Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1960, Blaðsíða 10

Faxi - 01.02.1960, Blaðsíða 10
26 F A X I MINNINGARORÐ: Alexander Klemenzson Þótt við vitum og gerum okkur oft fulla grein fyrir, að vistaskiptin miklu, er við köllum dauða, geta borið að á hverjum tíma, og að þau eru eins tengd lífinu eins og dagurinn nóttinni, þá verður okkur það ósjálfrátt að staldra við til íhugunar hverju sinni, er samferðamaður flytur úr hópnum yfir landamæri þessa lífs. Og efst í huga verður þá oft spurningin: Hvers vegna fengum við ekki að njóta samfylgdar hans lengur? Þannig varð mér í huga, er ég frétti lát Alexanders Klemenzsonar, Hólabraut 16, Keflavík, en hann lézt í Bæjarsjúkra- húsi Keflavíkur 20. jan. s.l. eftir skamma legu. Alexander Klemenzson var Grindvík- ingur. Hann var fæddur í Krosshúsum 6. okt. 1898. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Olafsdóttir og Klemenz Jónsson er þar bjuggu þá. Systkini Alexanders voru 5 og er Guð- jón Klemenzson Vesturbraut 7 í Kefla- vík eitt þeirra og tvíburabróðir Alexanders. 1 Grindavík ólst Alexander upp og starfaði, þar til hann flutti til Ytri-Njarð- víkur 1940. A uppvaxtarárum hans var ekki margra kosta völ um lífsstarfið. Allir, sem þrek og þor höfðu til vinnu, urðu að berjast við konung Ægi og sækja í hans greipar björg í bú. Lífsaðstaða Alexanders var þar engin undantekning, enda fór hann snemma í skiprúm, sem þá var venja. Árið 1926 er merkisár í sögu Grindavík- ur. Þá eru þar í fyrsta sinn gerðir út vél- bátar. Þessir bátar voru að vísu opnir og eigi stærri en róðrarbátarnir, sem fyrir voru. Alexander var þá 28 ára gamall. Hann hafði numið sín fræði í skóla reynslunnar, á opnu fleyi, knúið árum og seglum. Hverja einkunn hann hefur þar hlotið, sést bezt á því, að honum er treyst til þess að taka að sér formennsku á öðrum bátn- um. Báturinn hét Sigríður og var eign Sigurðar Sigurðssonar, er þá bjó þar. Formaður var Alexander síðan í 11 ver- tíðir og fór formennskan farsællega úr hendi. Auk sjómennskunnar lieima á vetrar- vertíðum, stundaði hann alla algenga vinnu heima og að heiman. Eins og þá Alexander Klemenzson. var títt, fór hann í atvinnuleit að heiman á sumrum. Hann stundaði sjóróðra á Austfjörðum, síldveiðar fyrir Norðurlandi og kaupavinnu í Borgarfirði. Eftir að hann fluttist til Ytri-Njarðvíkur stundaði hann sjóinn og var þar við vélbátana. En síð- ustu árin var hann bílstjóri hjá H. í. S. á Keflavíkurflugvelli. Hann hafði snemma á árum lært að stjórna bifreið og var með þeim fyrstu, er bílpróf höfðu í Grindavík. Alexander var giftur Valgerði Páls- dóttur, ágætis konu, ættaðri úr Grinda- vík. Þau áttu engin börn, en með þeim ólst upp sonur hennar, Páll Sveinsson, sem Alexander gekk í föður stað. — Voru þau hjónin samhent og hjónaband þeirra farsælt. Þau fluttu til Keflavíkur árið 1954 og byggðu myndarlegt hús að Hóla- braut 16, ásamt Páli, sem þar býr einnig. Eg kynntist Alexander fyrir nokkrum árum á vettvangi félagsmálanna. Þar kynntist ég hans góðu kostum, forustu- hæfileikum hans, réttsýni og drenglyndi. Hann vildi kynna sér málin til hlýtar, áður en hann tæki til þeirra afstöðu, og væri afstaða hans já-kvæð, var ekki að efa, að hann leggði málinu það lið, er hann mætti. Hann var því vel til forustu fallinn og kunnu starfsfélagar hans vel að meta það. Fyrir þessi kynni mín af Alexander vil ég, með línum þessum, færa honum mínar þakkir og bið guð að blessa ástvinum hans minningu hins látna drengskapar- Sveinbjörn Sveinbjörnsson Fæddur 27. maí 1952. Dáinn 17. janúar 1960. Kveðja frá þínum leikbróðir, Oskari Guðjónssyni. Nú leiðir skilja, ljúfi vinur kæri, í ljóssins heimi cnglar fagna þcr. Af barnsins hreinu hjarta þér cg færi, hinztu þakkir fyrir kynnin hér. 1 bernsku leik á björtum gleði stundum þín bros ég man, og táp og dugnað þinn, við saklaust yndi saman ávalt fundum, eg sakna þín, en bið þess vinur minn. Að „barna vinur bezti“, á himni sínum, í bjarta og fagra eilífð leiði þig. Hann Ijósið sé á lífsins vegi þínum, sem liggur nú um æðri þroska stig. Og blíði Jesú býður nú, sem forðum, börnunum að koma í faðminn sinn. Þeim hann boðar það í lífsins orðum. „Þeirra er ríkið guðs og himininn.“ Við góðan dreng eg geyini fögur kynni, scm geisli bjartur liðin æfi skín. Eg kveð þig vinur, heitt í hinzta sinni, og hugljúf hjá mér lifir minning þín. Efnahagsfrumvarpið. Um það leyti sem efnahagsfrumvarp ríkis- stjórnarinnar kom fyrir almenningssjónir og gengisfellingin blasti við, bárust Faxa þessar gamansömu vísur frá einum snjallasta hag- yrðingi Keflavíkur, Ágúst L. Péturssyni. Með Óla hefir eignast jóð, Emelía kerling. Hefir hvorki hold né blóð, heitir: Gengisfelling. Þykir hvimleitt þetta grey, þegar það fer að labba. Landsins glæðir lánið ei. Líkist mömmu og pabba. Á síðastliðnu sumri heimsótti Ágúst æsku- stöðvar sínar í Dölum vestur og hafði þá ekki komið þar í 60 ár. — Varð honum þá þessi vísa á munni: Nú geng ég hér um gamlan æskureit Eg geng um mína fögru dalasveit. Eg átti hérna öll mín bernskuspor, og ævi minnar hugljúft sólskinsvor. I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.