Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 2

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 2
50 F A X 1 r Kjartan Olason sjötugur Hinn 3. apríl síðastliðinn átti einn vel- þekktur borgari þessa bæjar sjötugsafmæli. Afmælisbarnið var Kjartan Olason, Klapp- arstíg 8, er um langt skeið var innheimtu- maður hjá Rafveitu Keflavíkur, en hefur nú nýskeð hætt þeim störfum. Kjartan er fæddur að Kasthvammi í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu, 3. apríl 1890. Kjartan telur sig þö ávallt Húsvík- ing, því að til Húsavíkur fluttist hann með foreldrum sínum á 5. aldursári. Þar ólst hann upp og átti síðan heima til 22ja ára aldurs. Þar á hann sínar brensku- og æskuminningar. Foreldrar Kjartans voru þau hjónin Oli Jónatansson og María Indriðadóttir, sem lengst af bjuggu í Húsavík. Kjartan er eitt af aldamótabörnunum, sem Jifað hafa hina mestu umbrota- og byltingatíma, er orðið hafa í íslenzku þjóð- lífi. A slíkum tímum, þegar tæknin er að nema land, verða menn að fylgjast með, ef þeir eiga ekki að verða undir í lífsbar- áttunni. Ungur kom Kjartan auga á þessa staðreynd. Um fermingaraldur byrjaði hann sjómennsku og seytján ára tók hann við formennsku á 6 smálesta þilbáti og þá jafnframt vélstjórnina. Haustið 1812 fluttist Kjartan frá sínum æskustöðvum til Stykkishólms. Þar stund- aði hann sjóinn næstu 10 árin á vélskipum frá Stykkishólmi. Var hann um tíma vél- stjóri á skonnortunni „Hans“, er var póst- skip og flutti vörur milli Reykjavíkur og Breiðafjarðar. Á Sandi átti Kjartan heima í 4 ár, en fluttist þaðan suður til Njarðvíkur 1928 og bjó í Stapakoti. Var hann þá vérstjóri á vélbátnum Sigurfara, er þeir áttu þá Innri- Njarðvíkingar. En 1929 verður hann vél- stjóri á vélbátnum Runólfi, er átti Elin- mundur Ólafs, eigandi Keflavíkur. Hytur þá Kjartan til Keflavíkur, og þar hefur hann átt heima síðan. í Stykkishólmi kynntist Kjartan konu sinni, Sigríði Jónsdóttur. Þau giftust 7. nóv. 1914 og byrjuðu búskap í Stykkis- hólmi. Hjónaband þeirra hefur verið ham- ingjuríkt og hafa þau eignazt 8 börn, og eru 7 á lífi, öll uppkomin. Kjartan er félagslyndur maður og hefur, síðan hann kom til Keflavíkur, tekið drjúgan þátt í félagsmálum. Hann var Kjartan Ólason. einn af stofnendum Vélstjórafélags Kefla- víkur og fyrsti formaður þess 1938. Hann hefur alltaf verið í stjórn félagsins og síð- ari árin gjaldkeri þess. Bindindismaður er Kjartan einlægur, og áhugasamur félagi í stúkunni Vík. — Slíkir menn sem Kjart- an er, traustur og samvizkusamur, kom- ast ekki hjá því að starfa fyrir fjöldann. Hann hefur því átt sæti í ýmsum nefnd- um og unnið þar dyggilega fyrir félag sitt og bæjarfélagið. Eftir að Kjartan hætti sjómennsku gerð- ist hann starfsmaður Rafveitu Keflavíkur, 1942. Fyrstu árin var hann vélstjóri, síðan um árabil innheimtumaður, en því starfi hætti hann á þessu ári, en vinnur þó áfram hjá rafveitunni. Eg hef hér stuttlega drepið á nokkur æviatriði Kjartans Ólasonar, en annars áttu þessi orð að vera afmæliskveðja mín til hans fyrir ánægjuleg kynni á liðnum ár- um. Og þótt Kjartan hafi nú sjötíu ár að baki, ber hann það ekki með sér. Hann hefur ávallt verið heilsuhraustur, þar til nú síðustu árin. Hann er glaður og hress hvar og hvenær sem hann hittist. Slíkir menn eldast ekki, þótt árum fjölgi. Með þeim er ávallt gott að vinna. Lifðu heill um ókomin ár. Ragnar Guðleifsson. Þetta er engin afmælisgrein, Kjartan minn, og værir þú hennar þó maklegur á þessum merkis tímamótum ævi þinnar, — það eru aðeins örfá og fátækleg þakkarorð til þín frá okkur félögum þínum í stúk- unni Vík, en í þeim mæta félagsskap hefur þú eytt dýrmætum tómstundum þínum síðan stúkan var stofnuð fyrir 12 árum. Það eru nú liðin 25 ár frá því ég fluttist til Keflavíkur og fundum okkar bar fyrst saman, en þá veitti ég strax athygli festu- legum og einbeittum svip þínum, samfara óvenju ljúfmannlegri og höfðinglegri framkomu, sem vakti mér löngun til að kynnast manninum nánar. Við stofnun stúkunnar Víkur varð mér að ósk minni, þá lágu leiðir okkar saman á ný og síðan höfum við átt samleið og sameiginleg áhugamál, helguð hugsjónum Reglunnar um bræðralag manna og bindindi. Marga höfum við fundina haldið um þessi hug- sjónamál og ýmislegt hefur verið gert þeim til framdráttar síðan stúkan tók til starfa, og þar hefur þú ætíð verið ein styrkasta stoðin, — alltaf reiðubúinn til hinna góðu verkanna, ólatur, hjartahlýr og tillagna- góður. Slíkir eðliskostir eru góðum mál- efnum mikilsvirði og samfélagið hlýtur að vera í þakkarskuld við menn, sem þann- ig lifa og starfa. Eg mun nú ekki hafa þessi orð öllu fleiri eða geta annarra starfa þinna að fé- lags- og menningarmálum, enda er það gert af öðrum hér í blaðinu. Eg vildi svo að endingu gjarna ljúka máli mínu með þeiri einlægu ósk til handa stúkunni okkar og bæjarfélaginu í heild, að þitt óeigin- gjarna starf í þágu bræðralagshugsjónar- innar og bindindismálsins megi verða öðrum góðum mönnum og konum hvöt til að hefja baráttu fyrir hinu göfuga mál- efni Reglunnar og vinna henni stóra og glæsilega sigra á komandi dögum. Til hamingju með ævistarfið og af- mælið. H. Th. B. Kynningarmót. Þriðjudaginn 1. marz gekkst Félag kennara í Keflavík fyrir kynningar- og skemmtikvöldi í Aðalveri í Keflavík. Skemmtun þessa sóttu kennarar úr Kópavogi, Hafnarfirði og skól- unum hér ó Suðurnesjum. — Var almenn ánægja með samkomu þessa, sem var vel sótt og er fyrirhugað að halda fleiri slíkar í fram- tíðinni. Skólaskemmtun. Hin árlega skemmtun skólabarna barna- skólans í Keflavík var haldin í Ungmennfé- lagshúsinu í Keflavík föstudaginn 18. marz kl. 4 og 8,30. — Til skemmtunar var söngur, hljóðfæraleikur, tvö leikrit o. fl. Sáu börnin sjálf um öll skemmtiatriði, sem þóttu takast vel. Var húsfyllir í bæði skiptin.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.