Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 6

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 6
6 F A X I Nú hringjum yið beint í jólablaði Faxa var sagt frá fram- kvæmdum við hina nýju, sjálfvirku sím- stöð í Keflavík, sem ákveðið var að byggja 1956. Þess var einnig þar getið, að verkinu miðaði svo vel áfram, að líklegt þætti, að hin fjögurra ára áætlun, um að því yrði lokið um áramótin 1960, stæðist, og að sjálfvirki síminn yrði kominn í notkun þegar næsta Faxablað kæmi út. Þessi áætlun hefir fullkomlega staðizt, sem mun allt að því einsdæmi, þegar um opinberar stórframkvæmdir er að ræða. En stöðin var tekin í notkun að kvöldi kl. 22 hinn 2. jan. s.l. að viðstöddum póst- og símamálastjóra, Gunnlaugi Briem, ásamt mörgum forsvarsmönnum landssím- ans. En þangað var einnig boðið bæjar- stjórn Keflavíkur og bæjarstjóra, nokkr- um forustumönnum hreppsmála í Njarð- vík og fréttamönnum blaða og útvarps. Þangað var einnig boðið hinum ýmsu verktökum, er stóðu að byggingu nýja stöðvarhússins, ásamt þeim mönnum, er unnu að uppsetningu sjálfvirku vélanna. I ræðu, er póst- og símamálastjóri flutti við þetta tækifæri, gat hann þess, að hér væri ekki um vígslu að ræða, heldur sýn- ingu á þeim áfanga, sem náðst hefði með opnun sjálfvirkrar innanbæjarafgreiðslu í Keflavík. Keflavíkurstöðin, sagði hann, er gerð fyrir 1400 númer. Undanfarið hafa verið 880 símanúmer í Keflavík, en þau aukast um 100 númer við opnun þessarar stöðvar og 100 bætast þar við innan skamms. Með opnun stöðvar- innar er fyrsta áfanga náð í framkvæmd, sem var ákveðin 1956. Þá var mikið öng- þveiti framundan í símamálum Keflavík- ur, gamla stöðin var orðin slitin og nærri engir stækkunarmöguleikar fyrir hendi, húsrými allt of lítið og óviðunandi starfs- skilyrði fyrir afgreiðslufólkið. í heild fel- ur framkvæmdin í sér ekki aðeins sjálf- virka stöð innan Keflavíkur, heldur einnig sjálfvirkt samband við Reykjavík og Hafnarfjörð, svo og minni sjálfvirkar stöðvar í Gerðahreppi, Innri-Njarðvík, Sandgerði og Grindavík, svo og sjálfvirkt samband þeirra á milli og við Keflavík, Reykjavík og Hafnarfjörð. Vorið 1957 var gengið frá endanlegum samningum við firmað L. M. Ericsson í Stokkhólmi um kaup á sjálfvirkum bún- aði í þessar framkvæmdir en afhendingar- frestur á svona búnaði er að jafnaði um tvö ár. Tímaáætlunin hefur staðizt varð- andi innanbæjarstöðina í Keflavík, en sjálfvirka sambandið við Reykjavík og stöðvarnar í Gerðahreppi, Sandgerði og Grindavík mun ekki komast á fyrr en á næsta sumri, því að efnið er ekki enn komið til landsins. Til þess að koma sjálfvirka búnaðinum í Keflavík fyrir, varð að reisa viðbygg- ingu við póst- og símahúsið þar. Að af- loknu útboði tóku Byggingaverktakar Keflavíkur að sér að reisa húsið, Aðal- steinn Gíslason, rafvirkjameistari í Sand- gerði, tók að sér raflögn, en Sighvatur Einarsson & Co. í Reykjavík hitalögnina. Uppsetning sjálfvirku tækjanna hófst um miðjan ágúst s.l. og er nú að kalla lokið. Rúmlega 7000 vinnustundir hafa farið í uppsetninguna og hafa unnið við hana 4 Svíar frá firmanu, auk 7—11 Is- lendinga. Fulltrúi firmans, Björn Herneke, verkfræðingur, stjórnaði uppsetningunni. Sjálfvirki búnaðurinn er af nokkurrí annarri gerð en sá, sem er á stöðvunum í Reykjavík og Hafnarfirði. I honum eru notaðir veljarar, þar sem tengisnertar þrýstast saman í stað þess að strjúkast yfir hver aðra. Slitið á þeim er því mun minna, auk þess sem tengihraðinn er meiri. 1 þessari stöð eru nokkur sérnúmer m. a. fyrir klukku. Klukkan er þó ennþá ekki kominn í samband (en verður senni- lega komin í samband þegar línur þessar birtast í blaðinu). Þess er vænzt, að hin nýja stöð í Kefla- vík muni greiða mjög fyrir bættri síma- afgreiðslu þar, og ekki sízt þegar sjálf- virkt samband við Reykajvík og nokkrar aðrar stöðvar kemst á næsta sumar. Eftir að póst- og símamálastjóri hafði lokið máli sínu, klippti hann á streng og skildi þar með á milli gömlu stöðvarinnar, handunnu og hinnar nýju sjálfvirku, með einu handtaki. Síðan valdi hann fyrsta númerið eins og meðfylgjandi myncl sýnir.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.