Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 11

Faxi - 01.01.1960, Blaðsíða 11
F A X I 11 Elísabet Sveinsdóttir sjötug A jóladaginn, hinn 25. desember síðast- liðinn, átti frú Elísabet Sveinsdóttir Suður- götu 19 sjötíu ára afmæli. Hún er fædd Grindvíkingur, dóttir hjónanna Sveins Einarssonar sjómanns og Ástríðar Gunn- arsdóttur, er bjuggu að Gjáhúsum í Grindavík um þær mundir. Þar ólst hún upp og fluttist með foreldrum sínum hingað til Keflavíkur 18 ára að aldri. Árið 1918 giftist Elísabet Einari Guð- rmundssyni, og bjuggu þau hér í Kefla- vík alla sína samverutíð. Einar var hinn mætasti maður og drengur góður, enda var hjónaband þeirra Elísabetar hið far- sælasta. Þau eignuðust þrjá syni. Elztur þ>eirra er Sveinn, þá Leifur, og Sverrir yngstur. Mann sinn missti Elísabet 22. nóv. árið 1946 — af slysförum. Eftir það hefir hún haldið heimili með sonum sínum, Sveini og Sverri. Leifur er kvæntur og býr hann einnig hér syðra með fjölskyldu sinni. Elísabet er ein þeirra kvenna, sem ávallt hefir leitazt við að láta sem minnst á sér bera. Störf sín hefir hún unnið að mestu leyti innan vébanda heimilisins. Og þar hefir hún vakað trúlega á verðinum. I störfum hennar fyrir heimilið, eiginmann- inn og synina hefir glögglega mátt greina það, að höndinni var stjórnað af hugarfari kærleikans. En áþekka reynslu af viðkynningu við Elísabet eiga margir fleiri en hennar nán- Ustu. Þeir eru að vísu ónefndir. En eigi að síður er það staðreynd, að mörgum skugganum hefir Elísabet eytt af vegum samferðamanna sinna með sinni einlægu hjálpfýsi og hlýja viðmóti. Eg veit, að hún hefir sjálf rcynt þetta, að: „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“. Kærleiks- bros hennar hefir áreiðanlega orðið bjartur geisli margri særðri sál. — En um þetta vill hún sjálf ekkert vita eða tala. „Hún er góð kona, — já, hún er góð kona, en hún vill aldrei láta neitt á því bera“, sagði gamall maður eitt sinn um Elísabetu í mín eyru. Og þau orð voru sögð af þeim áherzluþunga, að auðheyrt var, að ekki var talað án ástæðu eða út í bláinn. Og slíkt hið sama mundi margur vilja um hana segja, — jafnvel miklu fleiri en flesta gæti grunað, •— af því að það hefir jafnan verið þannig hjá henni, Elísabet Eveinsdóttir. að hægri höndin vissi eigi, hvað sú vinstri gjörði. Elísabet er jólabarn — í þeim skilningi, að á jólunum leit hún fyrst þessa heims ljós. En hún er einnig jólabarn í öðrum og dýpri skilningi. I svip hennar og sál býr sú birta, sem er í ætt við jólaljósin, — störf hennar og framkvæmdir liafa verið vaktar og bornar uppi af sömu hvöt- um og jólagjafirnar eru gefnar. Hún er því í sannleika jólabarn. Eg bið þess, að sú hin sama birta megi fylgja henni og vaka yfir henni á þeim áfanga, sem framundan er. — Guð blessi þig og þína, Elísabet mín, um alla ókomna tíma. Bj. J. Frá skemmti- fundi í stúkunni Vík. Hér ríkir æskuþróttur og heilbrigð lífsgleði og þó er hér ekkert vín á boð- stólum. Þannig er hollast að skemmta sér. Iðnróð Keflavíkur Hinn 8. nóv. síðastliðinn fór fram kosn- ing í Iðnráð Keflavíkur. Var haldinn sam- eiginlegur fundur í Iðnaðarmannafélagi Keflavíkur og Iðnsveinafélagi Keflavíkur og kaus þar hver iðngrein fyrir sig einn fulltrúa og einn til vara. Hið nýkjörna iðnráð hefir nú kosið sér stjórn og skipa hana: Guðni Magnússon málari, formað- ur, Jón Einarsson húsasmiður og Guð- laugur Kristófersson rakari. Varamenn: Bjarnveig Guðmundsdóttir hárgreiðsluk., Guðmundur Guðjónsson skipasmiður, Þorleifur Sigurþórsson rafvirki. Forsíðumynd. Forsíðumyndin í síðasta jólablaði Faxa, — barnaskólahúsið í Keflavík, er tekin af Heimi Stígssyni, en hann er eins og mörgum mun kunnugt prýðilegur ljósmyndari og hefir á umliðnum árum oft verið Faxa hjálplegur í þeim efnum. Kann blaðið honum beztu þakkir fyrir það. Jón Tómasson tók myndina af bátnum Arna Geir, Júlíus B. Bjamason tók myndina, þar sem póst- og símamálastjóri velur fyrsta númerið við opnun hinnar sjálfvirku sím- stöðvar í Keflavík og Þórhallur Stígsson tók myndina af hinni dansandi æsku. Um aðra myndasmiði er ekki vitað. Blaðið þakkar öllum þessum góðu hjálparhellum sínum og segir eins og þar stendur: „Feginn vil ég eiga þig að“. Utsölustaðir Faxa utan Kcflavíkur: Hafnarfjörður: Verkamannaskýlið. Grinda- vík: Utibú Kaupfélags Suðurnesja. Sandgerði: Kaupfélagið Ingólfur. Á Vatnsleysuströnd annast Viktoría Guðmundsdóttir, fyrrverandi skólastj., útsölu blaðsins. I Garði og Leiru: Sigurður Magnússon í Valbraut.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.