Faxi


Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 1

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 1
FAXI i 3. tbl. XX. ár MARZ 1960 Utgefandi: Málfundafélagið Faxi !; Keflavtk í Tveir glœsilegir bátar til Keflavíkur Þann 2. þessa mánaðar kom nýr bátur til Keflavíkur, sem ber nafnið Bergvík KE 55. Eigandi er Hraðfrystihús Kaupfé- lags Suðurnesja í Keflavík. Báturinn er 72 smálestir, smíðaður úr eik í Nýborg í Danmörku. I bátnum er Lister dieselvél (Black- stone). Er báturinn búinn öllum fullkomn- ustu siglingatækjum, m. a. Dekka radar (50 mílna) og sjálfleitandi síldar Asdic af Simrad gerð og 2 Simrad dýptarmælum. Þa er báturinn með sjálfvirkum stýrisút- búnaði. Vistarverur skipverja eru allar mjög rúmgóðar og rafmagnshitaðar. í bátnum er rúmgóður frystiklefi fyrir mat- væli bátshafnarinnar. I reynsluför gekk báturinn W/2 mílu. Var hann 6 sólar- hringa á leiðinni heim, enda hreppti hann mjög slæmt veður. Skipstjóri á Bergvík verður hinn kunni aflamaður, Magnús Bergmann, en hann sigldi einnig skipinu heim. Fyrsti vélstjóri er Björgvin Hilmars- son og stýrimaður Baldur GuSmundsson. Eins og að framan er sagt, er báturinn eign Hraðfrystihúss Keflavíkur h.f., en það átti fyrir 2 báta, Helguvík og Faxa- vík. Framkvæmdastjóri hraðfrystihússins er Benedikt Jónsson. Bergvík er nú fyrir skömmu byrjuð á vertíð og komin með net. Hinn nýi báturinn hér á forsíðu blaðsins, er Hilmir KE 7, er kom til Keflavíkur 9. þ. m. Eigandi hans er Sigurbjörn Eyjólfsson útgerðarmaður í Keflavík. Bát- urinn, sem er 75 tonn, er smíðaður í Traw- múnde í Vestur-Þýzkalandi. Hann er byggður úr eik og öðrum góðum viði, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. I hon- : Bergvík KE 55. Hilmir KE 7.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.