Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1960, Blaðsíða 2

Faxi - 01.02.1960, Blaðsíða 2
18 F A X I um tímum, sem aðrar frændþjóðir okkar eiga þó nokkuð mikið af. Hér er aðeins minnst á fátt eitt, sem mikla þýðingu hefði nú, væri til staðar, en þar sem því er ekki til að dreifa, vitum við lítið meira en skráðar sögur herma, — annað er flest hulið myrkri vanþekkingar. Menn reyna svo að geta þar í eyðurnar og tekst sjálf- sagt stundum að fara nærri því rétta, þó oftar verði slíkar ágizkanir eintómar bá- byljur. Þessar eyður á spjöldum sögunnar, er þannig valda oft tilgátum og ýktum og skrumskældum frásögnum, sköpuðu þjóð- inni sára reynslu, en vöktu hana þó um síðir til umhugsunar um þessi mál, eink- um nú á síðustu árum, eftir að hin hrað- stíga vélaöld gekk í garð, sem ruddi öll- um handverkfærum, sem ekki þurfti leng- ur á að halda, til hliðar, svo að þau höfn- uðu á ruslahaugum. Já, nú hefir þjóðin rumskað og hafist handa um stofnun og starfrækslu byggðasafna víðs vegar um landið, t. d. á Glaumbæ í Skagafirði og í Árbæ, en þar er nýskeð stofnsett byggða- safn fyrir höfuðborg landsins, Reykjavík. Ég nefni hér ekki fleiri byggðasöfn, en vil þó láta þess getið, að þau eru fleiri þegar tekin til starfa og önnur eru í upp- siglingu. Þangað er safnað munum hvaðan- æfa að úr nærliggjandi héraði og vitan- lega er öllum skylt, að ljá þessu máli lið, það gerir sjálfsagt hver og einn eftir sinni getu. Af elztu byggðasöfnum hérlendum, sem starfað hafa um nokkurt árabil, er sögð sú saga, að þangað komi arlega fjöldi manns, ungra sem gamalla, og þó séu hinir yngri þar í miklum meirihluta. Hvað vil þetta fólk? Það vill skyggnast inn í fortíðina, rannsaka liðna tímann, — hlusta á hjartaslög og andardrátt genginna kyn- slóða. Og ég spyr: Hvað er þjoðinni holl- ara ? , Mörgum þykir vænt um gamla hluti, sem þeir hafa átt lengi, einkum erfða- gripi. Slík ástúðartilfinning þarf að raða gagnvart byggðasöfnum, tilfinning til að varðveita gamla muni, sem eiga sér sögu, er á einhvern hátt snertir þjóðlíf okkar. Þessi tilfinning stjórnaði hugsun og at- höfnum manna eins og t. d. Árna Magnús- sonar, Jóns Árnasonar, Ólafs Davíðssonar o. fl. o. fl. Þeir söfnuðu fyrst og fremst ibókum og svo sögulegum og þjóðsöguleg- um fróðleik, enda voru atvinnuhættir þá litlum brcytingum háðir og því fáu að •safna á því sviði. Nú horfir þetta aftur :á móti öðruvísi við. I dag er mikil þörf á að safna munum, gömlum verkfærum og áhöldum, sem nútíminn hefir lagt til hliðar eða kastað á öskuhauga og bíða þar tortímingar, ef ekkert er að gert. Sá vísir að byggðasöfnum, sem ég minntist á, er góður og sú litla reynsla, sem fengist hefir, sýnir hvert stefna ber í þessum efnum. Búnaðarþing það, sem nú situr á rökstól- um, beindi fyrir skömmu þeirri áskorun til Alþingis, að tekin verði á fjárlög fjár- veiting til byggðasafna og settar reglur um þau. Þá leggur þingið til, að aðeins eitt byggðasafn sé í hverri sýslu og verði stofnkostnaður þess greiddur að hálfu úr ríkissjóði, enda lúti það í öllu lögum og fyrirmælum, er Alþingi setur um stofnun og starfrækslu byggðasafna. Á Búnaðar- þing þakkir skilið fyrir afskipti sín af þessu máli og er þess nú að vænta, að á það komi nokkur skriður á næstunni. Hér í Keflavík standa sakir þannig, að á sínum tíma mun nefnd frá Ungmenna- félaginu hafa unnið hér gott starf við söfnun gamalla muna og við að koma þeim í geymslu. I nefnd þessari átti sæti einn ágætur félagi okkar, Kristinn Péturs- son, sem mun fræða okkur frekar um störf þessarar nefndar, æski fundarmenn þess. Eins og ég gat um í upphafi framsög- unnar, er tilgangur minn með henni fyrst og fremst sá, að koma á stað umræðum um málið innan Faxafélagsins. Það vill líka svo vel til, að við eigum hér á meðal okkar 2 skelegga fulltrúa í bæjarstjórn Keflavíkur, sem líklegir eru til þess að leggja málinu lið, þegar til kasta bæjar- stjórnarinnar kemur. Ég nefndi framsöguna: Héraðsbyggða- safn í Keflavík, vegna þess, að sennilegt má telja, að ofaná verði sú skoðun, að eitt byggðasafn sé í hverri sýslu, enda teldi ég þá sjálfsagt, að slíkt héraðsbyggðasafn fyrir Reykjanesskagann yrði staðsett í Keflavík. Æskilegt væri í þessu skyni, að væntan- legt byggðasafn í Keflavík fengi elzta hús bæjarins til umráða, svo kallað Duushús, sem yrði þá dubbað upp í sinni uppruna- legu mynd, annað hvort þar á staðnum, ef það þætti henta, eða það yrði flutt á heppilegri stað, t. d. með tilliti til hæfilegs landrýmis, þar sem hægt væri að stað- setja gamla báta og aðra rúmfreka hluti frá eldri tímum. Einnig mætti hugsa sér, að í framtíðinni yrðu þangað flutt fleiri af elztu húsum sýslunnar, en með það fyrir augum, væri hyggilegt að velja því stað utan bæjarlandsins, eða þar sem ekki þarf svo mjög að takmarka lóðarstærð fyrir stofnunina. Eitt með því fyrsta, sem hér þarf að gera í þessum málum, er að fá kunnáttu- menn til þess að taka kvikmyndir af göml- um atvinnuháttum í héraðinu, bæði til lands og sjávar. En til þess, að sú mynda- taka næði tilgangi sínum, þyrfti að undir- búa hana mjög rækilega, bæði hvað snertir atvinnutækin sjálf, sem í mörgum tilfell- um yrði að búa til eftir fyrirsögn gamla fólksins, sem þekkti þessi tæki og vann með þeim, og einnig að sjá um, að klæðn- aður, mataræði og lífshættir fólksins, sem fram kæmi í myndinni verði sem líkast því, sem það á að túlka. Með öðrum orð- um. Það þarf að sviðsetja þetta eins og hvert annað leikrit, þó eðlilega með þeirri frávikningu, að leikritið gerist fyrir opn- um tjöldum á hinum breiða leikvangi dag- legs lífs. Þá þarf nú þegar að hefjast handa um söfnun gamalla muna í héraðinu, sú söfn- un þarf að vera víðtæk og almenn. Það þarf líka að láta gera eftirlíkingar af ýms- um hlutum, sem vitað er að voru til, en hafa glatast með öllu og þannig má enda- laust halda áfram að telja upp verkefnin, sem bíða úrlausnar á þessu sviði, en hér verður nú látið staða rnumið. verður nú látið staðar numið. , Við, Islendingar nútímans, eigum skuld um sona þess hefir vegnað betur en okkur. Við kunnum sögu þjóðarinnar eins og forfeðurnir hafa skilað henni okkur í hendur og skiljum, hve mikinn þátt hún á í velgengi okkar og menningu. Sú þjóð, sem enga á söguna, á sér lítinn tilveru- rétt. Þess vegna ber okkur líka að rækta arf feðranna, — að varðveita minjar og myndir úr þjóðlífinu þannig, að komandi kynslóðir njóti verka okkar og blessi þau. Aðalfundur K. F. K. Fimmtudaginn 11. febr. s.l. hélt Knatt- spyrnufélag Keflavíkur aðalfund sinn. Þessir voru kosnir í stjórn félagsins: Formaður: Sigurður Steindórsson. Varaform.: Margeir Asgeirsson. Gjaldkeri: Þórhallur Stígsson. Ritari: Páll Jónsson. Meðstj.: Þórdís Þormóðsdóttir. Páll Jónsson, sem verið hefur formaður K. F. K. s.l. 3 ár, baðst nú undan endurkosn- ingu sem formaður. Knattspyrnufélag Keflavíkur var stofnað árið 1950 og á því 10 ára afmæli á þessu ári.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.