Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 7

Faxi - 01.06.1960, Blaðsíða 7
F A X I 87 Skúli Oddleifsson sextugur Hann Skúli Oddleifsson er í dag afmælisbarn, sevi fá skal brag. Nú syngja ég vil mitt Ijúflingslag um leið og ég hytti manninn. Eg get um vinar míns glæstan hag og geng inn í veizluranninn. Þar inni er fagnað af sinni og sál, söngurinn ómar og gleðimál. Hiísbóndans tænul er heillaskál, hollvinir flytja minni. Líkja þeir Sltúla við laga Njál, sem leggja á ráðin kunni. Að Skúla sé margt til lista lagt, likamshreysti sem andleg magt. Með sóma hann lífsins sinni vakt, þeir segja. Já, hress og glaður. Með orðum færri í einlægni sagt: indætt samferðamaður. Hamingjan Skúla á höndum tveim hefur borið um víðan geim, fært honum djásn og svásan seim, særnt hann ágætri konu. Já, vel hefur lífið verið þeim, veitt þeim dætur og sonu. Syngi nú hver, er syngja kann! Söngnum Skúli af hjarta ann, og við erum koniin að hytta hann með háttum fagurra Ijóða. Nú sæmum við manninn sextugan Suttungsmiðinum góða. H. Th. B. 4 Fráhær frammistaða Eins og lesendum blaðsins var sagt frá á sínum tíma, fór Jóna E. Burgess, nem- andi í Menntaskóla Akureyrar, til Banda- ríkjanna á síðastliðnu ári, á vegum banda- ríska stórblaðsins New York Herald Tri- bune. Blaðið efndi til ritgerðasamkeppni milli menntaskólanema um allan heim, og var þeim hlutskarpasta frá hverju landi boðið til þriggja mánaða námsdvalar í Bandaríkjunum, og bjuggu nemendur hjá bandarískum fjölskyldum, meðan á dvöl- inni stóð. Nýlega hefur Faxa svo borizt sú ánægju- lega frétt frá Pan American World Air- ways, að Jóna hafi verið valin úr hópi nemendanna, sem eru frá 35 löndum, til þess að opna hið 14. árlega Forum-mót, er hófst 25. marz sl. 1. í húsakynnum Wal- dorf-Astoria-hótelsins, að viðstöddum 2500 framhaldsskólanemendum. Telja má þetta mikinn heiður fyrir hina ungu, íslenzku stúlku, enda mun frammi- staða hennar og framkoma hafa verið landi og þjóð til sóma. — Eftir mótið fóru nemendurnir til Accra, höfðuborgar Af- ríkuríkisins Ghana, þar sem þeir dvöldust vikutíma í boði menntamálaráðuneytisins þar. Frá Accra flaug Jóna heim til Islands með flugvél frá Pan American. Jóna Burgess er Keflvíkingur, ólst upp á heimili móður sinnar, Jóhönnu Páls- dóttur og manns hennar, Bjarna Gíslason- ar, lögregluþjóns. Faxi óskar fjölskyldunni til hamingju með þennan frama, sem Jónu hefur hlotn- azt. Leiðréttingar. 4. tbl. 1960: — í greininni Kjartan Ólafsson sjötugur. Þar stendur á Sandi átti Kjartan heima í 4 ár, en fluttist þaðan suður til Njarð- víkur 1928 og bjó í Stapakoti. — Á að vera — og bjó í Hákoti. í sömu grein stendur: Haustið 1812. — Á auðvitað að vera 1912. 5. tbl. 1960: — í greininni „Á Tjarnargatan. að lokast?“ Síðasta málsgreinin á auðvitað að vera þannig: „Því er það mín skoðun, að það eigi ekki að loka Tjarnargötunni til sjávarA — Þetta var að vísu leiðrétt í flestum eih- tökum blaðsins.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.