Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1960, Blaðsíða 11

Faxi - 01.05.1960, Blaðsíða 11
F A X I 75 Handknattleikur í Keilavík Síðan íþróttahúsið var tekið í notkun, hefur handknattléikur verið vinsælasta iþróttagreinin, sem þar er iðkuð. Nýlega komu Víkingar úr Reykjavík og háðu keppni við lið ÍRK. Hér fara á eftir úrslit í þeim leikjum: 1. fl. kvenna: IIÍK—Víkingur 9:5. 2. fl. kvenna: ÍBK—Víkingur 6:6. 2. fl. kvenna: ÍBK (B)—Víkingur 2:15. Keflvísku stúlkurnar komu talsvert á ovart. Sérstaklega fannst mér Hulda Berg- mann eiga góðan leik. 3. fl. karla: ÍBK (C)—Víkingur 7:7. 3. fl. karla: ÍBK (B)—Víkingur 10:12. 3. fl. karla: ÍBK (D)—Vík. (C) 2:11. 3. fl. karla: ÍBK (A)—Víkingur 18:21. 2. fl. karla: ÍBK—Víkingur 15:21. Það sýnir bezt, hve mikill fjöldi unglinga stundar æfingar hér, að við gátum teflt iram fjórum liðum i 3. flokki. Víkingar eru núverandi Islandsmeistarar í 3. fl. A. Rétt fyrir páskana komu Haukar úr Hafnarfirði í heimsókn með tvö lið í 3. fk karla. Léku þeir tvo leiki við Keflvík- inga og unnu báða. Þann fyrri með 10:17 (A-lið); hinn seinni með 22:18 (B-lið). Þess ber þó að geta, að bezta leikmann IBK vantaði. Haukar eru það lið utan- bæjarmanna, sem mesta samvinnu hefur haft við okkur í vetur. Hefur A-lið 3. fl. Keflvíkinga háð tvo æfingaleiki við þá fyrir utan þennan; öðrum lauk með jafn- tefli; hinn unnu Haukar með einu marki. I tilefni af þessari ágætu samvinnu af- benti formaður handknattleiksráðs Kefla- víkur „Haukunum" fána ÍBK. 21. febrúar komu flokkar Ur Val í Reykjavík. Urslit í þeim leikjum voru sem hér segir: Kvennafl. ÍBK—Valur 9:18. 3. fl. karla B: ÍBK—Valur 9:10. 3. fl. karla A :ÍBK—Valur 12:9. 2. fl. karla: ÍBK—Valur 17:15. Meistaraflokkur: ÍBK—Valur 15:30. Að lokum þykir mér rétt að geta ár- angurs Keflvíkinga á Islandsmótinu, en því er nýlokið. Send voru þrjú lið í tveim flokkum, 2. og 3. fl. karla (A og B). Urslit urðu þannig: 3. flo/fair /{cirla B. ÍBK :FH 9:11. ÍBK—ÍR 6:7. ÍBK—Haukar 10:20. Liðið tapaði sem sagt öllum sínum leikjum. Tveimur þeirra með litlum markamun. Haukar urðu Islandsmeistar- ar í þessum flokki. 3. flokkur \arla A. ÍBK—FH 12:7. ÍBK—Þróttur 16:7. ÍBK—Ármann 10:7. ÍBK—ÍR 12:13. Liðið vann þrjá leiki og tapaði einum með einu marki. Keflvíkingar urðu nr. 2 í þessum riðli. Mjóu munaði, að þeir kæm- ust í úrslit, en til þess urðu þeir að vinna IR. Þetta er bezta frammistaða keflvísks handknattleiksliðs til þessa. Leikir þessa liðs vöktu allmikla athygli, t. d. sagði Frí- mann Helgason um leik ÍR og IBK: „Það vekur furðu, hvað Keflvíkingar hafa náð góðum tökum á leiknum, ef tekið er tillit til þeirra aðstæðna, sem þeir hafa.“ Magnús Torfason og Kjartan Sigtryggs- son sýndu beztan leik. Sá fyrrnefndi var markahæstur. 2. flo/(/{iir \arla: ÍBK—ÍR 11:13. ÍBK—Þróttur 5:26. ÍBK—Armann 2:24. ÍBK—KR 15:19. Hér fór á sömu leið og í 3. fl. B, liðið tapaði öllum leikjunum. Taka ber tillit til þess, að helmingur þeirra, sem léku með 2. flokki, voru 3. flokks menn og höfðu oft og tíðum spilað í þeim flokki áður en 2. flokks leikirnir byrjuðu. Þótt Keflvík- ingarnir væru því yngri yfirleitt en keppi- nautar þeirra í þessum aldursflokki, þóttu Drengjahlaup UMFK 1960, Þrír fyrstu menn menn hlaupsins koma í mark. Hólmbert Friðjóns- son, sigurvegarinn, er fremstur á myndinni. þeir sýna betri leik en sumar markatöl- urnar gefa til kynna. I vetur hefur Sigurður Steindórsson ver- ið aðalþj álfari í handbolta, og má efalaust þakka honum þær miklu framfarir, sem hér hafa orðið í þessari skemmtilegu íþrótt. Handknattleiksráð skipa sömu menn og í fyrra, en þeir eru: Hilmar Jónsson for- maður, Sigurður Steindórsson ritari og Guðmundur Hallgrímsson gjaldkeri. H. G. Drengjahlaup UMFK 1960 Hið árlega drengjahlaup Ungmennafé- lags Keflavíkur fór fram 18. apríl s. 1. (annan í hvítasunnu). Þátttaka í hlaupinu var minni en áður eða 9 keppendur, sem allir voru frá UMFK. Sigurvegari í hlaupinu varð Hólmbert Friðjónsson, og vann hann nú hlaupið í þriðja sinn í röð og vann þar með til eignar bikar, sem keppt var um. I þriggja manna sveitarkeppni var nú í fyrsta sinn keppt um nýjan bikar, gefinn af Haraldi Páls- syni, og hlaut UMFK hann. Fimm fyrstu menn í hlaupinu urðu þessir: 1. Hólmbert Friðjónsson 5:55,5 mín. 2. Kjartan Sigtrvggsson 5:58,2 mín. 3. Karl Hermannsson 5:58,6 mín. 4. Friðrik Georgsson 6:26,1 mín. 5. Einar Magnússon 6;30,3 mín.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.