Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1960, Blaðsíða 2

Faxi - 01.05.1960, Blaðsíða 2
66 F A X I Marta Valgerður Jónsdóttir: Minningar frá Keflavík Arið 1892 var gerð nokkur umbót á póstmálum Suðurnesja. Fyrir þann tíma hafði póstur farið frá Reykjavík um Suð- urnes og þrætt strandlengjuna til Kefla- víkur og suður um Nesin, jafnvel til Krísuvíkur og alla leið til Eyrarbakka og þaðan til Reykjavíkur. Munu þetta hafa verið stopular og að einhverju leyti ó- reglulegar ferðir. Það lætur að líkum, að bréf frá Keflavík hafi verið lengi á leið- inni með svona póstferð, enda þurfti oft að gera ferð frá Keflavík beint til Reykja- víkur með áríðandi bréf og skjöl. Voru það einkum kaupmenn, sem gerðu út menn í slíkar sendiferðir. Þær umbætur, sem gerðar voru á póst- leiðinni um Suðurnes, voru þessar: Aðalpóstur kom frá Reykjavík til Kefla- víkur mánaðarlega, var þá póstur aðskil- inn í Keflavík, en aðalpóstur hélt áfram út að Utskálum og suður á Hvalsnes, sneri þar við og hélt sömu leið til baka til Reykjavíkur. Þessi aðalpóstur var æv- inlega ríðandi og hafði fleiri og færri koffortahesta, eftir því sem þörf gerðist. Strax eftir komu Reykjavíkurpóstsins var póstur sá, er aðskilinn hafði verið í Kefla- vík, sendur áfram til Hafna, Grindavíkur, Krísuvíkur, Vogsósa og Eyrarbakka, sem var endastöðin. Sneri póstur þá til baka sömu leið til Keflavíkur, en hann var fót- gangandi. Síðar bættust fleiri bréfhirðingastaðir við á þessari leið, t. d. Herdísarvík, þar bjó um langt skeið Þórarinn smiður Árna- son sýslumanns í Krísuvík, Gíslasonar og kona hans Ólöf Sveinsdóttir. Var póstur til húsfrú Ólafar oftast eins stór eða stærri en til hinna bréfhirðingastaðanna saman- lagt, en svo stóð á því, að Ölöf var esperantisti og skrifaðist á við fólk víðs- vegar um heim, einnig fékk hún sent mikið af blöðum, er gefin voru út á Esperanto. Mun Ólöf hafa verið langsam- lega fyrsta kona hér á landi, er lærði það mál. , A vetrum var þessi póstleið frá Keflavík suður yfir Reykjanesfjallgarðinn ill yfir- ferðar, enginn lagður vegur var á þessari leið, en yfir ferleg hraun var að fara, lá vegarslóðinn ósjaldan á gjáarbörmum, var þetta því afar hættuleg leið, er fannfergi Karítas Jóhannsdóttir. lá yfir landinu. Það var því ekki heiglum hent að fara þessa fáförnu leið í vetrar- myrkri og illviðrum, þurfti þar til dugnað og harðfylgi. , Um tvo tugi ára fór sami maður þessar póstferðir. Það var Ólafur Jónsson, er lengi bjó í Keflavík. Var hann ævinlega nefndur Ólafur póstur. Hann var harð- duglegur maður og áreiðanlegur og leysti starf sitt af hendi með mikilli prýði og samvizkusemi. Ólafur var stór og föngu- legur maður, sterklegur og vel vaxinn. Hann var kvæntur Karítasi Jóhannsdótt- ur, fríðleikskonu, alsystur Bergsteins for- manns í Keflavík (Faxi, XV., 6.—7. tbl.). Voru þau gefin saman í hjónaband 17. júní 1888. Hófu þau strax búskap í Keflavík og stundaði Ólafur aðallega sjómennsku, og var hann atgervismaður að hverju sem hann gekk. Sjómennsku stundaði hann að öðrum þræði eftir að hann gerðist póst- ur. I kringum aldamótin hafði Ólafur byggt sér hús við Jshússtíg, gegnt húsi Bjarna Ólafssonar, cr var ívið ofar. I^etta hús stendur enn að stofni til og hefur frú Kristín Guðmundsdóttir, eigandi hússins, rekið þar verzlun um langt skeið. Þeim hjónum, Karítasi og Ólafi, varð tíu barna auðið, en fjögur þeirra dóu í bernsku. Var því ærið mikið starf hús- freyjunnar, að annast barnahópinn, oft ein í lengri tíma, er húsbóndinn var í Ölafur Jónsson, póstur. póstferðum, og að sjálfsögðu án allra frétta af ferðum hans frá því að hann hélt úr lilaði, þar til póstlúðurinn gall, er heim var komið. Má nærri geta, að stórlunduð og viðkvæm kona með stóran b’arnahóp og þröngan hag, hafi átt marga vökunóttina í hríðarbyljum vetrarins á þeim árum, er börnin voru lítil og hún þurfti fyrir öllu að sjá. Ólafur póstur var Eyfellingur að ætterni. Hann var fæddur að Rauðafelli undir Eyjafjöllum 8. apríl 1860. En þar bjuggu foreldrar hans, Jón Jónsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Jón, faðir Ólafs, var fæddur að Rauðafelli 14. des. 1825. Var faðir hans Jón, f. 1793, Einarsson, er síðar bjó lengi að Rauðafelli. Jón mun hafa verið skaftfellskur, því fæddur var hann á Ytri-Sólheimum í Mýr- dal, en kona Jóns og amma Ólafs var Ingibjörg, f. 13. nóv. 1793, Hjörleifsdóttir bónda á Svaðbæli Sigurðssonar og konu hans, Ingibjargar Magnúsdóttur. Sigríður, móðir Ólafs, var fædd 5. apríl 1828 á Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum, en þar bjggu foreldrar hennar, Jón Jóns- son og Þuríður Ólafsdóttir, en þau fluttu brátt að Rauðafelli og bjuggu þar langa ævi. Jón, faðir Sigríðar, var fæddur í Skógum undir Eyjafjöllum 21. sept. 1798, sonur Jóns í Steinum Ólafssonar og Herdísar Guðmundsdóttur. Þuríður, kona Jóns og amma Ólafs, var fædd 4. sept. 1794, dóttir Ólafs bónda á Raufarfelli langa ævi, og

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.