Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 15

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 15
F A X 1 63 Frú Jórunn Tómasdóttir 70 óra Hinn 31. marz síðasl. átti frú Jórunn Tómasdóttir, Hafnargötu 79, sjötugsaf- mæli. Jórunn er fædd og uppalin á Járn- gerðarstöðum í Grindavík. Foreldrar hennar voru Margrét Sæmundsdóttir og Tómas Guðmundsson. Margrét var systir hins merka náttúrufræðings, Bjarna Sæ- mundssonar, sem var brautryðjandi í fiski- rannsóknum hér og þekktur meðal vís- indamanna viða um lönd fyrir fiskirann- sóknir sínar. Jórunn giftist Tómasi Snorrasyni, barna- kennara. Bjuggu þau um skeið hér í Kefla- vík, þar sem Tómas var kennari. Síðan fluttust þau aftur að Járngerðarstöðum, þar sem þau bjuggu til ársins 1943, er þau fluttu aftur til Keflavíkur. Tómas andaðist 1949 og hefur Jórunn síðan búið með börnum sínum, nú síð- ustu árin með Snorra, syni sínum. Þau Tómas og Jórunn eignuðust níu börn, misstu tvö ung, en sjö eru á lífi, öll hinir ágætustu borgarar. Eru þau þessi: Margrét, gift í Stykkishólmi; Jón sím- stöðvarstjóri; Sigþrúður, kona Halldórs Ibsens; Snorri, verzlunarstjóri; Tómas, bæjarfógetafulltrúi; Guðlaugur, stöðvar- stjóri í Gerðum og Guðrún, símamær. Oll gift, nema Snorri og Guðrún. Þeir, sem gengu í barnaskóla hér í Kefla- vík á árunum 1914—19, komust í nána snertingu við fjölskyldu Tómasar, en þau bjuggu þá á barnaskólaloftinu. Munu margir eiga um þau góðar minningar. Þó að margir erfiðleikar hafi að hönd- um borið á langri ævi, má segja, að Jórunn hafi átt miklu barnaláni að fagna, enda hafa þau líka átt því láni að fagna, að eiga góða móður. Jórunn hefur alla tíð, bæði í Grindavík og hér, tekið virkan þátt í bindindisstarfi, hefur hún verið í stúkunni Vík frá stofnun hennar og starfað þar eftir því sem heilsa hennar hefur leyft, því að Jórunn er traust kona, trygg og vinaföst. Við templarar færum Jórunni beztu Jórunn Tómasdóttir. heillaóskir á þessum tímamótum og þökk- um samstarfið og hug hennar til Reglunn- ar, og ekki sízt fyrir það, að hafa alið upp bindindissöm börn og trausta borgara. ______ G.M. Ekið fyrir horn. I götuslabbinu núna á dögunum ók bif- reiðastjóri bifreið sinni af Hafnargötunni inn á Vatnsnesveginn rétt í sömu mund og eldri hjón ætluðu þar yfir götuna. Hjónin viku til sama lands og komust upp á gang- stéttina óútskitin og heil á limum. Þegar maðurinn, sem bílnum ók, hafði náð beygj- unni, nam hann staðar, kom til hjónanna, innti þau eftir, hvort föt þeirra hefðu óhreink- ast og bað þau afsökunar. Hjónunum fannst framkoma manns þessa vera svo óvenjuleg og til fyrirmyndar, að þau hafa beðið Faxa að vekja athygli á henni, ef fleiri vildu taka sér hana til eftirbreytni. lnnilegustu þa\!{ir fœri ég öllum, sem glöddu mig á sjötugsafmceli m'mu með hcimsóknum, gjöfum, blómum og sþeyt- um, sýndu mér vinsemd og gjörðu mér daginn ógleymanlegan. KJARTAN ÓLASON, Klapparstíg 8. — Keflavík. Vorið nólgast Málningarvörur í miklu úrvali á gamla verðinu. Hörpusilki í fjölbreyttu úrvali Spred-Satin Polytex Japanlakk Sparsl Tekkolía Terpintína Undirlagskítti Dúkalím Lökk Þynnir Skipamálning fyrir tréskip Botnfarfi fyrir járnskip Útimálning Kaupfélag Suðurnesj o Járn- og skipadeild. verði þeim félögum lærdómsrík og að þeir geti þegar heim kemur miðlað knatt- spyrnumönnum í Keflavík af þeirri teynslu og þekkingu, sem þeir hafa fengið > Englandi. íþróttabandalag Keflavíkur hafði milli- göngu um þessa ferð. Varma-plast ávallt fyrirliggjandi. HÁALEITI S.F. Sími 1990.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.