Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 2

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 2
34 F A X I Magnús Bergmann skipstjóri. um er Mannheim dieselvél, 400 ha. Búinn er hann öllum nýjustu siglingatækjum, t. d. radar af Hughes gerð (50 mílna), fiskileitar Astic af Simrad gerð, auk dýptar- mæla af sömu gerð. I bátnum er einnig vönduð miðunarstöð auk hinnar venju- legu talstöðvar. Þá er einnig rafknúinn og sjálfvirkur stýrisútbúnaður í skipinu. Allar vistarverur skipverja eru rúmgóðar, bjartar og þægilegar. Kæliklefi er þar fyrir mat- væli og símakerfi er lagt á milli vistar- vera, sem er hrein nýjung og til stórþæg- inda. Ganghraði Hilmis mun vera um 11 mílur. Hann var tæpa 7 sólarhringa á leiðinni heim, en þar af var hann ca. 16 tíma í Færeyjum. A heimleiðinni hreppti báturinn slæmt veður og telur skipstjóri Leiðrétting. I afmælisgrein um frá Kristínu Hansdóttur níræða í síðasta tbl. Faxa slæddust inn leiðar prentvillur, sem lesendur eru beðnir að af- saka. I greininni stóð þessi klausa á 23. síðu, fyrsta dálki til vinstri: . . . frá Grímstungu fór ég að Melrakkadal í sömu sveit til Jósefs Gunnlaugssonar, sem þá bjó þar ekkjumað- ur. I Núpukoti bjuggum við í 3 ár, o. s. frv. Rétt er greinin þannig: . . . frá Grímstungu fór ég að Melrakkadal í Þorkelshólshreppi og var þar eitt ár, en réðist þá sem ráðskona að Nýpukoti í sömu sveit til Jósefs Gunnlaugs- sonar, sem þar þjó þá ekkjumaður. í Nýpu- koti bjuggum við í 3 ár, o. s. frv. I sama blaði varð einnig brenglun í niður- lagsorðum greinarinnar um byggðarsafn í Keflavík. Niðurlag greinarinnar átti að orð- ast þannig: Við fslendingar nútímans eigum þessu ágæta landi okkar skuld að gjalda. Engum sona þess hefir vegnað betur en hann hið bezta sjóskip. Kjölurinn að bátnum var lagður í byrjun desember s.l. en hann var afhentur fulltilbúinn núna þann 28. febrúar. Eins og menn vita, hefir Sigurbjörn mörg undanfarin ár átt bát með þessu sama nafni, sem hefir reynzt hið mesta happaskip. Á s.l. hausti seldi hann þann bát til Vestmannaeyja. Skipstjóri á þessum nýja Hilmi, verður Einar Guðmundsson, sá sami og verið hefir með Hilmi gamla mörg undanfarin ár, mikill dugnaðar- og aflamaður og ávallt í röð fengsælustu skipstjóra hér um slóðir. Fyrsti vélstjóri verður Eiríkur Sigurðsson, Smáratúni 12. Hefir hann einnig verið um 9 ára skeið á útvegi Sigurbjörns Eyjólfs- sonar. Stýrimaður verður Guðbjörn Ingv- arsson. Báturinn mun fara á net. Einar Guðmundsson skipstjóri. okkur. Við kunnum sögu þjóðarinnar eins og forfeðurnir hafa skilað henni okkur i hendur og skiljum, hve mikinn þátt hún á í velgengni okkar og menningu. Sú þjóð, sem enga á Söguna, á sér lítinn tilverurétt. Þess vegna ber okkur líka að ávaxta arf feðranna, — að varðveita minjar og myndir úr þjóðlífinu þannig, að komandi kynslóðir njóti verka okkar og blessi þau. 60.G52 farþegar. Samkvæmt tilkynningu frá ílugvallarstjór- anum á Keflavíkurflugvelli fóru 1.201 far- þegaflugvélar um Keflavíkurflugvöll árið sem leið, en 1.146 árið áður. Flestar lendingar hafði Pan American, eða 402 (349 árið áður), Trans World Airlines 133 (106), K.L.M. 113 (78) og B.O.A.C. 103 (135). — Um Keflavíkurflug- völl fóru 60.652 farþegar (43.775 árið áður), en aðeins 728 þeirra voru farþegar til Islands. Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Eins og auglýsing hér í blaðinu ber með sér, hefir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í Reykja- vík ákveðið, að efna til símahappdrættis með sama fyrirkomulagi og félagið hefir haft s.l. 2 ár, með þeirri breytingu þó, að nú bætast 2 kaupstaðir við, Akureyri og Keflavík, en undanfarin ár hefir happdrættið einungis náð yfir Hafnarfjörð og Reykjavik, enda miðast þetta einungis við sjálfvirku símstöðvarnar. Haft er eftir framkvæmdastjóra félagsins. Sveinbirni Finnssyni, að símnotandi fái af- hentan miða, um leið og hann greiðir afnota- gjaldið af síma sínum og veitir miðinn hon- um rétt til að kaupa happdrættismiða með eigin númeri. Verð miðans er 100 krónur. Ef símnotandi er ekki búinn að notfæra sér heimildarmiðann fyrir 15. maí 1960, verður hann seldur hverjum sem hafa vill, en svo verður dregið 21. júní í sumar. Aðalvinn- ingarnir verða 2, Opel Caravan bifreið, verð- lögð á kr. 160.000,00, og Volkswagen bifreið af stationgerð, verðlögð á kr. 150.000,00. Þó verða 4 aukavinningar, sem eru ávísun á vöruúttekt. Er hver þeirra verðlagður á kr. 10.000,00. Verður samstundis hringt í vinn- ingsnúmerin og dráttur hefir farið fram. Ágóði af þessu símahappdrætti mun renna til æfingarstöðvar félagsins að Sjafnargötu 14 og ennfremur til sumarheimilis fyrir fötluð börn, en slíkt sumarheimili var starfrækt í fyrrasumar að Varmalandi með mjög góð- um árangri. Þá er einnig í ráði hjá félaginu, að koma upp húsnæði i Reykjavík, sem fatlað fólk utan af landi hefði afnot af, ef það kæmi til bæjarins. Tilgangur félagsins er, að starfa fyrir allt landið, en margt fólk utan af landsbyggðinni hefir ekki getað not- fært sér starfsemi félagsins, þar eð það hefir enn sem komið er ekki getað séð því fyrir samastað. í bréfi S. L. F. til símnotenda segir í lokin: „Með aðstoð yðar við fyrri símahappdrætti S. L. F. áttuð þér yðar þátt í því, að hægt var að halda áfram rekstri æfingastöðva fé- lagsins, og kann það yður alúðar þakkir fyrir. Lamaðir og fatlaðir, sem nú njóta meðferðar á æfingastöðinni, eða biða eftir að komast að, vona, að þér bregðizt einnig vel við NÚ, og hjálpið þeim til þess að geta hjálpað sér sjálfir.“ , Faxi tekur eindregið undir þessi tilmæli. Hér er um merkilegt og göfugt mannúðar- starf að ræða, sem allir heilbrigðir og rétt- sýnir þegnar þessa þjóðfélags ættu fúslega að vilja styrkja með ráðum og dáð, jafnframt því sem þeir í þessu tilfelli fá gott tækifæri til að freista sinnar eigin gæfu, þar sem happdrættið býður upp á glæsilega vinninga. Keflvíkingar og aðrir Suðurnesjabúar hafa oft og mörgum sinnum sýnt það í verki, þegar til þeirra hefir verið leitað í mann- úðarskyni, að þeir hafa hjartað á réttum stað. Vonandi á það enn eftir að sýna sig.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.