Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 11

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 11
F A X I 59 Sundmót framhaldsskólanna Síðara sundmót framhaldsskólanna á þess- um vetri fór fram í Sundhöll Reykjavíkur 31. marz s. 1. Gagnfræðaskóli Keflavíkur tók þátt í kvennasundinu og stóð sig með prýði að venju. Helztu úrslit í kvennasundi urðu þessi: Boðsund (ÍX33VÍ m. skriðsund. 1. Gagnfræðask. Keflavíkur, A-lið 2:26,4 mín 2. Flensborg, Hafnarfirði 2:27,0 mín. 3. Gagnfræðaskóli Laugarness 2:36,4 mín. 4. Gagnfræðask. Keflavíkur, B-lið 2:57,1 mín. 33% ni. skriðsund. 1. Inga Helen, G. Keflv. 23,3 sek. 2. Auður Sigurbjörnsd., Flensborg 23,6 sek. 3. Guðfinna Sigurþórsd., G. Keflv. 23,7 sek. 4. Hi-afnhildur Sigurbjörnsd., Flensb. 24,2 sek. 33% m. baksund. 1. Hrafnhildur Guðm., Verzlunarsk. 23,9 sek. 2. Hrafnhildur Sigurbjörnsd., Flensb. 29,0 sek. 3. Stefanía Guðjónsdóttir, G. Kefl. 29,3 sek. 4. Inga Helen, G. Keflav. 29,5 sek. 66% m. bringusund. 1. Hrafnhildur Guðm., Verzlunarsk. 54,5 sek. 2. Sigrún Sigurðardóttir, Flensborg 57,0 sek. 3. Ólöf Ólafsdóttir, G. Laugarness 62,6 sek. 4. Stefanía Guðjónsdóttir, G. Keflv. 63,9 sek. 33% m. björgunarsund. 1. Sigrún Sigurðardóttir, Flensborg 35,3 sek. 2. Sigríður Pétursdóttir, G. Laugarn. 36,5 sek. 3. Hulda Matthíasdóttir, G. Keflv. 37,6 sek. 4. Jóna Fjalldal, G. Keflv. 37,9 sek. í þessari keppni, sem er stigakeppni, eru stig gefin þannig: Fyrsta sveit eða einstakling- ur fær 7 stig, annar 5 stig, þriðji 3 stig og fjórði 1 stig. Hver skóli fær 10 stig fyrir þátt- töku í boðsundi. Urslit urðu því þessi: 1. Flensborg 38 stig 2. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 37 stig 3. Gagnfræðaskóli Laugarness 21 stig 4. Verzlunarskólinn 14 stig H. G. Bæjakcppni í sundi. Bæjakeppni í sundi milli Keflvíkinga og Akurnesinga fer fram í Sundhöll Keflavíkur 23. eða 24. apríl. Bæjakeppni í sundi milli Keflvíkinga og Hafnfirðinga fer fram í Sundhöll Keflavíkur síðast í aprílmánuði. Fró stúkunni Vík Eins og kunnugt er, hefur veriS mikil grózka í starfi stúkunnar Víkur í vetur. Hafa um 60 nýir félagar gengið í stúkuna síðan í haust. Haldnir hafa verið fundir hálfsmánaðarlega. Hallgrímur Th. Björnsson, sem verið hefur æðsti templar í 3/2 ár, baðst nú ein- dregið undan endurkosningu. A Hallgrím- ur þakkir skildar fyrir það mikla og fórn- fúsa starf, sem hann hefur innt af höndum í þágu bindindismála hér i bæ. I hans stað var kosinn Jón Tómasson, póst- og sím- stöðvarstjóri. En hann hefur áður stýrt stúkunni með glæsibrag. Aðrir í stjórn eru: Jensína Teitsdóttir, varatemplar. Hilmar Jónsson, ritari. Birgir Guðnason, gjaldkeri. Kjartan Olafsson, fjármálaritari. Petrea Jóhannsdóttir, kapilán. Jónína Ölafsdóttir, dróttseti. Páll Bjarnason, skrásetjari. Guðni Magntisson er enn sem fyrr um- boðsmaður stórtemplars. H. J. Kef Ivíkingar Samkvæmt frumvarpi til laga um útsvör, er ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi, og vænta má að hljóti fullnaðarafgreiðslu þegar eftir páska, er heimilt að draga frá tekjum við niðurjöfnun 1960, þau vitsvör ársins 1959, sem greidd hafa verið að fullu fyrir 1. maí næst- komandi. Gerið því full skil á útsvarsskuldum yðar fyrir lok þessa mánaðar. Bæjarstjóri.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.