Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1960, Blaðsíða 8

Faxi - 01.02.1960, Blaðsíða 8
24 F A X I mjög vel við þau bæði. Móðir þín var gáfuð og gullfalleg kona. Þessi vísa var ort um hana af nágrannakonu hennar, eftir að hún missti fyrri mann sinn: Þolgóð bezt er, þegar mest á reynir. I ekkjuslæðu óhægri, óiöf ræður Gauksmýri Um stcsrfsemi Bæjarbókasafns Keflavíkur 1959 Fá -\jr ■ Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- « A I stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST- INN PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. Auglýsingastjóri: GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 5,00. — Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni. Og af því að ég þekkti foreldra þína, fannst mér strax ég þekkja þig líka, enda hefði ég ekki farið að þylja þessi lifandis ósköp um sjálfa mig við bráðókunnugan blaðamann. En blessaður farðu nú ekki að setja þetta allt í blaðið. Eg skil ekki, að nokkur hafi gaman af að lesa það. — Þannig talar nú sjálft afmælisbarnið, en ég er á allt annarri skoðun og þess vegna leyfi ég mér að birta þenna samtalsþátt okkar. Ég held, að það sé hollt fyrir okkur hin yngri, að hlusta á gamla fólkið segja frá, og skyggnast sem oftast í lífssögu þess og rifja upp með því þá hörðu og oft miskunnarlausu baráttu, sem það háði fyrir tilveru sinni og sinna. Við þá upprifjun kynni svo að fara, að við lærðum að meta þau lífsþægindi, sem okkur sjálfum falla í skaut og yrðum þá kannske svolítið ham- ingjusamari með ævihlutskipti okkar, en við nú erum. Handknattleiksmót íslands. íþróttabandalag Keflavíkur sendir þrjá flokka á handknattleiksmót íslands, sem nú stendur yfir í Reykjavik. Hafa Keflvíkingar þegar leikið þrjá leiki og hafa úrslit orðið þessi: 2. fl. karla: ÍBK — ÍR .................... 11:13 3. fl. karla: A. ÍBK — Ármann .............. 10:7 3. fl. karla: B. ÍBK — ÍR .................. 6:7 Stutt er síðan Keflvíkingar hófu iðkun handknattleiks innanhúss, og er frammistaða þeirra i þessum leikjum því ágæt. 2. fl. kom mjög á óvart með getu sinni en þeir léku við nýbakaða Reykjavíkurmeistara. 3. fl. A er sterkur og hefur hann mesta möguleika til þess að komast langt í mótinu. íþróttakeppni. Sunnudaginn 21. febr. verður haldið af- mælissundmót UMFK í Sundhöll Keflavíkur. Til þessa móts er boðið flestum beztu sund- mönnum landsins og má því búast við skemmtilegri keppni. Sundmótið hefst kl. 3 e. h. Sama dag verður hóð handknattleiks- keppni í íþróttahúsinu í Keflavík. Keppa Keflvíkingar við Val úr Reykjavík í þessum flokkum: Meistarafl. karla, 2. fl. karla, 3. fl. karla og 2. fl. kvenna. Handknattleikskeppnin hefst kl 5 e h.. Á árinu voru lánaðar út 13.586 bækur (1958 12.135). Meðlimir í útlánsdeild voru 602. Mest lesnir íslenzkra rithöfunda voru: 1. Guðrún Árnadóttir frá Lundi, 294 eint. 2. Ragnheiður Jónsdóttir, 137 eint. 3. Guðmundur Hagalín, 131 eint. 4. Ármann Kr. Einarsson, 130 eint. 5. Þórunn Elfa Magnúsdóttir, 126 eint. Gestir á lestrarsal voru 1754 og þar lánaður mikill fjöldi blaða, tímarita og bóka. Fram- lag Keflavíkurbæjar til safnsins var sama og árið áður eða kr. 130 þúsund. Sýslan hefur í tvö undanfarin ár greitt tvöfalt hærra fram- lag en henni ber. I fyrra fór stjórn safnsins fram á að bæjarframlagið yrði hækkað upp í 150 þúsund krónur en þeirri bón var ekki sinnt. Þessi sanngjarna krafa hefur nú verið ítrekuð fyrir þetta ár. Eins og tölur þessar bera með sér hafa út- lán aukizt allverulega á árinu og bókaeign +------------------------------------------- safnsins er nú 5.000 bindi en var um 1600 eintök, þegar safnið var opnað í marz 1958. Auðvitað ætti það að vera metnaðarmál hvers byggðarlags að búið sé sem bezt að menn- ingar- og uppeldisstofnunum þess, sérstak- lega ef almenningur hefur sýnt áhuga á starf- semi þeirra. Og ég held að fullyrða megi að á fáum almenningsbókasöfnum sé eins mikið gert fyrir börn og unglinga eins og á safn- inu hér. Þótt önnur söfn leyfi yfirleitt ekki nema stálpuðum unglingum aðgang að lestrar- sölum sínum, þá hafa í Keflavík engir verið útilokaðir frá lesstofu safnsins hér vegna ald- urs. Vegna alls þessa hlýtur það að vera sanngirniskrafa á bæjarstjórn Keflavíkur að hún styrki bókasafnið hlutfallslega ekki minna en önnur bæjarfélög gera við sín bóka- söfn, sem mörg standa á gömlum merg og eiga mikinn bókakost. Hilmar Jónsson- ---------------------------------------- + Hús Hl sölu. Tilboð óskast í húseignina Sunnubraut 12 í Keflavík til niðurrifs og brottflutnings. Tilboð skulu miðast við, að búið verði að fjarlægja húsið fyrir 1. apríl n.k. Þeir, sem óska að skoða húsið, snúi sér til Arna Þor- steinssonar verkstjóra, Suðurgötu 16, sími 1181. Tilboð sendist skrifstofu minni eigi síðar en 20. þ. m. Bæjarstjórinn í Keflavík, 4. febrúar 1960, Eggert Jónsson. +-■■—■■—■■—■■—■■—■■—■■—■■—>■—■■—■•—■■—■"——■■—»■—■■—■•—■■—■■—■■—■■—•■—»■—■<—■■—■■—■■—■■—..+ +.-----------...-------„„-----„„-----------------------------------„„--- ! | Sjóklæði - Vinnuföt1 I Fyrirliggjandi Heklu og V. í. R. vinnuföt. Sjóstakkar með hettu og hettulausir. I Mottur og dreglar í úrvali. ! Kaupfélag Suðurnesja i +_„„—„„—„„—„„—„„—„„—„.—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.