Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 9

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 9
F A X I 57 Nætur- og helgidagslæknar í Keflavíkur- héraði í april og maí 19G0. 18.—22. apríl Kjartan Olafsson. 23.—24. apríl Björn Sigurðsson. 25.—29. apríl Guðjón Klemenzson. 30. apríl til 1. maí Kjartan Ólafsson. 2.—6. maí Björn Sigurðsson. 7.—8. maí Guðjón Klemenzson. 9.—13. maí Kjartan Ólafsson. 14.—15. maí Björn Sigurðsson. 16.—20. maí Guðjón Klemenzson. 21.—22. maí Kjartan Ólafsson. 23.—27. maí Björn Sigurðsson. 28.—29. maí Guðjón Klemenzson. 30. maí til 3. júní Kjartan Ólafsson. Bruna- og slysasími hefur verið settur upp við höfnina. Hann er staðsettur í þar til gerðum kassa, sem festur hefur verið upp utan á hafnarskrif- stofuhúsið. Ef tjón ber að höndum, er farið að þessum kassa, glerið brotið og kassinn opnaður og þannig komizt að símanum. Síðan er hringt í síma 2222, sem er símanúmer brunavörzlunnar í Keflavík, og hún kemur síðan brunakallinu á framfæri eða hringir á sjúkrabíl eða aðra aðstoð, sem þurfa kann. Þar með er margra ára fyrirgreiðslu starfs- fólks Landssímans lokið, — sem kom til af breyttri tilhögun á stöðinni. Ágæta fyrir- greiðslu þeirra ber að þakka, og gerir Faxi það hér með, fyrir hönd fjölmargra, sem hennar hafa notið. Keflavíkur Radio. Um síðustu mánaðamót var opnuð tal- stöðvarafgreiðsla á vegum Útvegsbændafélags Keflavíkur í húsi Olíusamlags Keflavíkur. Þessi nýlunda er til mikils hagræðis og ör- yggis fyrir útgerðina og sjómennina, sem nota þetta samband við landstöðina mikið. Stöðin, sem reynzt hefur vel, er eins og fyrr segir, starfrækt af Útvegsbændafélagi Kefla- víkur, en stöðvarverðir eru Karl Guðjónsson, radíóvirki, og Albert Bjarnason, fyrrverandi formaður. Leiðrétting. I minningargrein um Alexander Klemenz- son í 2. tbl. Faxa þetta ár, slæddist inn sú prentvilla, að Alexander hafi látizt í bæjar- sjúkrahúsi Keflavíkur, en átti að vera: .... • • í bæjarsjúkrahúsi Reykjavíkur'1. Eru að- standendur hins látna beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Þá skal hér einnig leiðrétta úr síðasta tbl. í grein frú Mörtu Valgerðar: „Minningar frá Keflavík". Með mynd af hjónunum Vilborgu Benidiktsdóttur og Bjarna Ólafssyni, stend- ur: Bjarni Ólafsson og Vigdís Benidiktsdótt- ir. Þetta eru aðstandendur og aðrir lesendur blaðsins einnig beðnir að færa til betri vegar. I síðustu grein Faxa um þau hjónin hafði fallið niður hjá mér, að geta um fóstur- son þeirra, Harald Jónsson frá Litlabæ í Keflavík. Haraldur var smádrengur, er hann kom til þeirra hjóna, naut hann þar hinzt bezta uppeldis og báru þau hjón um- hyggju fyrir honum eins og sonum sínum. En er Halli óx upp, kenndi Bjarni honum alla vinnu til sjós og lands, er að fiskveiðum og útgerð laut. Haraldur er vélamaður og býr í Keflavík. Hjálp í viðlögum bjargar mannslífi. Þann 25. marz s. 1. bjargaði Guðlaugur Tómasson, símstöðvarstjóri í Gerðum, manni frá drukknun í Gerðahöfn. Atvik voru þau, að tveir ungir piltar, þeir Ólafur Torfason og Árni Óskarsson, óku lítilli fólksbifreið út af bryggjunni í Gerðum. Báðir komust piltarn- ir út úr bifreiðinni, en Ólafur mun hafa feng- ið slæmt högg í fallinu og entist honum því ekki þróttur til þess að bjargast upp að bryggj- unni, og vissi það síðast af sér, að hann sökk til botns. En Árna, sem einnig er vel syndur, tókst með snarræði að ná félaga sínum upp og koma honum meðvitundarlausum að bryggjunni og ná þar handfestu. Þegar þetta skeði, var Guðlaugur að vinna þar skammt frá, og var þriggja ára sonur hans, Tómas, að leika sér þar rétt hjá. Tómas litli heyrði kallað á hjálp og gerði föður sínum strax viðvart, og brá Guðlaugur þá fljótt við og fór á slysstaðinn og tókst að ná mönnunum upp á bryggjuna og hóf þegar í stað lífgunar- aðgerðir á hinum meðvitundarlausa manni, á meðan hringt var eftir sjúkrabifreið frá Keflavík. Komið var með hinn slasaða mann til Keflavíkur 25—30 mínútum eftir að honum var bjargað á land. Allan þann tíma og einnig í sjúkrabílnum hélt Guðlaugur áfram lífgun- artilraunum, og voru þær farnar að bera árangur, þegar til sjúkrahússins kom. Hins vegar komst Ólafur ekki til fullrar rænu fyrr en eftir alllangan tima, og má fullvíst telja, að kunnátta Guðlaugs í „Hjálp í viðlögum" hafi hér bjargað mannslífi. Ætti þessi at- burður að vera öllu hugsandi fólki hvatning til þess að leggja alúð við að læra sjálft og kenna öðrum undirstöðuatriði í hinni fyrstu hjálp. Nýtt fyrirtæki. Laugardaginn 9. apríl var fréttamönnum boðið að skoða nýtt fyrirtæki, er hafið hefur starfsemi í Hraunsvík í Grindavík. Fyrirtæk- ið heitir Ægisandur h.f., en framkvæmda- stjórar eru þeir Kristján O. Kristjánsson, Rvk, og Friðþjófur Karlsson. Fyrirtækið byrjaði framkvæmdir í Hrauns- vík í landi jarðarinnar Hrauns í fyrravor með því að sprengja veg niður í fjöruna í Hraunsvík, en þar er eitt bezta steypuefni, sem fáanlegt er. Siðan hefur verið unnið þarna að framkvæmdum, svo að nú er þarna prýðileg aðstaða til að vinna steypuefni. Eru þar þrír steyptir kassar, er bílar geta ekið undir, er taka um 500 tunnur af möl og sandi. Efninu er náð úr fjörunni með svokölluð- um „skreypi", sem dreginn er af ýtu, en síðan fer það í sikti og þaðan á færibandi í áðurnefnda birgðakassa, eftir því hvað efnið er gróft. Var það álit allra viðstaddra, bæði múrara og annarra, að betra steypuefni mundi ekki finnast á Suðurnesjum. Faxi óskar þessu nýja fyrirtæki gæfu og gengis. Söluumboð á Suðurnesjum fyrir Ægisánd h.f. er hjá Kaupfélagi Suðurnesja, sími 1505. Fjárhagsáæalun fyrir Keflavík. Á bæjarstjórnarfundi þann 22. marz var endanlega samþykkt fjárhagsáætlun Kefla- víkur fyrir árið 1960. Niðurstöðutölur þessar- ar fjárhagsáætlunar eru kr. 14.360.000,00. Helztu tekjuliðir eru: Fasteignaskattur kr. 700.000,00 Útsvör — 11.900.000,00 Hluti af söluskatti — 1.470.000,00 Aðrar tekjur — 290.000,00 Aðal gjaldaliðir eru sem hér segir: Til verklegra framkvæmda kr. 4.785.000,00 Lýðtrygging og lýðhjálp — Menntamál — Heilbrigðismál o. fl. — Skipul., eldvarnir, gatnalýsing — Löggæzla — Framfærsla — Afb. lána, stjórn bæjarins, vextir og önnur útgjöld Talið er, að útsvör muni hækka um 200 þúsund krónur frá árinu áður og að orsök þess sé fyrst og fremst vegna fjölgunar gjald- enda í bænum. 2.243.000,00 1.427.000,00 1.120.000,00 1.255.000,00 700.000,00 910.000,00 — 1.230.000,00 Símahappdrættið. Eins og sagt var frá í síðasta tbl. Faxa og auglýsing í sama blaði bar með sér, er hið svokallaða símahappdrætti nú tekið til starfa, en það er, eins og mönnum er kunnugt, fjár- öflunarleið Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra. Nú þegar hafa fjölmargir símaeigendur hér í Keflavík óskað að vera með í þessu happdrætti og tryggt sér miða með síma- númeri sínu. Hefur símstöðvarstjórinn hér, Jón Tómasson, góðfúslega tekið að sér að sjá um sölu á þessum happdrættismiðum. Mun ætlunin, að hver símnotandi hafi forkaups- rétt að happdrættismiða með sínu símanúm- eri fram til 15. maí 1960, en eftir þann tíma verða miðarnir boðnir til sölu, hverjum sem hafa vill. Að morgni 21. júní verður svo dregið um vinninga í happdrættinu í skrifstofu borgar- fógeta í Reykjavík og á samri stundu verður hringt í vinningsnúmerin og tilkynnt um vinningana, sem eru Opel Caravan bifreið, að verðmæti kr. 160.000,00 og Volkswagen bifreið, stationgerð, að verðmæti kr. 150.000,00. Þá verða fjórir aukavinningar, hver að Verð- mæti kr. 10.000,00. Látum ekki happ úr hendi sleppa og styðj- um um leið gott og göfugt málefni, sem vissu- loga snertir okkur öll.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.