Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 3

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 3
F A X I 83 þeirra, Helgi, varð 8 ára gamall f. 5. sept. 1864. Stefán Þorvarðarson, f. 6. marz 1869, efnispiltur. Hann drukknaði í Leirusjó, er fjögramannafar, er faðir hans átti, fórst með allri áhöfn 29. marz 1887. Þorsteinn Þorvarðarson, f. 24. maí 1872. Er hann Keflvíkingum að góðu kunnur. þar sem hann dvaldi ævilangt í Keflavík og lézt þar fyrir þremur árum, 8. apríl 1957. Þorsteinn átti heima í húsi foreldra sinna allan sinn aldur og stundaði jöfnum höndum verzlunarstörf og sjómennsku. Hann kvæntist þann 28. maí 1896 Björgu, yngstu dóttur Arinbjarnar stórbónda í Tjarnarkoti í Njarðvíkum, hinni álitleg- ustu konu. Hún var fædd 21. ág. 1876 í Innri-Njarðvík. Æskuheimili hennar stóð í Tjarnarkoti, þar sem umsvifamikill hú- skapur var rekinn til sjávar og sveitar, þótt sjávarútvegur bæri þar hærri hlut. For- eldrar hennar, þau Kristín Björnsdóttir og Arinbjörn Olafsson, veittu börnum sínum góða menntun, enda voru þau öll vel gefin og myndarfólk. Þær voru fjórar systurnar og einn bróðir, Olafur, síðast verzlunar- stjóri í Vestmannaeyjum. Hann var faðir Jóhanns Gunnars sýslumanns og bæjar- fógeta á Isafirði og þeirra bræðra. Systurnar voru Steinunn og Helga, er giftust Barkarstaðabræðrum, þeim Sæ- mundi og Ogmundi Sigurðarsonum, fóru báðar til Vesturheims, og Margrét, er gift- ist Þorvarði Þorvarðarsyni, hálfbróður Þor- steins. Arinbjörn í Tjarnarkoti var fæddur í Innri-Njarðvík 3. nóv. 1834, d. 9. des. 1895, sonur Olafs verzlunarstjóra og óðalsbónda í Innri-Njarðvík, f. 1787, d. 15. jan. 1839, Asbjörnssonar (sjá Faxa, XVIII. árg., 6. tbl., bls. 76). Þar er ætt Njarðvíkurbænda rakin að nokkru, en ætt þessi bjó í Njarð- vík mann fram af manni óslitið frá 1666 fram undir 1950. Kristín, kona Arinbjarnar, var fædd í Skrauthólum á Kjalarnesi 13. sept. 1834, d. 8. nóv. 1899, dóttir Björns bónda og söðlasmiðs í Skrauthólum og Sjávarhólum Tómássonar Bech söðlasmíðameistara á ‘'iávarhólum, er lézt 10. ág. 1840, 78 ára, Björnssonar frá Rauðaskriðu í Þingeyjar- sýslu. Kona Björns Tómassonar var Mar- grét, f. 1806, Loftsdóttir hreppstjóra á Neðra-Hálsi, albróður Þorsteins stúdents í Laxárnesi í Kjós Guðmundssonar, lang- afa Páls Einarssonar sýslumanns og bæjar- fógeta í Hafnarfirði 1899—1908, síðast hæstaréttardómara. Ragnhildur Guðmundsdóttir. Björg Arinbjarnardóttir var vel vaxin, teinrétt og sómdi sér vel. Hún var ævin- lega vel og snyrtilega klædd og háttprúð í allri um gengni. Hún-.ól syni sína upp með mikilli prýði. Eg minnist þess, hve oft ég sá liana fara á skemmtigöngu með Friðriki, elzta syni sínum. Mátti glöggt sjá, hve samband móður og sonar var inni- legt. Slíkt lán fellur í hlut hinna góðu mæðra. Þorsteinn Þorvarðarson var vel metinn maður, greindur vel og starfsamur, svo að af har. Mátti segja, að honum félli aldrei verk úr hendi fram á síðustu ár. Þau hjón komu upp fallegum trjágarði sunnan við Þorvarðshús, er þroskaðist vel í höndum þeirra. Grein urn Þorstein er í Faxa í apríl- maí blaði 1957. Synir þeirra hjóna eru: 1. Friðrik, forstjóri og organleikari við Keflavíkurkirkju frá 1919. Kona hans er Sigurveig Sigurðardóttir í Keflavík Gunn- arssonar. 2. Ari, skrifstofumaður, býr í Þorvarðar- húsi og er hinn þriðji ættliður í því húsi. Kona hans er Anna Þorleifsdóttir. 3. Olafur Arinbjarnarson, framkvæmda- stjóri Olíusamlags Keflavíkur. Kvæntur Hallberu Pálsdóttur. Þeir Friðrik og Ólafur búa báðir í ná- grenni æskustöðvanna við Þorvarðarhús. Fyrsti sonur þeirra hjóna var Þorvarður Ragnar, f. 15. júlí 1897, d. 15. okt. s. á. Fósturdóttir þeirra Bjargar og Þorsteins er Ögmundína Ögmundsdóttir, systur- dóttir Bjargar. Hún giftist Eyjólfi Gísla- syni, dóttursyni Hugborgar Ögmunds- dóttur, sem bjó á Melnum (Faxi, XVII. árg., 3. tbl.). Dóttir þeirra, Ragnhildur, gift í Vestmannaeyjum. Björg Arinbjarnardóttir andaðist í Kefla- vík 24. febr. 1930. Önnur börn þeirra Ragnhildar og Þor- varðar beykis eru: Guðmundur Helgi Þorvarðarson, f. 12. apríl 1879, verzlunarmaður í Keflavik, svo kaupmaður í Reykjavík, Óðinsgötu 12. Kona hans Nikólína Nikulásdóttir, f. 28. nóv. 1877, d. 27. sept. 1954, ólst upp í Innri- Njarðvík hjá Asbirni óðalsbónda þar Ólafs- syni og konu hans, Ingveldi Jafetsdóttur, sem var föðursystir Nikolínu. Börn þeirra: Ingvi, Hildur, Ragnhildur, Þorbjörg og Áslaug. Kristjana Júlía Þorvarðardóttir, f. 9. sept. 1883 í Keflavík, býr í Reykjavík, óg. Ragnhildur Guðmundsdóttir, kona Þor- varðar beykis, bjó í Þorvarðarhúsi þar til hún andaðist 16. sept. 1921. Dóttir Þorvarðar beykis, áður en hann kvæntist, var Guðrún, f. 13. maí 1859 í Reykjavík, ólst upp hjá föður sínurn og stjúpu. Móðir hennar var Gróa Ingimund- ardóttir. Guðrún giftist 20. sept. 1888 Magnúsi steinsmið í Reykjavík Guðna- syni (P. Z., Vík., 449). Sonur Þorvarðar beykis með Guðrúnu Högnadóttur var Þorvarður, faðir Arinbjarnar sundkennara í Keflavík og þeirra systkina. Verður hans síðar getið. Leiðrétting við ferðaáætlun Ferðafélags Keflavíkur: Þórsmerkurferðin er að sjálfsögðu 16.—17. júlí, en ekki í júní. Suðumesjamenn! Sundhöllin í Keflavík er opin frá klukkan 8—10 fyrir hádegi og 3—10 eftir hádegi. — Sunnudaga frá klukkan 9—12 fyrir hádegi. — Látið ekki dragast að synda 200 metrana. Merkisafinæli. Hjónin Sigríður Skúladóttir og Halldór Fjalldal áttu nýverið fimmtugsafmæli, Hall- dór þann 31. maí, en Sigríður 2. júní. Þau hjónin eru ágætir og kunnir borgarar hér í bæ, ráku um eitt skeið umfangsmikla mat- vöruverzlun, en hættu þeirri starfsemi síðar og leigðu húsnæðið öðrum. Er þar nú til húsa verzlun „Agga og Guffa“. Nú starfrækja þau í húsi sínu við Túngötuna í Keflavík myndar- lega vefnaðarvöruverzlun undir nafninu; „Verzlun Sigríðar Skúladóttur". Frú Sigríður er borin og barnfæddur Kefl- víkingur, en Halldór er frá höfuðbólinu Mel- graseyri við ísafjarðardjúp. Eru þau hjónin bæði komin af ágætu fólki og eiga fjögur mannvænleg börn. Faxi óskar þeim til ham- ingju með þessi merkis tímamót í lifi þeirra.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.