Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1960, Blaðsíða 6

Faxi - 01.02.1960, Blaðsíða 6
22 F A X I Kristíri Hansdóttir níræð Sé gamli og nýi tíminn borinn saman, ævikjör manna fyrr og nú, þá er sem maður sjái inn í tvo gjörólíka heima. Lífs- skilyrði fólks á seinni hluta 19. aldar og fram yfir síðustu aldamót voru mjög ein- hæf og veittu fá tækifæri, enda gerði þorri manna þá engar kröfur til annars né meira, en að geta dregið fram lífið — hjarað við sömu eymdaraðstæðurnar og feður þeirra og mæður höfðu gert sér að góðu um aldaraðir. Unga kynslóðin, sem nú stofnar heimili, sættir sig naumast við að hefja búskap sinn við sömu aðstæður og foreldrar hennar fyrii fjórðungi aldar, og voru þó lífsskilyrði þá orðin sæmileg og allgóð, miðað við þau, sem aldamótakynslóðin átti við að búa. Hér er um svo hraðstígar framfarir að ræða á öllum sviðum þjóðlífsins, að næsta eðlilegt má telja, að gömlu fólki, sem enzt hefir aldur til að sjá allar þessar breyt- ingar, finnst stundum ærið erfitt að átta sig og geti vart fylgst með þeim stökk- breytingum sem orðið hafa á síðustu ára- tugunum. um Jón skólameistara Þorkelsson, sem var fæddur í Njarðvík, einhvern gagnmerk- asta mennta- og framfaramann, sem þjóðin hefir eignast. Egill vill að hans sé minnst á einhvern viðeigandi hátt, t. d. með því að reist verði á Suðurnesjum, og þá helzt á æskustöðvum Jóns, virðulegt og gott menntasetur, er beri nafn þessa mikla og merka skólamanns. Þetta er nú aðeins lítilfjörleg og þurr upptalning á verkum Egils, enda er þar mörgu sleppt, sem vert hefði verið að nefna. En þrátt fyrir það sýna þessi fáu orð mín, hversu góður sonur síns héraðs Egill er. Hann hefir einnig ætíð sýnt Faxa mikla ræktarsemi, t. d. ritaði hann ágæta af- mælisgrein til blaðsins, þegar það varð 15 ára, og oft hefir hann átt í því athyglis- verðar greinar. Fyrir þetta allt vill Faxi nú þakka þess- um velunnara sínum, og við endum svo þetta fátæklega spjall með hugheilum 'heillaóskum til þessa sjötuga æskumanns iog biðjum honum og heimili hans alls lhins bezta í framtíðinni. Ritstj. Kristín Hansdóttir. Á elliheimilinu Hlévangi í Keflavík dvelur gömul kona, sem verður níræð í dag 20. febr., og hefir því lifað byltingartíma- bil tuttugustu aldarinnar. Kona þessi er Kristín Hansdóttir. 1 tilefni af afmæli Kristínar fór ég á hennar fund, en hún býr í litlu, vistlegu herbergi á efstu liæð hússins, umkringd myndum af börnum sínum, ættingjum og vinum, og unir hag sínum vel. — Hvaðan ertu ættuð, Kristín? spyr ég hana, eftir að hafa komið mér þægilega fyrir. — Eg cr fædd á Sauðadalsá í Vestur- Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna Nátt- fríðar Jónsdóttur og Hans Jóhannssonar, en þau bjuggu á ýmsum bæjum í vestur- sýslunni, bæði í Hlíðardalnum og á Vatns- nesinu, t. d. á Kárastöðum og Litla-Ósi og víðar. — Hvað er þér minnisstæðast frá æsku- árum þínum? — O, ég veit nú ekki, — ýmislegt kynni að vera hægt að rifja upp, ef út í þá sálma væri farið. Kæmi mér þá sjálfsagt fyrst í hug hinn frægi niðurskurður vegna fjár- kláðans, sem varð bændum all þungur { skauti, enda þekktust þá engir styrkir frá því opinbera til að mæta slíkum skakka- föllum. Foreldrar mínir, sem þá voru ný- lega byrjuð búskap og voru talin sæmilega efnuð á þeirrar tíðar mælikvarða, urðu, eins og allir aðrir í sveitinni, að skera bú- stofninn niður, hverja einustu kind. Þessi niðurskurður fór fram á þorranum, og heyrði ég síðar til þess tekið, hversu fé foreldra minna hefði verið vel fóðrað þenna vetur og heilbrigt. Til marks um það má geta þess, að 12 merkur af mör voru í hverri á, enda hafði kjötið eftir því mikið og gott. Það var því nóg að bíta og brenna meðan þessi matvæli entust, en í kjölfar þvílíkra aðgerða kom svo fátæktin og baslið, enda efnuðust foreldrar mínir ekki eftir þetta, en hokruðu líkt og aðrir, sem fengust við búskap á þeim erfiðleikatímum. — Voruð þið mörg systkinin? — Við vorum 11. Ég er tvíburi og var 12 merkur, þegar ég fæddist, lítil og las- burða fyrsta árið. Hitt barnið var 16 marka drengur, mjög efnilegur. Hann var skírð- ur Jósafat, en lifði aðeins eitt misseri. Mörgum mun hafa fundist hann eiga meiri möguleika til að lifa heldur en ég. — En það er nú svo margt, sem maður ekki skilur. Systkini mín, sem upp komust, voru þessi: 1. Sigurbjörn, faðir þeirra systkin- anna, Fríðu ljósmóður, konu Þorbjarnar Teitssonar í Sporði, Hafsteinn, búsettur á Skagaströnd og Ingibjörg á Grund, ekkja Ingvars Sveinssonar, sem lengi var odd- viti í Þverárhreppi, 2. Þórdís, giftist Davíð Guðmundssyni á Hvammstanga, 3. Elísa- bet, kona Hjartar Kristmundssonar og 4. Jósafat, sem var giftur Guðrúnu Ebenes- ersdóttur. — Tveir bræður mínir, Friðrik og Guðmundur, fóru ungir til Ameríku. Á Sauðadalsá var tvíbýli, þegar ég fædd- ist, og var mikil vinátta á milli heimil- anna. Eg var látin heita í höfuðið á grann- konunni. Tók hún mig síðan að sér fyrstu 3 árin, sem ég lifði. En þá andaðist þessi góða kona. Sonur hennar og tengdadóttir tóku þá við búinu og var hún prýðisvel hagmælt. — Kantu vísu eftir hana? — Já, þessa: Yndi nærir furðu fín. Friður grær og sóminn. Fallega rær hún frænka mín, fljóða skæri blóminn. — Varstu eitthvað hjá þessum hjónum? — Næstu árin eftir lát nöfnu minnar var ég hjá foreldrum mínum, en var þó að öðrum þræði hjá ungu hjónunum, sem voru mér fjarska góð. — Hvenær fórstu svo fyrst að heiman til að vinna fyrir þér? — Vorið sem ég fermdist réðst ég að Neðra Vatnshorni til ungra hjóna, sem

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.