Það er freistandi fyrir okkur að gleyma okkur við framtíðardrauma. Vél'aorka og hraði skipa þar öndvegi. Eg skal ekki fara lengra út í þá sálma. Þið í Keflavík fáið nóg af þessum öndvegisþáttum nútímans og framtíðarinnar daglega, frá lofti, legi og láði, en sú spurning kemur oft fram í huga minn: „Hvað verður um líkama mannsins á öllum þessum farartækjum og meðal allra þessara véla, sem ferleg kjarna- orka knýr ?“ — Svarið hefur mér fund- ist ég eygja við lestur læknisskoðunar- skýrslu frá sænska hernum. Þar gefur að lesa að líkamsstyrkur sænskra karla hefur hin 10 síðustu ár lækkað um 30%. Svipað hafa rannsóknir í Bandaríkjunum sýnt. Niðurstaða þeirra hafði slík áhrif á Eisen- hower forseta, að hann setti tafarlaust á laggirnar tvær mikilhæfar nefndir til þess að finna ráð gegn þessari „veiklun“ og beita þeim. Ef þægindi hins daglega lífs krefjast minni líkamsstyrks, því þá nokkur við- brögð til þess að vinna gegn því að líkam- inn veiktist af áreynsluleysi ? — Reynslan sýnir að líkamsstyrks þarfnast þeir, sem eiga að stjórna vélum og breyting á hon- um til „veiklunar" hefur ill áhrif á and- lega starfshæfni og þroska. Eg hygg því að tími sé kominn til þess fyrir okkur, sem höfum sótt gleði og styrk í leiki og lausn íþróttalegra verk- efna, að við skerum upp herör, sem veki eigi minni athygli og starfsöldu en hóp- arnir sem stofnuðu ungmenna- og íþrótta- félögin. Góðir ungmennafélagar Keflavíkur, heill hinu 30 ára félagi ykkar. Standið fast við áforrn félagsskaparins að vinna með alhug að andlegum og líkamlegum fram- förum sjálfra ykkar og þjóðarinnar í heild. Þorsteinn Einarsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.