Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 13

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 13
F A X I 61 4. ársþing Iþróttabandalags Keflavíkur Framhald. Sund. Ahugi fyrir sundi hefur aukizt mikið á s.l. starfsári. Voru æfingar illa sóttar íraman af árinu en í haust breyttist þetta og hafa æfingar verið mjög vel sóttar síðan. Hafa milli 30 og 40 manns að stað- aldri mætt á æfingum. Guðmundur Ing- ólfsson, sem verið hefur þjálfari í sundi hjá ÍBK s.l. ár og náð hefur ágætum ár- angri, hætti þjálfarastörfum s.l. vor og tók Magnús Guðmundsson við störfum hans í haust. Sundmeistaramót Keflavíkur var haldið í Sundhöll Keflavíkur 28. des. og var þátttaka í því allgóð. Keflvíkingar háðu tvær bæjarkeppnir í sundi við Akranes og Hafnarfjörð. Sigruðu Keflvíkingar Akur- nesinga og unnu bikar þann, sem keppt hefur verið um undanfarin ár, til eignar, en í keppninni við Hafnfirðinga, sem nú er háð í fyrsta skipti, sigruðu Hafnfirð- ■ngar. Þá var haldið sundmót í sambandi við afmæli UMFK og var þátttaka í því meiri en í nokkru öðru sundmóti, sem her hefur verið haldið eða rúmlega 70 manns, en öllum beztu sundmönnum landsins var boðið í þetta mót. S.l. sumar fóru þrír keppendur ásamt fararstjóra í keppnisferð til Danmerkur og var keppt þar í nokkrum borgum. Var ferð þessi farin fyrir frumkvæði Iþrótta- bandalags Akraness en keppendur voru alls 8 frá þessum stöðum. Frjálsar íþróttir. Heldur hefur verið dauft yfir frjálsum íþróttum á árinu. Þó hafa nokkrir menn <æft á árinu og náð góðum árangri. Höskuldur Karlsson stjórnaði inniæfing- um. Keflvíkingar háðu nú í fyrsta skipti bæjarkeppni við Hafnarfjörð í frjálsum íþróttum en bæjarkeppnin við Selfoss féll niður í ár. Þá tóku Keflvíkingar þátt í hinni árlegu fjögra héraða keppni ÍBK — ÍLA — UMSE — UMSK. Einnig var tekið þátt í mörgum mótum í Reykjavík °g minni háttar mót voru haldin hér í Keflavík (innanfélagsmót). Að venju hélt UMFK drengjahlaup og var þátttaka í þvi agæt eða 20 keppendur. Mjög háir það frjálsum íþróttum hér í Keflavik hvað skilyrði til æfinga úti eru slæm og ber brýna nauðsyn til að ráða bót á þessu hið fyrsta. I. deildarlið í. B. K. 1959. Fremri röð frá vinstri: Þórhallur Helgason, Hörður Guðmundsson, Heimir Stígsson, Páll Jónsson. Aftari röð frá vinstri: Skúli Skúlason, Haukur Jakobsson, Þórhallur Stígsson, Gunnar Albertsson, Guðm. Guðmundsson, Hafsteinn Guðmundsson, Sigurður Albertsson, Garðar Pétursson, Högni Gunnlaugsson, Á myndina vantar Guðm. Kr. Þórðarson. Fimleikar. Fimleikaæfingum var haldið uppi í íþróttahúsinu tvisvar í viku fyrir karla en einu sinni í viku fyrir konur. Hafa æfingar verið all vel sóttar. Þórunn Karvelsdóttir hefur kennt konum en Höskuldur Karlsson körlum. Þjálfunarnámskeið. Tveir knattspyrnumenn, þeir Högni Gunnlaugsson og Hólmbert Friðjónsson, fóru nýlega til Englands þar sem þeir munu þjálfa með atvinnumannaliðinu Queen Park Ranger. Skemmtifundir. Skemmtifundir voru haldnir fyrir yngri félagana. Voru á þeim haldin fræðslu- erindi, kvikmyndasýningar og skemmti- þættir. M. a. var haldinn fræðslufundur með unglinganefnd KSl, sem var mjög vel sóttur og tókst prýðilega. Bandalagsmerki. A s.l. ári keypti bandalagið frá Þýzka- landi félagsmerki (prjónmerki) sem Skúli Fjalldal teiknaði. Eru merkin komin í umferð og eru seld á kr. 20,00 stk. Búningsklefar. Brátt verða teknir í notkun nýir bún- ingsklefar við íþróttavöllinn. Verður að þessu mikil bót og breytist öll aðstaða til æfinga þá mjög til batnaðar. Þegar því verki er lokið þarf nauðsynlega að hefja af krafti framkvæmdir við nýja íþrótta- svæðið. Vinabæir. IBK hefur staðið í bréfaskiptum við vinabæi Keflavíkur á Norðurlöndum með athugun á gagnkvæmum heimsóknum i huga. Hafa þegar borizt jákvæð svör frá Danmörku og Svíþjóð en of snemmt er að ræða þessi mál frekar að sinni. Von- andi tekst að koma á samvinnu við þessa bæi áður en langt um líður. LokaorS. Hér að framan hefur verið getið þess helzta sem stjórn IBK hefur fjallað um á s.l. starfsári. Stjórn IBK þakkar öllum íþróttamönnum og íþróttasamtökum ágæta samvinnu á liðnu starfsári. Stjórnin væntir þess að á komandi árum eigi bandalagið enn eftir að styrkjast og auka hróður kefl- vískrar æsku um land allt. Högni og Hólmbert keppa í Englandi. Um s.l. mánaðamót fóru þeir Högni Gunnlaugsson og Hólmbert Friðjónsson til Englands til æfinga með hinu þekkta atvinnuknattspyrnuliði Queen Park Ran- gers í London. Fréttir hafa nú borizt af þeim og eru þeir mjög ánægðir með dvöl sína. Búa þeir hjá varaframkvæmdarstjóra félagsins og stunda æfingar af kappi daglega. S.l. laugardag kepptu þeir með amatörliði í London. Er þess að vænta að þessi ferð

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.