Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 11

Faxi - 01.03.1960, Blaðsíða 11
F A X I 43 r 4. ársþing Iþróttabandalags Keflavíkur Iþróttabandalag Keflavíkur hélt 4. árs- þing sitt 28. febr. s.l. Þingið sóttu fulltrúar frá UMFK, KFK og sérráðum ÍBK. Einnig sátu þingið Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi og Hermann Guðmunds- son framkvæmdastjóri ISI. Hafsteinn Guð- mundsson form. IBK setti þingið með ræðu. Þingforseti var kosinn Gunnar Sveins- son og þingritari Steinþór Júlíusson. Form. IBK flutti ársskýrslu stjórnarinnar fyrir s.l. starfsár og gjaldkeri las upp reikn- inga bandalagsins. Nokkrar umræður urðu um ársskýrsluna og reikningana og létu menn í ljós ánægju sína yfir þrótt- miklu starfi bandalagsins. Arsskýrsla og reikningar lágu fjölritaðir fyrir fundinum. Mörg mál voru tekin fyrir á þinginu og fjöldi ályktana gerðar. Stjórn IBK var endurkosin, en hana skipa: Formaður: Hafsteinn Guðmundsson. Varaformaður: Hörður Guðmundsson. Gjaldkeri: Skúli Fjalldal. Ritari: Þórhallur Guðjónsson. Meðstj.: Heimir Stígsson. Héraðsdómstóll IBK var einnig endur- kosinn en hann skipa: Form. Hermann Eiríksson, Ragnar Friðriksson, Tómas Tómasson. Endurskoðendur voru kosnir Guðmund- ur Ingólfsson og Sigurður Eyjólfsson. Meðal ályktana sem þingið samþykkti voru: 1) Ársþing ÍBK haldið 28. febr. 1960 sam- þykkir að fara þess á leit við fræðslu- málastjórn, bæjarstjórn Keflavíkur og fræðsluráð að haga gerð og stærð hins væntanlega íþróttahúss Gagnfræðaskóla Keflavíkur þannig, að það geti mætt þörf almennings og íþróttamanna hvað varðar iðkun íþrótta; sýninga og keppni. I þessu sambandi leyfir þingið sér að benda á teikningu íþróttahúss, sem verið er að gera fyrir skóla, almenning og íþróttafélögin í Hafnarfirði. 2) Ársþing ÍBK haldið 28. febr. 1960 lýsir ánægju sinni yfir framkvæmdum við búningsklefa á íþróttasvæðinu s.l. ár, en ítrekar jafnframt enn einu sinni hina brýnu þörf keflvískra íþróttamanna fyrir fullkomnu íþróttasvæði og skorar þingið á liæjarstjórn Keflavíkur að veita ríflegan styrk til áframhaldandi framkvæmda og að jafnframt verði leitað eftir hagkvæmu láni til að mögu- legt reynist að ljúka á þessu sumri sem allra mestum framkvæmdum við hlaupabrautina og grasvöllinn. Minnir þingið á, að enn þá þarf IBK að leita út fyrir bæinn til þess að geta boðið upp á viðunandi knattspyrnuvöll í fyrstu deildarkeppni og enn fremur að ekki er hægt að halda hér innanbæjar frjálsíþróttamót við viðunandi aðstæður. 3) Ársþing ÍBK haldið 28. febr. 1960 mót- mælir þeim samþvkktum sem gerðar hafa verið í byggingarnefnd Keflavíkur og síðar bæjarstjórn Keflavíkur varð- andi skipulag í nágrenni við Sundhöll- ina. Skorar þingið á bæjarstjórn að taka þetta mál aftur fyrir og endurskoða afstöðu sína til þess. Verði haldið áfram að þrengja að Sundhöllinni, svo sem gert er ráð fyrir í nefndum samþykkt- um, þá telur þingið, að það sé tíma- spursmál hvað hægt sé lengi að starf- rækja Sundhöllina sómasamlega við þær aðstæður sem næsta nágrenni skapar og vill þingið benda á, að ef fyrirhugaðar framkvæmdir rísa af grunni þá er tímabært og nauðsynlegt af heilbrigðisástæðum að flytja Sund- höllina úr þessu umhverfi. 4) Ársþing ÍBK haldið 28. febrúar 1960 ítrekar að gefnu tilefni þau tilmæli til bæjarstjórnar Keflavíkur að hún leiti álits og hafi samstarf við íþróttabanda- lag Keflavikur og viðkomandi nefndir um framkvæmd á íþróttamannvirkjum og skipulagsbreytingum í næsta ná- grenni við þau. 5) Ársþing IBK 1960 samþykkir að veita stjórn bandalagsins heimild til að ger- ast aðili að slysatryggingasjóði íþrótta- manna, er stofnaður yrði af Iþrótta- sambandi Islands og næði til íþrótta- manna urn land allt. Úrdráttur úr ársskýrslu stjórnar Iþróttabandalags Keflavíkur. Á starfsárinu hélt stjórnin 15 bókaða fundi og tók fyrir 60 mál. Stjórnin hélt að venju nokkra fundi með sérráðum. Sérráð ÍBK. Á síðasta ársþingi ÍBK kom fram mik- ill áhugi fyrir því að stofnuð yrðu sérráð innan bandalagsins í þeim íþróttagreinum, sem iðkaðar eru. Stjórmn samþykkti að verða við þessum tilmælum og var ákveðið að stofna 4 sérráð og skyldu 5 menn eiga sæti í knattspyrnuráði og handknattleiks- ráði en 3 menn í sundráði og frjálsíþrótta- ráði. 1 samráði við stjórnir sérráðanna sam- þykkti stjórn IBK starfsreglur fyrir sér- ráðin, en í þeim er gert ráð fyrir að sér- ráð fari með öll sameiginleg sérmál í við- komandi íþróttagrein innan íþróttahéraðs- ins, einnig að sérráð haldi sérstaka gjörða- bók og sérstakan reikning. Knattspyrna. Áhugi fyrir knattspyrnu á s.l. starfsári var mjög mikill. Náðu flokkar ÍBK glæsi- legum árangri s.l. sumar. I Islandsmótinu tókst þrem flokkum ÍBK að komast í úr- slit en það voru 3., 4. og 5. flokkur. Sigr-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.