Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1960, Síða 1

Faxi - 01.02.1960, Síða 1
FAXI 2. tbl. • XX. ór FEBRÚAR 1960 Útgefandi: Málfundafélagið Faxi Keflavík 1. Héraðsbyggðasafn í Keflavík Framsöguerindi þetta flutti Hallgr. Th. Björnsson á Faxafundi 13. marz 1958. Eins og framsagan ber með sér, var um þær mundir nokkur skriður að komast á byggðasafnsmálið í land- inu og væntu menn þess þá, að svo mundi einnig verða hér í sýslunni. Raunin hefir samt orðið allt önnur, ennþá situr hér allt í sama farinu, hvað þessi mál áhrærir, og er ekkert útlit fyrir, að úr rætist á næstunni, ef ekkert sérstakt kemur fyrir. Með tilliti til þessa ófremdarástands í svo þýðingarmiklu máli, verður þess nú freistað, að birta þessa litlu hug- vekju, ef hún kynni að verða til þess, að vekja umræður um málið og fá menn til að gefa því gaum. Mun Faxi fúslega taka til birtingar greinar og hugmyndir hér að lútandi og yfirleitt veita málinu það brautar- gengi, sem í hans valdi stendur. Faxafélagar! Þetta framsöguerindi fjallar um nauð- syn þess, að hið allra bráðasta verði stofnað hér í Keflavík héraðsbyggðasafn. Mörg og mikilvæg rök hníga að þessu máli og mun ég hér leitast við að benda á þau helztu og veigamestu. Ollum hugsandi mönnum má vera það ljóst, að þjóðir þær, sem varðveitt hafa sögu sína í gegnum aldirnar með hvað mestum myndarbrag, eru betur á vegi staddar í menningar- og framfaramálum, heldur en þær þjóðir, sem hafa glatað sögu sinni og fortíð. Sagan er „þráðurinn að ofan“, sem gerir menn skyggna á fram- tíðarmöguleika þjóðar sinnar og dómhæra á hvert stefnir fyrir henni hverju sinni. Þannig verður sagan aflgjafi til góðra verka, ef rétt er á spilum haldið, auk þess sem hún geymir á spjöldum sínum forn og mikilvæg þjóðleg réttindi, sem skammsýnir óhappamenn á valdastólum kunna að hafa kastað frá sér og verða ekki endurheimt, nema til staðar séu sögu- fróðir menn, er vita skil á slíkum hlutum og hvað gera þarf, sbr. Jón Sigurðsson, er með afburða sögukunnáttu og andlegu atgervi, var „sómi Islands sverð þess og skjöldur". Eg minni á þetta nærtæka dæmi til þess að syna fram á, svo ekki verði um villzt, hversu öll þekking á sögu og högum þjóðarinnar getur verið gagnleg og því nauðsynlegt á hverjum tíma, að halda til haga öllu því, sem minnir á lífsháttu lið- inna kynslóða. Ættum við nú t. d. áhöld þau og margvíslega gripi, sem þjóðin bjó við í gegnum aldirnar, vopn hennar og verjur, leikföng barna og skartgripi kvenna, svo nokkuð sé nefnt, þá mundu slíkar minjai hlú að hinni sögulegu þekk- ingu og auðvelda okkur að skilja og meta lifnaðarháttu og lífsviðhorf þjóðarinnar á hverjum tíma. Eða ef við t. d. ættum á segulböndum tal og tóna liðinna kynslóða, þarsem kostur gæfist á að heyra meðferð tungunnar frá upphafi vega. Að því væri okkur nú ómetanlegt gagn. Þá væri nú ekki ónýtt, að eiga kvikmyndir úr lífi og atvinnuháttum þjóðarinnar frá hinum ýmsu tímabilum, t. d. frá Söguöld og Sturlungaökl. En því miður erum við snauðir af öllu slíku, eigum ekki einu sinni hús úr varanlegu efni frá löngu liðn- Frá höfninni í Keflavík. Höfnin er, eins og allir vita, lífæð Keflavíkur og mikill athafna- staður, enda er hún ein hin mesta útflutningshöfn landsins.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.