Faxi


Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 1

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 1
FAXI 4. tbl. • XX. ár APRÍL 1960 Utgefandi: Málfundafélagið Faxi Kefhvík FRÚ MÁRGRÉT SLENER í jólablaði Faxa, bls. 167, er viðtal við ungfrú Katrínu Einarsdóttur, er hafði verið 6 ár í Ameríku og var á förum þangað aftur. I viðtali þessu minnist Katrín á frænku sína, frú Margréti Slener, sem verið hefur búsett vestra langa ævi. Það vakti hjá mér þægilegar endur- minningar, að sjá mynd af frú Margréti, því að oft hafði mér orðið hugsað til henn- ar frá því ég sá hana fyrst. Hún var reynd- ar einu sinni Keflvíkingur og var þar ein- mitt um aldamótin. Var hún þá þjónustu- stúlka eða stofustúlka í læknishúsinu hjá þeim Thoroddsenshjónunum. Eg man, hve ég leit hana ævinlega hýru auga, er eg sá hana. Hún var falleg stúlka, fínleg og grönn, hafði fágaða framkomu og festulega, en þó hýrlega. Það var eins og um hana hefði verið kveðið: „Ljóshærð og litfríð og létt undir brún", og hún var líka handsmá og hýr- eygð. Allir, sem kynntust henni, dáðu hana og sögðu, að hún væri góð og vönd- uð stúlka, enda af fyrirtaks fólki komin, en hún var hálfsystir Tómasar Snorra- Margrét Slener. sonar, hins kunna kennara og gáfumanns, föður Jóns símstöðvarstjóra í Keflavík og þeirra systkina. Margrét mun hafa verið þrjú ár í lækn- ishúsinu, en þá bauðst henni staða sem heimiliskennari á heimili Ólafs Felixsonar, ritstjóra í Álasundi í Noregi. Olafur var Enn bætist Kefl- víkingum nýr og glæsilegur vélbátur, sem ber nafnið Jón Guðmundsson (sjá grein inni í blaðinu) íslenzkur að ætterni, frá Ægisíðu í Holt- um, en settist að í Noregi ungur að aldri. Hann var albróðir Jóns Felixsonar, járn- smiðs í Keflavík (Faxi, XVIII, 4. tbl.) og náfrændi móður minnar, voru þau syst- kinabörn. Ólafur varð fyrst blaðamaður í Noregi og síðar ritstjóri. Hann stofnaði blaðið Heimhug, sem ritað var á nýnorsku, var hann mikill unn- andi nýnorskunnar og orti á því máli. Hann var kvæntur norskri konu, Geir- þrúði að nafni, áttu þau þrjú börn. Ólafur vildi að börnin lærðu íslenzku og fékk því íslenzkar stúlkur til þess að kenna börn- unum íslenzku. Margrét Snorradóttir tók þessu boði og gerðist heimiliskennari á heimili Ölafs. Munu þá sumar ungar stúlkur, er þekktu Margréti, hafa óskað þess, að vera í spor- um hennar. En leið Margrétar lá ekki til íslands að sinni, því að frá Noregi lá leiðin til Vest- urheims, þar giftist hún norskum verk- smiðjueiganda, Slener, frænda frú Geir-' þrúðar Felixson. Varð þeim 5 barna auðið. (Sjá: S. H.: Árnesingaættir, bls. 80). I sumar mun frú Margrét hafa hug á að leggja nú heim á leið og líta gamla ætt- landið, heimssækja frændur og vini og dvelja hér á áttræðisafmæli sínu, 5. júlí. Munu allir þeir, er nokkur kynni hafa a£ henni haft, óska þess, að henni megi auðn- ast að koma til íslands heil heilsu og njóta hér sumarsins íslenzka, eins og það getur bezt orðið. Knattspyrnumótui að hefjast. Knattspyrnuráð Keflavíkur hefur ákveðið eftirtalin knattspyrnumót: 24. apríl hefst Vormót Suðurnesja í meist- araflokki. 15. maí Keflavíkurmót í meistaraflokki'.. Keflavíkurmót í 2., 3., 4. og 5. flokki fáras fram í maímánuði, en eftir er að ákveða daga. íslandsmót 1. deildar mun að öllu forfalla- lausu hefjast um svipað leyti og í fyrra,. eða. síðast í maímánuði.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.